Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.07.2001, Blaðsíða 24
Fyrir miðri mynd: Nesbjörg, næst til hægri Lynghólmi. Horftyfir til m.a. Gethellna ogfjallgarðsins norðan Alftafjarðar. Einn af mörgum sandhólum í Hróðmundarey, umvafinn melgresi. komið fram, fór hann fram á Nesbjörg og skyggndist þaðan um. Þórarinn bóndi var skyggn maður og skýr. Hann sá nú, þaðan sem hann stóð á bjargbrúninni í svolitlu skjóli, hvar eitthvert hrúgald veltist um í hafrótinu einna líkast og bátur á hvolfi. Þó vildi hann ekki staðfesta hvað þetta var sem þarna veltist, allangt til að sjá og myrkur og sjórok. Er Þórarinn kom aftur heim í Nes voru þar komnir Starmýrarbændur, þeir Þórarinn Jónsson og Guðmundur Eyjólfsson. Sagði Þórarinn þeim hvað hann hefði séð. Þeir vildu ólmir fara út í eyjar sem eru þarna austur í firðinum og athuga hvort bátinn hefði kannski borið þar að landi. Þórarinn taldi ófært þangað um sinn, bæði vegna veðurofsa og enn væri flóð, og því ófært þangað. Héldu þeir þá aftur í Starmýri. Þá var Hofsá orðin sjómikil svo þeir rétt sluppu við að sundríða. Við Leifur bróðir fórum út á Starmýrarteiga og gengum þar fram með sjónunt Það var ömurlegt ferðalag. Fóikió heima hafði rniklar áhyggjur. Óttaðist það að bát- inn ræki út á Starmýrarfjöru, vindstaða réði þar miklu um. Eldra fólk minntist þess er bræður tveir frá Melrakkanesi fóru á litlum bát út í Hróðmundarey ásamt dreng um fermingu. Er þeir komu út í eyjuna rokhvessti af norðri með kuldahríð. Vonlaust var að komast á bátnum aftur til baka. Ekkert skjól var í eynni. Var það þá ráð þeirra að fara suður ijörur og náðu þeir eftir mikinn hrakning suður í Þvottá. Annar bræðranna var þá með drenginn í fanginu, hann var þá dáinn og mennirnir mikið þrekaðir. Það var enginn leikur að vera út á fjörum í svona veð- urofsa í sandroki og hvergi skjól. Það var ein manneskja sem ekki vildi unna sér hvíldar í þessari óvissu, Þórunn Jónsdóttir húsfreyja í Efribænum. Um borð í bátnum í þessari ferð voru börn hennar fjögur og þrjú systkinabörn. Þegar allt heimilisfólkið settist um kyrrt í bili, skrapp hún í Neðribæinn og ræddi við heimil- isfólkið þar, sem átti ástvini um borð í bátnum. Er hún kom til baka tók hún sér stöðu utan við bæjardyrnar heima hjá sér. Enga eirð hafði hún í sér til að loka sig inni. Þarna stóð hún í skjóli við veðurofsann sem þó var farið að lægja aðeins, og starði út í myrkrið. Hvað lengi hún stóð þarna vissi hún ekki. Kannski var hún að biðja til Guðs að þessu unga fólki skilaði heilu í höfn. Allt í einu barst að eyrum hennar eins og fólk væri að tala saman þama út í myrkrinu. Skyndilega braust tunglið út úr skýjaþykkninu og varð bjart sem um dag. Þá sá hún hóp af fólki koma norðan hlaðið. Henni varð hermt við og ætlaði að forða sér í bæinn, en þá heyrði hún kunnuga rödd segja: „Því stendur þú þarna ein úti móðir mín“. Hún stansaði og leit undrandi yfir hópinn um stund, svo sagði hún fagnandi: „Eru þetta virkilega þið og öll heil á húfi. Nú skulum við flýta okkur inn, ég sé þið eruð hrakin.“ Einn af þeim er lenti í þessum hrakningum var Stefán bróðir minn. Hann hefur í bréfi sem ég fékk frá honum, rifjað upp það helsta sem gerðist í ferð þessari og hef ég það hér til hliðsjónar. „Við vorum níu sem fórum í þessa ferð. Við systkinin Qögur: Ég, Kristinn, Sigurbjörg og Ingibjörg sem var að- eins fimmtán ára. Þá Elís og Vilborg úr Neðribænum og Þóra frænka okkar frá Múla. Svo voru þeir Gunnar Ama- son í Hnaukum og Asbjörn Pálsson sem var foringi þess- arar ferðar. Það voru hress og kát ungmenni er hlupu niður Krang- ann og í einum spretti út á Skipsnes. Bátnum ýtt snarlega á flot og stefnan tekin á Hærukollsnes. Fjórir karlmenn undir árum og einn við stýri. Ferðin í Hærukollsnes gekk fljótt og vel. Síðan gengið upp í Múla og skemmt sér vel alla nóttina. Klukkan mun hafa verið um níu er við komum niður í Nes um morguninn. Þá bjuggu á Hærukollsnesi hjónin Þórarinn Guðnason og Steinunn Jónsdóttir. Báru þau okkur strax kaffi. Við tókum lífinu rólega því ekki mundi fært suður á Skipsnes fyrr en um klukkan þrjú eftir hádegi. Veður var stillt en þokumistur að sjá yfir firðinum svo við sáum 264 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.