Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 17
Það var hrein tilviljun að ég fór í þessa
ferð en það vildi þannig til að þann 8. apríl
1937, var jarðsungin frá Hrunakirkju frú
Katrín Bjarnadóttir frá Hörgsholti (f. 1852,
d. 1937). Til útfararinnar kom fólk úr
Reykjavík, sem hafði Morgunblaðið með-
ferðis, og í því var eftirfarandi auglýsing
sem ég rak augun í:
Göngumenn vantar 1 eða 2 pilta
eða stúlkur til gönguferðar norður
Sprengisand á komandi sumri.
Sendið brjef merkt: G. D.
Mjólkurbílastöðin.
Hjá mér kviknaði óðara
áhugi á að fara í þessa ferð
svo ég skrifaði í skyndi um-
sókn og sendi til Reykjavíkur.
Reyndar fannst mér litlar líkur
á því að við mér yrði tekið, því
margir hlytu að hafa áhuga en
það sakaði auðvitað ekki að senda umsókn.
Það kom svo í ljós að enginn annar hafði sótt um svo
ég var sjálfkjörinn í ferðina. Samskipti mín og bræðranna
voru í bréfaformi meðan á undirbúningi stóð en þeir
skipulögðu ferðina. Ferðaáætlunin var: Hvítárnes, Kerl-
ingarfjöll, Nauthagi, Arnarfell, Klakkur, Kiðagil og loks
Mýri í Bárðardal.
Ég var nokkuð kunnugur í Kerlingarfjöllum enda hafði
ég oft smalað það svæði en allsendis ókunnugur Arnar-
fellunum og sandinum þar norðaustur af.
Ég hitti svo ferðafélaga mína þrjá í fyrsta skipti við
Gullfoss þann 26. júní en þangað reið ég frá Grafarbakka
með mitt hafurtask. Fjórði maðurinn hét Ársæll Kristófer
(Kiddi) Jónsson úr Hafnarfirði og líklega kom hann með
í ferðina vegna kunningsskapar við Guðmund Björgvin.
Við vorum allir á svipuðum aldri, ungir og frískir. Áætl-
aður ferðakostnaður var 100 krónur en vegavinnukaupið
var þá 65 aurar á tímann, svo það fór mánaðarkaupið í
ferðina. Ferðin í heild tók 13 daga, þar af 7 dagar á há-
lendinu (um 160 km mæld loftlína). Dagleiðirnar voru
yfirleitt langar eða 8-14 klst. Kiddi átti tjaldið og mynda-
vélina og á hana voru teknar þær myndir sem hér eru.
Tjaldið var með þremur súlum, einni hárri fremst en
tveimur lægri aftar og botninn var laus. Við vorum allir í
leðurklossum, pokabuxum og anorökum með der- eða
alpahúfur á höfðum og skíðastafi í höndum. Nestið var
eitthvert brauðmeti, mjöl, hrá egg, dósamatur, súkkulaði,
þurrmjólk, líklega kakó og eða te, harðfiskur og súpur.
Mig minnir að bakpokaþyngdin hafi verið um 20-25 kg
sem er létt miðað við útbúnað þess tíma. Prímusinn gekk
fyrir bensíni og 4 lítra bensínbrúsann hengdum við á eina
tjaldstöngina og bárum á milli okkar.
Til stóð að fara alla leið í Hvítárnes með leigubílnum
sem ferðafélagar mínir komu með úr Reykjavík en þegar
til kom var ófær snjóskafl á Bláfellshálsi svo við kvödd-
um bílstjórann þar.
„ Snöruðum við þá byrðunum á bak okkar og lögðum af
stað út í hríðina, því bylur var á og þoka, þó um hásumar
vœri. “
Við gistum í skála Ferðafélags íslands í Hvítárnesi fyrstu
nóttina en þar voru tveir menn við veðurathuganir þetta
sumar. Við sváfum ofan í kistunum sem þar eru enn við
veggi í herberginu inn af eldhúsinu. Nú er líklega sofið
ofan á þeim enda breyttir tímar og svefnpokar og annar
aðbúnaður ólíkt betri nú en þá.
„ ... og kl 3 eftir hádegi þrömmuðum við af stað út í
rigninguna og storminn . . . .Höfðum við árnaðaróskir
veðurathugunarmannanna, sem dvöldu í sœluhúsinu,
með okkur...
Jökulkvíslin var erfiðust af þeim ám sem við óðum og
var líklega um 35 metra breið þarna, kolmórauð og
ófrýnileg. Ég fór fyrst einn yfir til þess að kanna aðstæð-
ur.
„ Var einn okkar vanastur vatnamaður og fór hann fyrst
farangurslaus yfir ána, til að kanna hana, en kom síðan
aftur til að sœkja pjöggur sínar, og varð okkur samferða.
Fór hann því þrisvar yfir ána, og var það hið mesta
hreystiverk. . . Loksins sjáum við Arskarðsá djúpt fyrir
neðan okkur, og meðan nœtursólin gyllir himingnœfandi
tinda Kerlingarjjallanna í kringum okkur, styójumst við
fram á stafi okkar og virðum fyrir okkur Mælifellshnúk,
sem skagar upp úr þokunni í Skagafirði. Fyrir framan
okkur og rétt hjá okkur, er Hofsjökull með ferlega, dimma
hamraborg, sem virðist enn kaldari og hryssingslegri en
sjálfur jökullinn, það er Blágnýpa. “
Við tjölduðum svo á því svæði sem skíðaskálarnir
Heima er bezt 257