Heima er bezt - 01.07.2001, Side 13
munur er oft á
framburðinum, þó að sá munur sé víst óðunr að hverfa.
Dæmin þekki ég af sjálfum mér og vestfirskum kunningj-
um, að við týndum því fljótt niður að segja langur og
ganga í stað lángur og gánga þrátt fyrir fastan ásetning og
heitstrengingar um að svíkja ekki okkar vestfirska tungu-
tak. Þetta gerist einfaldlega þannig að ósjálfrátt fara
menn að forðast að láta út úr sér eitthvað sem kostar
háðsglósur viðmælenda.
Við vorum fimm saman á herbergi, fyrri veturinn okkar
á Hvanneyri og þurftu tveir að sofa í efri koju. Fleiri
fimm manna herbergi voru þar á neðra gangi. Ekki ríkti
þar nein grafarþögn að jafnaði, eða mikið næði til bók-
náms en menn áttu innhlaup í skólastofur síðdegis ef þeir
þurftu á að halda.
Með mér á herbergi voru: Jósep Rósinkarsson af
Snæijallaströnd, Hilmar
Guðjónsson úr Kópavogi, Ragnar Gíslason úr Meðal-
landi og Svavar Guðlaugsson frá Vík í Mýrdal.
Allt voru þetta prýðisdrengir, hver á sinn hátt, en ekki
við því að búast að við værum allir steyptir í sama móti.
Kunningsskapur og vinátta myndaðist fljótlega og var
ekki bundinn við herbergisfélaga eingöngu. Það átti
einnig við um kennara, starfsfólk og þeirra fjölskyldur.
Þetta fólk var með okkur á fundum og kvöldvökum og
við ýmis önnur tækifæri. Oft komu góðir gestir með
fræðsluefni eða slíkt og gömul hefð var fyrir heimsókn-
um milli skóla í héraðinu. Á þessum árum voru þær eink-
um milli bændaskólans á Hvanneyri og húsmæðraskólans
á Varmalandi, eins og margir kannast við.
í nemendahópnum voru nokkrir sem áttu eftir að verða
þekktir á ýmsum sviðum, svo sem ráðunautar, fram-
kvæmdastjórar, alþingismenn, ráðuneytirsstjórar, mjólk-
urfræðingar, arkitektar, svo eitthvað sé nefnt.
Líklega urðu ófáir iðnaðarmenn, vélamenn og verslun-
armenn. Væntanlega er þó stærstur sá hópurinn sem fór í
búskap án þess að ég hafi tölur um það. Oft hefur því
verið haldið fram að búfræðingar skili sér illa í búskap að
loknu námi og nokkuð er til í því. Þar er augljós ástæða
að ljárhagslegur grundvöllur er ekki alltaf fyrir hendi
þegar til á að taka.
Nýsveinar báru að sjálfsögðu flestir tilhlýðilega virð-
ingu fyrir eldrideildarsveinum, svo ekki sé talað um
Elstu bekkir Flateyrarskóla og kennarar Jyrir tœpum 30
árum, talið frá vinstri, neðsta röð: Elsa Jónsdóttir,
María K. Kristjánsdóttir, Guðný Kristjánsdóttir,
Sesselja Hafberg, Unna Guðmundsdóttir, Sjöfn
Sölvadóttir, Sigríður Mikaelsdóttir og Agústa
Guðnadóttir.
Miðröð: Asta Þórðardóttir, Elísabet Pálmadóttir,
Hjörtur Hjálmarsson, Guðrún Mikaelsdóttir,
Kristín Gunnlaugsdóttir, Sólveig Kjartansdóttir,
Pálína Pálsdóttir, Rósa M. Guðnadóttir, Kristján J.
Jóhannesson, Hilmar Guðmundsson, Finnur Sturluson,
Matthías Pálsson, Emil R. Hjartarson, Eysteinn G.
Gísiason og Ragna Sveinsdóttir.
Efsta röð: Gunnlaugur Finnsson, Önundur Haraldsson,
Arni Benediktsson, Asgeir Einarsson, Páil Önundarson,
Valur Sigurmundsson, Þorsteinn Jóhannsson,
Steingrímur Stefnisson og Ólafur R. Jónsson.
Ljósmynd: Trausti Magnússon.
framhaldsdeildunga - verðandi búfræðikandídata, og eins
og gengur vöktu sumir meiri athygli en aðrir og urðu
minnistæðari. Sumir sköruðu fram úr í íþróttum, aðrir í
mælsku- og málflutningi. Sumir léku á hljóðfæri eða
voru góðir skákmenn, sumir hámenntaðir stúdentar, aðrir
snillingar í búijárhirðingu eða vélamennsku. Sumum
gekk betur en öðrum að ná tökum á bóknámi.
Seinni veturinn var ég á tveggja manna herbergi með
Eyvindi Jónassyni frá Stardal, síðar vegavinnuverkstjóra.
Hann var knár í íþróttum, afkastamaður við bústörf og
drengur góður. Þegar við vorum að lesa undir próf um
vorið lá ég þungt haldinn af inflúensu og oftast í móki, en
heyrði annað slagið í Eyvindi þar sem hann þuldi fræðin
upphátt - til aðstoðar sjúklingnum.
Ymsir þeirra sem ég var samtíða þessa tvo vetur á
Hvanneyri hafa, eins og ég nefndi áður, orðið þekktir
menn í þjóðfélaginu og skulu nokkrir þeirra nefndir.
Doktor Björn Sigurbjörnsson, sem gegnt hefur mörgum
mikilvægum störfum utanlands og innan, síðast ráðuneyt-
isstjóri, Magnús Oskarsson, sem lengi var kennari á
Hvanneyri. Alþingismennirnir Egill .lónsson og Eggert
Haukdal. Jóhann Franksson brautryðjandi í grasmjöls- og
graskögglaframleiðslu hér á landi, Geirharður Þorsteins-
son arkitekt,
Leifur Jóhannesson framkvæmdastjóri Stofnlánadeildar
landbúnaðarins og síðar Lánasjóðs landbúnaðarins og
Konráð Andrésson, sem hefur byggt upp stórfyrirtækið
Loftorku í Borgarnesi.
Þrjá menn að auki vil ég nefna sem vafalaust hefðu get-
að náð langt á fleiri sviðum en landbúnaði en sýnast ekki
hafa sóst eftir slíku. Þeir eru: Árni Sigurðsson bóndi í
Norður-Þingeyjarsýslu, Helgi ívarsson bóndi í Árnes-
sýslu og Jón Gústi Jónsson bóndi í Steinadal í Stranda-
sýslu.
Litum upp til lærimeistara
Sem fáfróðir sveitamenn litum við margir mjög upp til
Heima er bezt 253