Bókatíðindi - 01.12.2009, Síða 194
BÓKATÍÐINDI 2009
Saga, ættfræði og héraðslýsingar
SAGNABROT
HELGA í HÓLUM
Helgi Ivarsson
Bókin Sagnabrot Helga í Hól-
um geymir úrval af skrifum
fræðimannsins og bóndans
Helga Ivarssonar frá Hólum
í Stokkseyrarhreppi (1929-
2009). Hér að finna greinar
um þjóðfræði og sögu, sagnir
af fátækt fyrri alda, kvenskör-
ungum og höfðingjum, brot
úr byggðasögu, ástarsögu frá
gamalli tíð og frásögn af inn-
reið útvarpsins í menningarlíf
Flóamanna, svo fátt eitt sé
talið. Helgi var barn tveggja
tíma og þekkti af eigin raun
margt í ævafornum vinnu-
brögðum og þjóðlífssiðum.
Hann ber hér saman lífs-
hætti 21. aldarinnar og þess
tíma sem hann sjálfur fékk
innsýn í hjá gömlu fólki í
Flóanum snemma á 20. öld.
Cefðu
personu-
lega gjöf
oddi.is
í skrifum sínum tekst höf-
undi snilldarlega að tvinna
ritaðar heimildir saman við
munnlega geymd hins aldna
sagnaþular. Aftast í riti þessu
er skrá yfir ritstörf Helga
ívarssonar og bókinni fylgir
einnig vönduð nafnaskrá.
160 bls.
Sunnlenska bókaútgáfan
ISBN 978-9979-9603-8-6
Leiðb.verð: 3.990 kr.
Skaftfellskar
ÞJÓDSÖniR 0G SAGIMIR
SKAFTFELLSKAR
ÞJÓÐSÖGUR OG SAGNIR
Guðmundur Jónsson
Þjóðsagnasafn þetta sem fyrst
var gefið út árið 1946 hef-
ur verið ófáanlegt um langt
skeið. Þessi útgáfa er talsvert
frábrugðin þeirri fyrri. Orða-
vali og stíl Guðmundar er
leyft að njóta sín auk þess
sem öll ævintýri sem Guð-
mundur skráði birtast í þess-
ari útgáfu. Fjölmargar myndir
prýða bókina.
262 bls.
Skrudda
ISBN 978-9979-655-50-3
Leiðb.verð: 5.990 kr.
SKAG
FIRSKAR
ÆVI
SKR/VR
>i.£ llMVItlllH V:'**
SKAGFIRSKAR
ÆVISKRÁR
1910-1950 VII. BINDI
Ritstj.: Hjalti Pálsson
Sjöunda bindi Skagfirskra
æviskráa frá tímabilinu
1910-1950 er komið út. í ;
bókinni eru 85 æviskrárþætt-
ir búenda og húsráðenda :
víðsvegar úr Skagafirði frá
fyrri hluta 20. aldar. Gefin
er lýsing á viðkomandi og
æviferill rakinn.
Ættir eru raktar, fæðingar-
og dánardagur kemur fram
og getið allra barna og maka
þeirra. í bókinni eru u.þ.b.
200 Ijósmyndir ásamt ítarlegri
nafna- og heimildaskrá.
336 bls.
Sögufélag Skagfirðinga
ISBN 978-9979-861-16-4
Leiðb.verð: 6.900 kr.
SVARTBÓK
KOMMÚNISMANS
GLÆPIR OFSÓKNIR KÚGUN
SVARTBÓK
KOMMÚNISMANS
G lœpir / Ofsóknir / Kúgun
Þýð.: Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
Kommúnisminn var einn af-
drifaríkasti þátturinn í sögu
tuttugustu aldar. Eftir fall hans
í Mið- og Austur-Evrópu varð
aðgangur að upplýsingum
greiðari, ekki síst í skjalasöfn-
um, sem áður voru lokuð.
Það hafa höfundar þessarar
bókar nýtt sér, og áætla þeir,
að kommúnisminn hafi kost-
að hátt í 100 milljónir manna
Iffið (líklega 20-25 milljónir í
Ráðstjórnarríkjunum og ef til
vill um 65 milljónir í Kína).
Honum hafi hvarvetna fylgt
fjöldamorð, hungursneyðir,
nauðungarflutningar stétta og
þjóðflokka, sýndarréttarhöld,
aftökur og þrælkunarvinna.
Svartbók kommúnismans hef-
ur komið út á öllum heims-
tungum, víða verið á met-
sölulistum og leitt til fjörugra
umræðna. Hún var kveikjan
að ályktun Evrópuráðsins í
janúar 2006, þar sem afbrot
kommúnistastjórna um allan
heim voru fordæmd.
828 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-548-39-3
Leiðb.verð: 5.900 kr. Kilja
TIL VESTURHEIMS
Um vesturferöir, Vesturheim
og Vestur-íslendinga
Bergsteinn Jónsson
Bergsteinn Jónsson (1926-
192