Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Qupperneq 4

Heima er bezt - 01.07.2001, Qupperneq 4
w Agœtít Tesendur. Mikil er sú blíða, sem við Frónbúar höfum fengið að búa við þetta árið, og er næstum hægt að segja að varla hafi hreyft vind í allt sumar, víðast hvar á landinu. Frekar er það óvenjulegt á okkar slóðum, því heldur hefur það nú verið á þann veginn að vindurinn hafi strokið fólki um vanga heldur en ekki. Enda mun það vera svo að við búum á einu vinda- samasta svæði jarðarinnar. Fieyrði ég einhvern tíma sagt að erlendir veðurfræðingar, t.d. hjá ameríska hernum, sæktust nokkuð eftir að fá að vinna hér um tíma, vegna þess hversu erfitt er oft á tíðum, að spá fyrir um veður. Mun það vera öllu auðveldara þegar sunnar dregur á hnettinum, þar sem vindar loftsins eru stilltari og veðrabrigði sjaldgæfari. Ýmsar sagnir eru til um snögg veðrabrigði á Islandi, og margur ferðalangurinn hefúr orðið illa úti vegna illviðris, sem ekki varð séð fyrir. Höfum við m.a. birt ýmsar frásagnir fólks af slíku, hér í Heima er bezt. Nú er svo komið að þekking mannsins er orðin svo yfir- gripsmikil að hann getur haft áhrif á ótrúlegustu hluti með henni og þeirri tækni sem hann ræður yfir, og verður þess sjálfsagt ekki mjög langt að bíða, að hagræðing á veðurlagi einstakra svæða, verður honum mögulegt. Það hefur jafnan verið tilhneiging mannsins, og dýranna líka að sjálfsögðu, þó í öðrum mæli sé, að búa sér jafnan sem best í haginn á öllum sviðunr. Það hefur maðurinn svo sannarlega gert, og það svo mikið að vandséð kann að vera hverju hann getur bætt við í því efni. Ekki er þó að efa að margt á hann eftir að finna upp enn, sér til þæginda, og er sjálfsagt hægt að plægja þann akur endalaust. Hver man ekki eftir forstöðumanni einkaleyfisskrifstof- unnar í Bandaríkjunum, sem lýsti því yfir á seinni hluta átj- ándu aldar, að nú væri búið að finna upp allt sem hægt væri, skrifstofunnar væri því ekki lengur þörf, og rétt að loka henni. Svona getur mönnum skjátlast hrapallega, en hvernig gat blessaður maðurinn svo sem vitað, að þarna, á hans tíma, var ballið rétt að byrja. Þau einkaleyfi sem hann geymdi í skúffum á skrifstofu sinni, hafa sjálfsagt varla verið mælan- legt brotabrot af því, sem nú er komið á daginn, svo ekki sé nú talað um það sem enn á eftir að koma. En svona er nú erfitt að spá, og sérstaklega um framtíðina, eins og spakur maður sagði eitt sinn. Og stöðugt færast út þau svið sem vísindamenn eru farnir að hugleiða og vinna að, sem er eitt dæmið um hversu óend- anlegur þessi akur er. Þegar hlutum og tækjum sleppir, þá fara menn að fást við sjálfa náttúruna, og vilja breyta henni í þeim atriðum sem þeim finnst hún ekki haga sér rétt gagn- vart þeim. lll Allir kannast við umræðuna um klónun lífvera, og þó um hana séu afskaplega skiptar skoðanir, m.a. um siðferðilegan rétt mannsins til þess að fást við slíkt, þá verður sjálfsagt ekki við það ráðið að þetta er hluti af þróuninni, partur af því sem koma skal, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Einnig hafa menn um langa hríð gert tilraunir með að stýra veðurfari, reyndar einna helst í hernaðarlegum tilgangi, þó ekki alltaf, en hingað til með misjöfnum árangri. Hafa þeir reyndar rekið sig á þar, sem kannski verður líka raunin víðar, að vistkerfi jarðarinnar er afar viðkvæmt, og röskun á einum stað kemur af stað truflun á öðrum. En stöðugt teygja menn sig lengra, og það sem maður heyrði síðast, er reyndar á svo risastórum skala, að fólk rek- ur í rogastans í fyrstu. Á ég þar við þær hugmyndir sem vís- indamenn hafa látið frá sér fara um að færa til jarðarkúluna, já, segi og skrifa, færa til jarðarkúluna, rétt si svona, ef svo kynni að fara að hitastig tæki að hækka á henni fyrir áhrif breytinga frá sólinni. Þó hugmyndin sé sérdeilis ótrúleg, þá skyldu menn nú aldrei segja aldrei, því hefði fólki t.d. ekki þótt það frekar ólíklegt fyrir svo senr hundrað árum, að jarðneskir menn ættu eftir að skjótast til tunglsins og fá sér göngutúr þar? Það hugsa ég að margur hefði átt erfitt með að gera sér í hugarlund á þeim tíma, nema þá í ævintýrum og skáldsög- um. Samkvæmt frásögnum af þessum hugmyndum vísinda- mannanna munu þeir vera farnir að huga að því í alvöru að færa jörðina fjær sólinni, vegna þess að talið er að hún muni fara stækkandi í framtíðinni. Þetta hugsa menn sér að gera með þeim hætti að virkja halastjörnu og nýta þyngdar- eða aðdráttarafl hennar til að mjaka jörðinni íjær. Reyndar telja þessir vísu menn að þá muni þurfa að huga að öðru smotteríi líka, svo sem því að færa tunglið og Mars, því ekki er vitað hvaða áhrif tilfærsla jarðarinnar muni hafa á þá hnetti. Full- yrt er að þetta sé langt frá því að vera hugarórar eða skemmtiatriði hjá hugmyndasmiðum þessa möguleika, en mönnum til huggunar er sagt að ekki þurfi að fara í þessa framkvæmd fyrr en eftir um milljarð ára, því stækkun sólar- innar verði ekki farin að hafa áhrif fyrr en eftir þann tíma. Kenningin er sú að sólin muni smám saman verða að rauð- um risa og deyja síðan út. En, eins og segir í einum okkar mörgu og prýðilegu máls- hátta: „Ekki er ráð, nema í tíma sé tekið.“ Með bestu kveðjum, Guðjón Baldvinsson. 244 Heima er bezt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.