Heima er bezt - 01.07.2001, Qupperneq 11
Nokkrum árum síðar fannst mér
þetta ómetanleg undirstaða þegar við
Hvanneyringar vorum að glíma við
eðlis- og efnafræði ásamt ýmsum
greinum búfræðinnar.
Heyrnar- og sjónarvottur að
upphafi Heklugoss
Annað eftirminnilegt frá þessum vetri
var þessu óskylt og þó, líklega fremur
náskylt. Eins og kunnugt er hófst stór-
gos í Heklu í mars 1947 og stóð það
samfellt í heilt ár.
Morguninn sem gosið hófst var ég
heima í Skáleyjum og var tímanlega á
fótum við gegningar, en pabbi var að
heiman vegna starfa í skattanefnd.
Veður var stillt og bjart með vægu
frosti. í logninu fór ég að heyra undar-
legt hljóð úr suðri, líkast þungum
skjálfandi nið. Mér fór að detta í hug
eldgos sem ég hélt reyndar að til-
heyrðu liðinni tíð. Það var heiðskírt
yfir
Skarðsstrandarijöllum en þegar ég fór að horfa þangað
sá ég eins og litla skýhnoðra koma upp jafnt og þétt á
einum stað. Ég fór heim í stofu og dró fram landakort. Þá
kom í ljós að hnoðrarnir voru í sömu stefnu og Hekla og
reyndar Katla líka. Ég þóttist því sjá að önnur hvor þeirra
væri byrjuð að gjósa. Þá var ekki útvarpað allan daginn
eins og nú, en klukkan 10 þennan morgun munu útvarps-
fréttir hafa sagt frá stórtíðindum - stórgosi í Heklu.
Ég var auðvitað hinn montnasti að hafa orðið heyrnar-
og sjónarvottur að upphafi Heklugoss, vestur á miðjum
Breiðafirði árla morguns, áður en fréttir bárust. Aldrei
eftir þennan morgun sást eða heyrðist gosið hingað vestur
í eyjar.
Um haustið suður í Reykjavík ákvað ég að taka þátt í
hópferð á Hekluslóðir, en það mun hafa verið Ferðafélag
íslands sem stóð fyrir slíkum skoðunarferðum um helgar.
Sjálfsagt hefur áðurnefnt mont átt hlut í þeirri ákvörðun,
þar sem mér fannst ég vera hálfgildings upphafsmaður
þessara hamfara sem þarna gerðust! Hvort förin var farin
fyrir eða eftir kjarnorkusýninguna man ég ekki en þetta
voru náskyldar „kennslustundir.“
Fararstjóri var Gunnar Stefánsson, sem þá var þjóð-
kunnur orðinn af útvarpserindum, m.a. um Næfurholts-
hundinn sem tekið hafði ástfóstri við Gunnar í ferðum
hans um Hekluslóðir.
Mig minnir að farið væri austur á íjórum rútum, í stilltu
og björtu veðri, en hálfdapurlegt fannst mér að koma
austur á Rangárvelli þá. Ég kunni Gunnarshólma utanað
og hugsaði gjarnan til söguslóða þess mikla ljóðs sem
gróðursælla ódáinsakra. Nú voru þær hinsvegar ein
kolsvört eyðimörk. Gunnarsholt sem dapurleg vin í
henni.
Hafnargerð í Skáleyjum sumarið 1982. Prammi og
dráttarbátur eru frá Þörungavinnslunni á Reykhólum.
Eftir mikið torleiði um gamalt hraunland komum við
að Næfurholti, þar sem hundurinn slóst í hópinn og síðar
að beitarhúsum skammt frá nýju hrauninu en lengra varð
ekki komist akandi. Farið var að dimma og Gunnar
reyndi mikið að telja fólk á að fara ekki lengra og óttaðist
að einhverjir gæfust upp eða jafnvel villtust í myrkrinu,
en förinni var heitið að glóandi hraunfossi sem virtist
vera skammt undan. Það liðu þó 11 klukkustundir frá því
að við yfirgáfum bílana þar til við komum í þá aftur, eftir
að hafa paufast um heitt hraunið í náttmyrkrinu. Það var
allt hlaðið upp í háa og bratta hryggi úr lausu og sárbeittu
hraungjalli, sem reif og tætti skó og blóðgaði iljarnar á
seppa. Megnið af göngunni þurftu hraustmenni að bera
hann á herðum sér en ófáanlegur hafði hann reynst að
snúa aftur frá því hann slóst í för með hópnum.
Ogleymanleg var sú stund um miðja nótt á síðhausti,
þegar þessi stóri hópur hvíldi sig við rauðglóandi hraun-
fossinn meðan léttan upplýstan gosmökk lagði frá Heklu-
gígum til suðurs yfir höfðum okkar. Ekki þurfti að kvarta
undan kulda því molluhiti lá yfir hrauninu og ekki þurfti
annað en að hreyfa við yfirborði þess til að glóðin kæmi í
ljós. Þarna vorum við áhorfendur að sjálfri landreksfræð-
inni, sem þá var reyndar ekki búið að finna upp.“
„Villimenn“ frá öllum landshlutum
Haustið 1951 hleypti Eysteinn aftur heimdraganum og
fór til náms í Bændaskólann á Hvanneyri þar sem hann
var í tvo vetur.
„í yngri deild voru kennd ýmis almenn fög en meiri bú-
Heima er bezt 251