Heima er bezt - 01.07.2001, Page 10
Þegar ekki dugar einn
bátur, verður að grípa til
tveggja. Dráttarvél með
heyþyrlu flutt á milli eyja.
frásögnum. Ekki áleit félagi minn að nein tormerki væru
á að líta þar inn. Þegar við komum að aðaldyrum voru
þær læstar en við fundum aðrar dyr og hringdum dyra-
bjöllu. Þar birtist þá enginn annar en meistarinn sjálfur,
klæddur vinnuslopp með leirugar hendur. Ég hugsa að
það hafi verið álíka lífsreynsla fyrir mig eins og táninga
seinna að sjá t.d. John Lennon í eigin persónu. Fylgdar-
maður spyr hvort safnið sé ekki opið, en Einar segir að
svo hafi ekki verið um margra ára skeið. Kannski var
listaverkunum komið í öruggari geymslu á stríðsárunum.
Líklega áleit Einar að við værum fáfróðir sveitamenn svo
hann segir:
„Hvaðan eruð þið drengir?"
Þá sá ég að sennilega væri best að ég yrði fyrir svörum
og að kannski fengjum við frekar að líta inn ef við vær-
um langt að komnir.
„Þið getið náttúrlega fengið að koma inn stundarkorn
ef ykkur langar til“ sagði Einar og létum við ekki segja
okkur það tvisvar.
Þarna voru menn að störfum við að lagfæra sali og
koma safninu í fyrra horf að því er virtist. Mikið þótti
mér til um hin frægu verk, en eftir á og ekki síður, að
hafa séð Einar Jónsson að störfum. Hann var þá að móta
brjóstmynd af manni í leir. Þegar við kvöddum sagði
hann:
„Jæja, þá eruð þið búnir að sjá steintröll“
„Ha, nei hvar er það?“ sagði fylgdarmaður minn sem
misskildi Einar.
Af smiðum og bændafólki
Eitthvað mun hafa hvarflað að mínu fólki að ég hefði gott
af að læra meira en komið var. Mig langaði hinsvegar til
að nema eitthvað verklegt fremur en bóklegt, enda af
smiðum og bændafólki kominn. Þá var Handíðaskóli
Lúðvígs Guðmundssonar kominn til sögunnar og það var
hugmyndin að hafa þar svokallaða bændadeild þar sem
Innsýn í heillandi heim
Ekki kynntist ég borgarlífinu að neinu ráði þennan vetur
og sóttist ekki eftir því. Fór eitthvað í bíó en sá tvær leik-
sýningar í Iðnó, sem þá var eina leikhúsið í bænum. Þær
fannst mér báðar stórfenglegar en áhugi á leiklist hafði
kviknað áður, með stórmerkum flutningi útvarpsleikrita.
Þar þekkti maður raddir allra helstu leikara landsins og
naut flutnings þeirra að fullu á öndvegisverkum heimsins
- gegnum útvarpið. En í Iðnó sá ég Skálholt Guðmundar
Kamban með Þorsteini Ö. Stephensen, Regínu Þórðar-
dóttur og Val Gíslasyni í aðalhlutverkum, auk margra
annarra „kunningja.“
Það var stórbrotin og hrífandi lífsreynsla.
Af allt öðrum toga var Eftirlitsmaðurinn eftir Gogol,
rússnesk háðsádeila og sígilt meistaraverk. Þar fóru Al-
freð Andrésson, Haraldur Bjömsson, Brynjólfur Jóhann-
esson og Ævar Kvaran, auk margra annarra á slíkum
kostum að ég varð heltekinn af hláturskrampa eins og
flestir aðrir áhorfendur, að ég held.
Mikla gleði og lífsfyllingu getur leiklistin og góðir
þjónar hennar fært okkur, óbreyttum, og fer það ekki
alltaf eftir fullkomleika ytri aðstæðna.
Tvennt vil ég nefna að auki frá þessum vetri. Þá var
atómöld nýhafin og heimurinn stóð agndofa frammi fyrir
undrum og óhugnaði kjamorkunnar. Efht var til kjam-
orkusýningar í Listamannaskálanum við Austurvöll og
Lúðvíg hvatti okkur strákana til að fara og sjá hana. Þar
opnaðist mér fáfróðum innsýn í nýjan og ótrúlegan heim
á nokkrum klukkustundum að kvöldlagi þar sem spek-
ingar útskýrðu leyndardóma efnis og alheims með skýr-
ingamyndum upp um veggi, kvikmyndum og ræðum.
piltar úr sveit fengju tilsögn
í smíðum og fleiri verkleg-
um greinum. Ur þessu varð
þó aldrei mikið en einhverj-
ir komust þó í þetta þar á
meðal ég. Smíðakennara-
deild skólans var til húsa á
Grundarstíg og með nem-
endum hennar voru um-
ræddir sveitamenn vistaðir.
Ég var þarna veturinn 1947-
48 og naut handleiðslu Vest-
firðinganna Gunnars
Klængssonar og Hjörleifs
Zóphaníassonar þeirra miklu öðlinga. Kynntist einnig lít-
illega Kurt Zier og Lúðvíg skólastjóra. Námið var ein-
göngu verklegt.
250 Heima er bezt