Heima er bezt - 01.07.2001, Blaðsíða 12
Frá Bœndaskólaárunum á Hvanneyri.
fræði í eldri deild, þó var þetta blandað að hluta.
Þetta hafði tíðkast frá fyrri tíð þegar nemendur
komu í skólann með barnafræðslu eina að baki.
Þegar skyldunám lengdist og nemendur komu með
próf úr framhaldsskólum, voru orðnir gagnfræðing-
ar eða jafnvel stúdentar, fór að tíðkast eins vetrar
nám til búfræðiprófs.
Slíkir nemendur voru þá gjarnan nefndir vetrungar
og var ég samtíða nokkrum slíkum. Meirihluti nem-
enda var þó tvo vetur og í verknámi að auki, vor og
haust milli skólavetra. Sumir réðu sig þar að auki í
kaupavinnu á skólabúinu yfir sumartímann. Þarna
var nýlega búið að setja á laggimar framhaldsdeild
sem útskrifaði kandídata, en þeir urðu fljótt eftirsóttir
ráðunautar og starfsmenn búnaðarsamtaka. Sú deild
var þó ekki fjölmenn á þessum ámm.
Ekki var við góðu að búast né alltaf friðsamlegt
þegar sextíu strákar um tvítugt komu saman í
heimavist, sumir hálfgerðir villimenn, úr öllum
sýslum landsins.
í gamla skólahúsinu voru kennslustofúr á fyrstu
hæð en heimavistir á tveimur hæðum þar fyrir ofan.
Þvottahús, snyrting og vinnustofa þjónustustúlkna ásamt
fleiru í kjallara. Mikil stéttaskipting ríkti á haustin og ný-
liðar naumast taldir með mönnum fyrr en búið var að
„tollera“ þá. Löng hefð var fyrir tolleringum og ganga-
slögum og ekki ætíð í óþökk stjórnenda sem kærðu sig
ekki um að ala upp kveifar. En svo mikil harka var þá
hlaupin í tolleringarnar með stórátökum milli deilda að
við slysum lá.
Haustið sem ég kom í skólann, hlaut einn nýliðinn
brákaða höfuðkúpu í atganginum með þeim afleiðingum
að hann var frá námi þann vetur.
Næsta haust voru tolleringar látnar niður falla en ekki
veit ég hvort þær hafa verið teknar upp aftur síðar.
Gangaslagir hafa líklega átt rót sína að rekja til þess að
nýliðar bjuggu á miðhæð sem algjör lágstétt en eldri
deild ríkti á efstu hæð sem hrokafull yfirstétt. Spennuna
þarna á milli mátti lina með bardögum, sem kölluðust
gangaslagir, þegar lágstéttin réðist til uppgöngu á efri
hæð og fylkingum laust saman í stiganum eftir að blásið
hafði verið til atlögu. Vopn voru af ýmsu tagi, auk handa
og fóta, svo sem blaut handklæði og gólftuskur að
ógleymdum renndum pílárum í stigahandriðinu en þeir
létu gjarnan undan átökum sterkra manna, sem vildu
handstyrkja sig upp á við móti ofurefli liðs. Aðstaða yfir-
stéttarmanna var þeim mun betri að þeir gátu fyllt gólf-
þvottafötur af vatni og steypt yfir skrílinn í stiganum,
enda ekki sparað. Vatnsflaumnum mátti beina niður í
kjallara eða um útidyr þegar átökum linnti.
Sterkan grun hef ég um að skemmtanir af þessu tagi hafi
verið ættaðar úr sjálfum lærða skólanum syðra og þangað
komnar austan úr Skálholti, sern öldum saman menntaði
embættismenn og varðveitti gamlar hefðir í skólahaldi. Nú
eru ef til vill gamlir og góðir siðir niðurlagðir á slíkum
stöðum, enda húsakynni viðkvæmari en áður.“
Brýnt að sýna prúðmennsku
Eysteinn segir að ekki megi skilja frásögn sína þannig að
algjört agaleysi og upplausn hafi ríkt á Hvanneyri á þess-
um tíma.
„Það var langt frá því. Við nemendurnir sem sóttum um
skólavist fengum bréf frá skólastjóra þar sem hann brýndi
vinsamlega fyrir okkur fyllstu prúðmennsku í allri um-
gengni og að líta á skólann sem okkar annað heimili
meðan við værum þar. Satt að segja fannst mér fjarstæöu-
kennt að slíkt þyrfti að orða við fulltíða menn. Hitt kom
þó á daginn að margir áttu fullerfitt með að hemja stráks-
skap sinn og lífsfjör eftir setur í kennslustundum og við
námsbókalestur, urðu að fá útrás í hrekkjum, áflogum og
ýmsum uppátækjum ef ekki dugðu leikfimi, knattspyrna
og gufuböð til þeirra hluta. Þetta gat komið allharkalega
niður í sambandi við fyllstu borðsiði, ef svo bar undir. í
áttatíu manna borðsal er hægt að gera fleira en að matast
en þá geta hnútur flogið um borð eins og á Glæsivöllum
forðum og þeir slett skyrinu sem komnir eru í ham. Slíkir
hlutir gerðust stundum að skólastjóra ljarverandi.
Eíppákomur af þessum toga munu helst hafa átt sér stað
á haustin þegar menn úr öllum sýslum voru að hristast
saman og kynnast. Síðan róaðist liðið og tengdist kunn-
ingjaböndum við nám og störf. Þarna kynntist maður
jafnöldrum sínum allsstaðar að af landinu, sem var býsna
fróðlegt. Eg hafði dálítið gaman af að veita athygli sér-
kennum þeirra í málfari og framgöngu og fannst að oftast
mætti þekkja af slíku hvaðan viðkomandi væri. Einkum
átti það við um framburð og málfar en framganga gat líka
sagt sitt.
Allir þekkja þá „þjóðtrú“ að Þingeyingar og Skagfirð-
ingar séu montnir vegna þess hve hispurslausir og hrein-
skilnir þeir eru í tali, Sunnlendingar gjarnan hógværir,
Vestfirðingar víkingar og svo framvegis. Töluverður
252 Heinia er bezt