Bókatíðindi - 01.12.2009, Síða 167
BÓKATÍÐINDI
Fræði og bækur almenns efnis
Ritstj.: Magnús Sigurðsson
og Rebekka Þráinsdóttir
I þessu fyrsta hefti er að finna
greinar á ýmsum tungumál-
um eftir starfsmenn stofn-
unarinnar þar sem fjallað er
um tungumál og bókmenntir
í víðu samhengi. í inngangs-
grein er fjallað um tungu-
málakennslu á íslandi fram
til upphafs 20. aldar og tengsl
hennar við viðhorf í þjóðfélag-
inu á hverjum tíma. Ársritið
hefur einnig að geyma grein-
ar um tilvitnanir í Ovidius hjá
Arngrími lærða, Söguna um
gralinn eftir Perceval, kvæði
Ossians, smásöguna „Guest"
eftir Kristjönu Gunnars sem
og hugmyndir samfélags-
rýnanna Lasch og Basolinis.
Greinar málvísindalegs eðlis
fjalla um sögu tveggja nor-
rænna orða sem rötuðu inn í
spænska tungu, eiginleika og
flokkun fastra orðasambanda
og umritun íslenskra nafna
yfir á japönsku og ensku sem
„lingua franca". Síðast en
ekki síst eru í ritinu greinar
um ýmis efni sem lúta að
kennslu erlendra tungumála
á háskólastigi: heildræna
leiðbeiningu, fjarkennslu í
dönsku, notkun hlaðvarps
í þýskukennslu, framburð-
arvandamál rússneskunema,
munnlega tjáningu í frönsku-
kennslu, spænskar kvikmynd-
ir, tileinkun orðaforða í ítölsku
og vandamál tengd miðlun ft-
alskrar sögu og tungu.
260 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-548-56-0
Leiðb.verð: 3.900 kr. Kilja
Erich Aucrbarh
Mimesis
KrumHrtniug veruleikans í
MIMESIS
Erich Auerbach
Þýð.: Gauti Kristmannsson
Mimesis er eitt af athyglis-
verðustu bókmenntafræðirit-
um 20. aldar. Höfundurinn
rekur þróunarsögu raunsæis í
bókmenntumVesturlanda, frá
Biblíunni og Hómer til Mar-
cels Proust og Viginiu Woolf.
Meginkenning hans er sú að
raunsæislegar lýsingar á hlut-
skipti venjulegs fólks í bók-
menntum hafi þróast smám
saman vegna innri spennu í
rithefð Vesturlanda. Bein lýs-
ing á persónum, atburðum og
hlutum togast á við þörfina
fyrir það að lesa merkingu úr
þeim. í upphafi er merking-
arheimurinn sem miðað er
við trúarlegur en smám sam-
an víkur trúin fyrir samfélags-
legri greiningu. Mimesis er
grundvallarrit í bókmennta-
fræði og brautryðjendaverk í
þverfaglegum vinnubrögðum
í hugsvísindum.
837 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-834-8
Leiðb.verð: 5.490 kr. Kilja
MYNDIR ÁRSINS 2008
Bestu blaöa- og
tímaritaljósmyndir ársins
Árið 2008 er eitt örlagarík-
asta ár íslandssögunnar.
Dagana 29. september til 9.
október hrundu þrír stærstu
bankar landsins og Geir H.
Haarde forsætisráðherra flutti
Myndir|
ársins
'2008 1
þjóðinni dramatískt ávarp 6.
október sem lauk með fleyg-
um orðum: „Guð blessi Is-
land." Þá varð hverju manns-
barni Ijóst að íslenska þjóð-
in stóð á krossgötum. Urval
| dómnefndar Blaðaljósmynd-
j arafélags íslands af bestu
j blaða- og tímaritaljósmynd-
| um íslands 2008 tekur mið
j af þessum dramatísku svipt-
j ingum. Myndir ársins 2008
j er einstakur minnisvarði um
| sögulega tíma.
144 bls.
Crymogea
I ISBN 978-9979-9856-5-5
Leiðb.verð: 2.980 kr.
NEYTENDARÉTTUR
Ása Ólafsdóttir og
Eiríkur Jónsson
í neytendarétti er fjallað um
réttarreglur sem snúa sérstak-
lega að neytendum. Mikil
þróun hefur átt sér stað í neyt-
endalöggjöf á undanförnum
árum og reglum sem mæla
sérstaklega fyrir um réttar-
stöðu neytenda fjölgað mik-
ið. Er rit þetta meðal annars
ætlað til kenrislu í neytenda-
rétti í laganámi en jafnframt
ætti bókin að nýtast lögfræð-
ingum og einstaklingum hér
á landi sem vilja glöggva sig
á réttarstöðu sinni.
293 bls.
Bókaútgáfan Codex
ISBN 978-9979-70-620-5
Leiðb.verð: 6.540 kr.
NORRÆN
SAKAMAL
NORRÆN SAKAMÁL
2008 - 2009
Þetta er áttunda bókin í rit-
röðinni Norræn sakamál. I
þessu bindi eru átta íslenskar
sögur. Mörg málanna vöktu
verulega athygli þegar þau
voru til meðferðar í dóms-
kerfinu og tóku talsvert pláss
í fjölmiðlum. Þetta eru fjöl-
breyttar sögur sem fjalla um
mjög mismunandi afbrot
sem þó eru öll áhugaverð og
spennandi. Erlendu sögurnar
eru tíu talsins. Þær eru jafn-
vel enn margþættari að efni
en hinar íslensku og fjalla
um mannlegan breyskleika
af ótrúlegasta tagi. Allar sög-
urnar eru ritaðar af lögreglu-
mönnum sem þekktu málin
og voru nákunnugir rann-
sóknarferlinu.
293 bls.
Iþróttasamband lögreglu-
manna á Norðurlöndum
Dreifing: íslenska lögreglu-
forlagið
ISSN 1680-8053
165