Bókatíðindi - 01.12.2009, Page 100
BÓKATÍÐINDl 2009
Þýdd skáldverk
HVAR ERTU NÚ?
Mary Higgins Clark
Þýð.: Atli Magnússon og
Gissur Ó. Erlingsson
Heillandi saga ungrar konu
sem reynir að leysa ráðgátu
sem orðin er að fjölskyldu-
harmleik - og úr verður
eltingaleikur sem leiðir til
skelfilegra eftirmála.
Dag einn gengur Charles
McKenzie yngri út úr stúd-
entsíbúð sinni og sést ekki
upp frá því en skuggaleg
leyndarmál hrannast upp í
kringum hann. Astríðukennd
leit Carolyn McKenzie að
sannleikanum um bróður sinn
- og honum sjálfum - leiðir til
lífshættulegra átaka við ein-
hvern henni nákominn sem
getur ekki leyft að hún komist
að leyndarmáli hans.
304 bls.
Bókaforlagið Bifröst ehf.
ISBN 978-9935-412-03-4
Veistu
hvað þú
ætlar að
gefaí
jólagjöf?
oddi.is
HVÍTI TÍGURINN
Aravind Adiga
Þýð.: ísak Harðarson
Balram Halwai er hugmynda-
ríkurfrumkvöðull sem brýst úr
fjötrum þrældóms; í senn sið-
blint Ijúfmenni og auðmjúkur
fantur. Ævintýraleg saga hans
er um leið lýsing á nöpr-
um veruleika Indlands þar
sem örbirgð, kúgun, græðgi
og spilling ríkja. Frábærlega
snjöll frásögn, háðsk og fynd-
in, heillandi og sláandi, sem
hlaut hin heimsþekktu Boo-
ker-verðlaun 2008.
304 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-080-0
„Spennan er næstum óbsrileg ...'■
L E
CH I LP
í FRJÁLSU
FALLI
í FRJÁLSU FALLI
Lee Child
Þýð.: Eiríkur Örn Norðdahl
Einfarinn og sérvitringurinn
Jack Reacher fær undar-
leg dulmálsboð: Félagar úr
gömlu sérsveitinni hans virð-
ast hverfa einn af öðrum. Þau
sem eftir eru safnast saman
til að rannsaka örlög hinna
horfnu en óþekktur óvin-
urinn er alltaf skrefi á und-
an. Hröð og hörkuspennandi
metsölubók þar sem andhetj-
an Reacher fer á kostum.
397 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-048-0 Kilja
í MEÐFERÐ
Sebastian Fitzek
Þýð.: Bjarni Jónsson
„Ef eitthvað á skilið að heita
sálfræðitryllir, þá er þetta
sálfræðitryllirlNN!" sagði Eg-
ill Helgason í Kiljunni. Þýsk
spennusaga sem óvænt varð
alþjóðleg metsölubók.
282 bls.
Bjartur
ISBN 978-9979-657-56-9
Leiðb.verð: 2.480 kr. Kilja
KALLAÐU MIG
PRINSESSU
Sara Blædel
Þýð.: Auður Aðalsteinsdóttir
Susanne er nauðgað hrotta-
lega eftir fyrsta stefnumót
hennar við mann sem hún
kynntist á Netinu. Louise
Rick, fulltrúi í morðdeild
rannsóknarlögreglunnar í
Kaupmannahöfn, er fengin
til að rannsaka málið. Sú
rannsókn leiðir til þess að
Louise fer að skoða önn-
ur óleyst nauðgunarmál og
í Ijós kemur að nauðgarinn,
sem notar fjölmörg dulnefni,
nýtir sér vinsældir Internets-
ins til stefnumóta við fórn-
arlömb sín. Þegar svo ung
stúlka finnst myrt sér Louise
fram á að hún neyðist til að
fara sjálf á netstefnumót til
að upplýsa málið...
304 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-659-32-7 Kilja
98