Bókatíðindi - 01.12.2009, Page 132
Ljóð
VEGUR MINN TIL ÞÍN
Matthías Johannessen
Matthías Johannessen á að
baki mikið lífsferðaiag. Hér
vinnur hann úr margbrot-
inni reynslu skáldsins sem
ætíð hefur fundið eirð til að
kanna sinn innri mann, þrátt
fyrir annasamt starf í hring-
iðu samfélagsins.
Matthías sannar sem aldrei
fyrr hversu fjölhæfur hann er í
efnistökum ogtjáningu. Hann
yrkir nútímaljóð í hefðbundn-
um bragformum, líkt og ekk-
ert sé eðlilegra, en hann á
það líka til að semja glettin
prósaljóð um samferðamenn
sína eða bregða á loft smáum
myndum í frjálsu formi sem
opna þó víða sýn á náttúru-
heiminn.
Skáldið hugar að minn-
ingum sínum og leiftrum úr
menningarsögunni en hann
leyfir samtíðinni einnig að
snerta kviku sína á ævikvöldi.
Hann yrkir um hrunadans-
inn, feigðarósinn, Iífsfögn-
uðinn og ekki síst um erindi
sín á vegum ástarinnar.
Ástráður Eysteinsson ann-
aðist útgáfuna og ritaði eftir-
mála.
274 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-841-6
Leiðb.verð: 4.950 kr.
VÍSNAGÁTUR
ÁRMANN DALMANNSSON
VÍSNAGÁTUR
Ármann Dalmannsson
Ármann Dalmannsson fékkst
við skáldskap frá unga aldri
og gaf út tvær Ijóðabækur,
Ljóð af lausum blöðum og
Fræ. Á efri árum fór hann
að setja saman vísnagát-
ur sem fyrst voru notaðar
í fjölskylduboðum en urðu
það vinsælar að gefin voru
út fimm lítil hefti á árunum
1974-1979. í þessu riti birtist
úrval úr þessum heftum.
64 bls.
Skrudda
ISBN 978-9979-655-60-2
Leiðb.verð: 2.990 kr.
Þarablöð
■ImgilelluljM eflir
Aðalbjörn lilfarsson frá Vattarncsi
ÞARABLÖÐ
- hugdettuljób
Aðalbjörn Úlfarsson
Umsj.: Elísa Jónsdóttir
Aðalbjörn Úlfarsson frá Vatt-
arnesi var á yngri árum far-
andverkamaður og starfaði
mest á Eskifirði og í Vest-
mannaeyjum. Eftir Eyjagos-
ið settist hann að á Horna-
firði og bjó þar æ síðan.
Ljóðagerð var hans helsta
tómstundagaman, afmælis-
og jólakveðjur fengu vinir
og ættingjar oft í bundnu
máli og í vertíðarlok kvaddi
hann vini og samverkamenn
á sama hátt. Ljóðin sem hér
birtast endurspegla lífshlaup
höfundarins, mörg eru frá
farandverkatímabilinu sem
einkenndist af því að heilsast
og kveðjast en hér er líka að
finna Ijóðabréf, bænir, söng-
texta og hugleiðingar um líf-
ið og tilveruna.
168 bls.
Aðalbjörn Úlfarsson
Dreifing: Elísa Jónsdóttir
ISBN 978-9979-70-582-6
Leiðb.verð: 2.980 kr. Kilja
ÞÉTTSKRIFAÐAR
ELDINGAR
Árni Larsson
Bókin hefur að geyma 64 Ijóð
og 2 teikningar eftir Lars Oli-
ver. Þetta er 10. bók höfundar
og í þessari bók er dauðinn
helzta viðfangsefnið.
90 bls.
Ljóðasmiðjan sf.
ISBN 978-9979-9424-4-3
Leiðb.verð: 2.300 kr. Kilja
ÖLL DAGSINS GLÓÐ
- safn portúgalskra Ijóöa
frá 1900 til 2008
Þýð.: Guðbergur Bergsson
í bókinni er úrval Ijóða eftir
á fimmta tug skálda. Guð-
bergur gerir grein fyrir hverju
skáldi og fjaliar jafnframt ítar-
lega um portúgalska Ijóðlist
og menningarumræðu.
264 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-077-0
130