Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Page 16

Heima er bezt - 01.07.2001, Page 16
Sesselja Guömundsdóttir: Norður ^hálendið sumarið 1937 Bæjarnafnið Grafarbakki í Hrunamannahreppi varð kveikjan að skemmtilegu grúski sem hófst 1. okt. árið 2000 og endar með þessari frásögn. Forsagan er í stuttu máli þessi: Sumarið 1937 tóku ijór- ir ungir menn sig til og gengu þvert yfir hálendið, byrj- uðu á Bláfellshálsi, komu við í Hvítárnesi, gengu um Kerlingaríjöll og síðan Hofsjökul að hluta og um suður- jaðar hans, svo yfir Sprengisand og enduðu í Bárðardal á áttunda degi. Frumkvöðlar að gönguferðinni voru þeir bræður Guð- mundur Björgvin faðir minn (f. 1913, d. 1998) og Jón Dan rithöfundur (f. 1915, d. 2000) Jónssynir. Á meðan bræðurnir lifðu spurðum við börnin lítið út í afrekið þrátt fyrir að „útivistargenin“ væru til staðar. Sem lítil stúlka skoðaði ég oft þvældar myndir af mönnunr á jökli, af- mynduðum andlitum af sólbruna, ógnvænlegum jökul- sprungum og það sem heillaði mest: Mönnum sitjandi uppi á hvítri ísbungu, maulandi súkkulaði og einn þeirra með stórt Petit suðusúkkulaðistykki frá Freyju í hægri hendi, sem hann hélt hátt yfir höfði sér. í minningunni voru það sérstaklega tvær myndir sem vöktu athygli mína, önnur var af Petit „auglýsingunni“ en hin af ævin- týralegri jökulsprungu. Eitthvað spurði ég föður minn út í ferðalagið og fékk alltaf sömu söguna af síðasta degi göngunnar: Þeir höfðu, jú, þrammað alla nóttina rennblautir. Svo þegar sást heim að Mýri í Bárðardal, settust þeir örþreyttir í móann, helltu síðustu hafragrjónunum í prímuspottinn - og sofnuðu svo allir sem einn. Þegar þeir vöknuðu loks var grauturinn soðinn upp úr og aðeins brunnar skófir eftir í pottinum. Þann 1. október árið 2000, á fæðingardegi föður míns, sitja ekkjur bræðranna, þær Halldóra Elíasdóttir (f. 1925) og Guðrún Lovísa Magnúsdóttir (f. 1922), á spjalli um gamla tíð og þá kemur fyrrnefnd öræfaferð til tals og það rifjast upp að einn ferðafélaginn (nafn hans var gleymt) hafi verið frá Grafarbakka í Hrunamannahreppi en hann væri víst látinn eins og hinir þrír. Þar með kviknaði áhug- Guðmundur A. Jónsson frá Grafarbakka og kona hans Herdís Guðmundsdóttir. inn og við Þórir Dan frændi minn, hófum leitina að ferða- sögunni sem aldrei hafði verið sögð í okkar eyru. Á Hellu á Rangárvöllum býr grúskarinn Gunnar Guð- mundsson frá Heiðarbrún og til hans var leitað með spurninguna: Getur þú fundið út hvaða Hreppabúi fór þessa ferð og þá einnig hvort einhverjir niðja hans eru á lífi? Eftir tvo daga kom svarið: Eldra fólk á Grafarbakka mundi vel eftir þessari ferð yfir hálendið og sá ættingi þeirra sem tók þátt í henni var enn í fullu fjöri og bjó í Kópavogi. Eitthvað minntust viðmælendur Gunnars á það að þar í sveitinni hafi ferðin verið talin óþarfa flækingur enda nóg að gera við bústörfin. Hreppamaðurinn og núverandi Kópavogsbúi, heitir Guðmundur Ámundi Jónsson (f. 1917) en kona hans er Herdís Guðmundsdóttir (f. 1920). Við Þórir Dan heim- sóttum þau hjónin til þess að forvitnast um ferðina og að- draganda hennar og yfir skemmtilegum myndum, kaffi og kökum rifjaði Guðmundur upp ferðasöguna. Við Þórir veltum því fyrir okkur af hverju Jón Dan hefði ekki skrif- að neitt um ferðina á sínum tíma. Þá segir Guðmundur: ,,Jú, ferðasagan er til, ég á hana skrifaða af Jóni árið 1938 og hún endar á þessari fallegu setningu: „Guð blessi fólkið á Mýri.” Hér á eftir fer frásögn Guðmundar en inn í hana eru fléttuð brot úr skrifum Jóns Dan: 256 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.