Bókatíðindi - 01.12.2009, Side 137
8ÓKATÍÐINDI 2009
FræÖi og bækur almenns efnis
hefur að geyma fjölda skýr-
ingarmynda sem gerir hana
aðgengilega. Hverjum kafla
er skipt í þrjú þrep með lit-
um eftir því hversu ítarlega
er farið í efnið.
271 bls.
Iðnú bókaútgáfa
ISBN 978-9979-67-228-9 Kilja
ANALOG-
HLIÐRÆN TÆKNI II
Rafeindatœkni
Egon Rasmussen
Þýb.: Sigurður H. Pétursson
í bókinni eru útskýrð á ein-
faldan hátt þau atriði raf-
eindatækninnar sem kennd
eru í grunndeild rafiðna. Hún
er skrifuð á skýru máli og
hefur að geyma fjölda skýr-
ingarmynda sem gerir hana
aðgengilega. Hverjum kafla
er skipt í þrjú þrep með lit-
um eftir því hversu ítarlega
er farið í efnið.
311 bls.
Iðnú bókaútgáfa
ISBN 978-9979-67-235-7 Kilja
ANDLITSDRÆTTIR
SAMTÍI )ARINNAR
Siðustu skáldsógur Halldórs Laxness
ANDLITSDRÆTTIR
SAMTÍÐARINNAR
Síöustu skáldsögur
Halldórs Laxness
Haukur Ingvarsson
Rannsókn Hauks Ingvars-
sonar á skáldsögunum
Kristrihaldi undir Jökli,
Innansveitarkroniku og
Cuösgjafaþulu varpar áhuga-
verðu og nýstárlegu Ijósi á
þróun Nóbelsskáldsins á 7.
og 8. áratugnum. Fjallað
er um viðtökusögu þessara
skáldsagna. Með greiningu
á sögunum er lögð áhersla
á þær nýju og merkilegu
tilraunir með skáldsagna-
formið sem þær fela í sér.
Tengt þessu er endurmat á
Skáldatíma, sannfærandi rök
fyrir því að þar geri Halldór
Laxness upp við félagslegt
raunsæi hinna stóru epísku
verka sinna og leggi drög
að þeirri fagurfræði sem búi
að baki síðustu skáldsög-
um hans.
370 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-253-2
Leiðb.verð: 4.690 kr.
ANDOF, ÁGREININGUR
OG ÁRÓÐUR
Creinar um heimspeki
Jón Ólafsson
Bókin er safn greina, birtra
og óbirtra, frá síðustu 8 árum
sem allar spyrja brennandi
spurninga um gagnrýni og
Andóf, ágreiningur
og áróður
andóf. Leiðarþema hennar
er hvernig andóf, ágreiningur
og áróður er óhjákvæmilega
hluti af öllum málflutningi,
hvort sem hann er fræðilegur
eða pólitískur. Jón Ólafsson
er prófessor við Háskólann
á Bifröst.
300 bls.
Háskólinn á Bifröst
ISBN 978-9979-9883-3-5 Kilja
ANDVARI
?009
ANDVARI 2009
Nýr flokkur Ll, 134.ár
Ritstj.: Gunnar Stefánsson
Aðalgrein Andvara í ár er
æviágrip Gylfa Þ. Gísla-
sonar ráðherra og formanns
Alþýðuflokksins eftir Sigurð
E. Guðmundsson. Gylfi var
einn helsti stjórnmálamaður
landsins á seinni hluta síð-
ustu aldar, ráðherra um langt
skeið og markaði spor í I
menntamálum og efnahags-
stjórn. Aðrar greinar í ritinu I
I fjalla um Jörund hundadaga- i
konung, Hannes Árnason
prestaskólakennara, Stein
Steinarr skáld, Lárus Pálsson
leikara og böm Gríms Jóns-
sonar, amtmannsins á Einbúa-
setrinu.
196 bls.
Hið íslenska Þjóðvinafélag
Dreifing: Sögufélag
ISSN 0258-3771
Leiðb.verð: 1.950 kr.
AUÐGINNT ER BARN
í BERNSKU SINNI
Svala ísfeld Ólafsdóttir
í bókinni er gerð grein fyrir
refsipólitískum sjónarmiðum
sem lágu að baki breytingum
á fyrningarreglum almennra
hegningarlaga vorið 2007.
Samkvæmt þeim skulu til-
tekin alvarleg kynferðisbrot
gegn börnum ekki fyrnast.
Aðdragandi breytinganna og
rökin fyrir þeim bera vitni
um ný viðhorf til slíkra brota
þar sem aukið tillit er tekið til
brotaþola og sérkenna brot-
anna. í bókinni er að finna
margvíslegan fróðleik um
þennan brotaflokk, sérkenni
hans og afleiðingar brotanna
fyrir þolendur. Höfundurinn,
Svala fsfeld Ólafsdóttir, er
sérfræðingur við lagadeild
Háskólans í Reykjavík og
kennir þar refsirétt og af-
brotafræði.
144 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-835-5
Leiðb.verð: 4.500 kr. Kilja
135