Bókatíðindi - 01.12.2009, Qupperneq 162
BÓKATÍÐINDI 2009
Fræði og bækur almenns efnis
KRISTINN E.
HRAFNSSON
Cunnar J. Árnason
Kristinn E. Hrafnsson er sá
núlifandi listamaður sem
flestir íslendingar hafa kom-
ist \ kynni við. Þótt nafn hans
hringi ekki bjöllum hafa nær
allir íslendingar ekki aðeins
séð verk hans, heldur einn-
ig stigið á þau, komið við
þau, jafnvel ekið á þeim.
Verk Kristins er að finna fyrir
framan verslun IKEA í Garða-
bæ, á bílastæðum Kringlunn-
ar, á Laugaveginum, í Aust-
urstræti, í Aðalstræti, við
Ægissíðu, við Háskólann á
Akureyri, á Hólum í Hjalta-
dal, í Skálholti, Laugardal í
Reykjavík, Mosfellsbæ, Ól-
afsfirði auk fjölda annara
staða og bygginga um all-
an heim. Bókin um verk og
feril Kristins E. Hrafnsson-
ar kynnir til sögunnar einn
fyrirferðarmesta en jafnframt
hljóðlátasta listamann sam-
tímans.
180 bls.
Crymogea
ISBN 978-9979-9856-6-2
Leiðb.verð: 5.490 kr.
KRÖFURÉTTUR I
- EFNDIR KRÖFU
Þorgeir Örlygsson,
Benedikt Bogason og
Eyvindur G. Gunnarsson
Kröfuréttur er ný ritröð um
íslenskan kröfurétt. í þessu
fyrsta bindi er meðal ann-
ars fjallað um grundvallar-
reglur og -hugtök kröfuréttar,
greiðslutíma og greiðslustað
krafna og réttarreglur um
galla. Jafnframt er fjallað um
réttarlegar kröfur til greiðslu
og áhættuskiptareglur. Rit
þetta er fyrst og fremst sam-
ið með það í huga að það
megi þjóna sem kennslurit í
almenna hluta kröfuréttar við
lagadeildir íslenskra háskóla.
Jafnframt er það von höfunda
að ritið megi gagnast þeim
sem í daglegum störfum fást
við reglur kröfuréttar í einni
eða annarri mynd.
479 bls.
Bókaútgáfan Codex
j ISBN 978-9979-70-619-9
Leiðb.verð: 9.850 kr.
KRISTINN E
KVENNABARÁTTA
OG KRISTIN TRÚ
Ritstj.: Arnfríður
Guðmundsdóttir og Kristín
Ástgeirsdóttir
Hér fjalla fræðikonur af ólík-
um sviðum um það hvernig
kristin trú mótaði umræðu
um aukin réttindi kvenna
í íslensku samfélagi. Á 20.
öld urðu miklar breytingar á
möguleikum kvenna til þátt-
töku í samfélaginu og hér er
sjónum beint að samspili og
togstreitu gamalla kristinna
gilda og nýrra hugmynda um
lýðræði í þessu samhengi.
304 bls.
FORLAGIÐ
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-057-2
KVISTAGÖT
OG TRÉHESTAR
Eyfirskar kímni- og
gamansögur
Ritstj.: Jón Hjaltason
Eyfirðingar leiðinlegir og
Akureyringar verstir. Nei,
ekki aldeilis. Lestu um Gunna
sót, Tjarnar-Jóa, Skapta í
Slippnum, Alla í Flögu, Eyþór
í Lindu og alla hina. Kynntu
þér knattspyrnusögu Leifturs
og prestaraunir séranna
Blandons og Svavars. Og lífið
verður skemmtilegra.
176 bls.
Völuspá, útgáfa ehf.
ISBN 978-9979-9796-3-0
Leiðb.verð: 3.640 kr. Kilja
KYNFERÐISBROT
- DÓMABÓK
Ragnheiður Bragadóttir
I ritinuerfjallaðumalla dóma
Hæstaréttar í kynferðisbrota-
málum á 17 ára tímabili, frá
1992 til 2008. Fjallað er um
dóma um nauðgun og önn-
ur brot gegn kynfrelsi fólks,
kynferðisbrot gegn börnum,
vændi, brot gegn blygðunar-
semi og klám. Dómarnir eru
flokkaðir og reifaðir auk þess
sem unnin eru yfirlit og töfl-
ur úr ákæruatriðum þeirra
og niðurstöðum. Bókin nýtist
öilum, bæði almenningi og
þeim sem starfa sinna vegna
fást við þessi mál, s.s. í rétt-
arkerfinu, við rannsóknir og
kennslu.
Bókaútgáfan Codex
ISBN 978-9979-825-57-9
JÓNA INCIBJÖRC JÓNIDÓTTIR
.....-m---------
KYNLÍF
Heilbrigöi, ást og erótík
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir
160