Bókatíðindi - 01.12.2009, Page 188
BÓKATÍÐINDI 2009
Saga, ættfræði og héraðslýsingar
ÁRBÓK AKURNESINGA
2009
Ritstj.: Kristján Kristjánsson
Árbók Akurnesinga 2009
hefur að geyma viðtöl og
greinar um fjölbreytt efni
sem tengist Skaganum og
íbúum hans. Bókin er prýdd
fjölda mynda.
Verð til áskrifenda er kr.
3.980.
208 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-659-35-8 Kilja
ÁRNESINGUR X
Rit Sögufélags Árnesinga
Ritstj.: Gunnar M.
Hinriksson, Njörður Sigurðs-
son og Þorsteinn T. Másson
I tfunda riti Árnesings eru tíu
greinar um sögu Árnessýslu.
Meðal greina eru frásagnir
af fríkirkjunni í Gaulverjabæ
og ungmennafélagi Gaul-
verja Samhygð, einnig eru
greinar um Guðna Jónsson
prófessor, örnefni í Laugardal
og mannlífi í Hveragerði á
stríðsárunum sem og grein
um vesturfarann og Árnes-
inginn Jón Stál sem var frum-
kvöðull ístálframleiðslu vest-
anhafs. Meðal höfunda eru
Farðu inn á www.oddi.is
og búðu til persónulega gjöf.
Jón M. fvarsson, Ólafur Hall-
dórsson, Guðmundur Jóns-
son, Kristinn Kristmundsson,
Hólmfríður Tómasdóttir,
Helgi ívarsson o.fl. Mynda-
skrá, registur og höfundatal
fylgir Ámesingi.
192 bls.
Sögufélag Árnesinga
ISSN 1027-4057
Leiðb.verð: 2.500 kr.
BARNA- OG UNGLINGA-
FRÆÐSLA
í MÝRASÝSLU 1880 - 2007
BARNA- OG
UNGLINGARFÆÐSLA í
MÝRASÝSLU 1880-2007
Snorri Þorsteinsson
I tilefni af aldarafmæli skóla-
halds í Borgarnesi haustið
2008 og 50 ára afmælis skóla-
halds að Varmalandi 2005
verður gefin út saga barna- og
unglingafræðslu í Mýrasýslu,
1880-2007. Bókin er í stóru
broti, ríkulega myndskreytt.
og hefur víða verið leitað
fanga til að gera þann þátt
sem fjölbreyttastan. í bókinni
er fjallað ítarlega um farskóla
í sjö hreppum sýslunnar á ár-
unum 1907 til 1954, barna-
og unglingaskólann í Borg-
arnesi 1908 til 2007 oggreint
frá stofnun og starfi Varma-
landsskóla frá 1954 til 2007.
Þróunarsaga barnafræðslu í
Mýrasýslu er einnig merkileg
fyrir það að þar var settur á
stofn fyrsti heimavistarskóli á
landinu, sem hreppar í heilli
sýslu stóðu sameiginlega að.
340 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-659-34-1
BERLÍNARBLÚS
íslenskir meöreiöarsveinar
og fórnarlömb
þýskra nasista
Ásgeir Guðmundsson
I bókinni er annars vegar sagt
frá nokkrum íslendingum
sem gengu til liðs við Þjóð-
verja í síðustu heimsstyrjöld
og hins vegar frá nokkrum
fórnarlömbum nasista sem
sum urðu að gjalda fyrir sam-
band sitt við þá með lífinu.
Þessi nýja útgáfa bókarinnar
er mikið endurskoðuð og í
henni birtast miklar upplýs-
ingar sem nýlega hafa orðið
aðgengilegar í skjalasöfnum.
377 bls.
Skrudda
ISBN 978-9979-655-61-9
Leiðb.verð: 5.490 kr.
186