Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Side 31

Heima er bezt - 01.07.2001, Side 31
Horftyfir austurenda Hópsvatnsins til Vatnshorns, Brautarholts, Grundar og Efra-Haganessbœjanna. Húseignir Samvinnufélags Fljóta- manna, sumarið 1943. Næst á myndinni er kaupfélagsbúðin frá 1930, þá nýrri búð í byggingu og síðar í notkun 1945-1978. Lengst til hœgri sjást Jyrstu verslunarhús félagsins frá 1919-21. Sigurður Jóhannesson kaupfé- lagsstjóri, S.F.H. 1942-45 og Guð- mundur Jónsson starfsmaður S.F.H. (t.h.), síðar eigandi BYKO. Salbjörg, Guðmundur og Sœvar á Neðra-Hagganeshlaði 1948. LíXl! Fyrstu vörubílarnir sem komu til Haganesvíkur vegna efnisflutninga til Skeiðsfossvirkjunarinnar, voru fluttir þangað sjóleiðis með land- gönguliðspramma frá bandaríska setuliðinu. víða á sjávarjörðum og svo var einnig í Neðra-Haganesi, ef að ís- birnir gengju á land. Um nónbil var útiverkum lokið. Erfiðast var að sækja vatnið. Fyrst þurfti að hala það í fötu upp úr tíu metra djúpum brunni með lítilli vindu og síðan flytja það nokkra leið til bæjarins þar sem tvær eikartunnur voru fylltar á hverjum degi. Að þessu amstri loknu var gott að orna sér við eldavélina með kaffi- eða kakóbolla, slappa síðan af stund- arkorn með bók í hönd eða kannski að hnýta net, sem kallað var að riða. Hér var um að ræða silungsnet, kola- net og hrognkelsanet, en þau voru öll heimatilbú- in. Um kvöldið var svo sest framan við gamla Marconitækið og hlustað á útvarpið. Ann- ars var það einnig alltaf opnað á morgnana og notalegt var að vakna við menúettinn hans Bocharinis á undan Lundúnafréttum Ax- els Thorsteinssonar. Utvarpið var það tæki sem við vildum síst án vera og var vel passað upp á að láta hlaða útvarpsgeymana svokölluðu, og eiga auka raf- hlöðu, því ekkert höfðum við raf- magnið. Óhætt er að fullyrða að allir út- varpsmenn þessara ára voru rniklir aufúsugestir heimilanna í landinu, frá innstu dölum til ystu stranda. Út- varpshlustun í Neðra-Haganesi var mikil yfir vetrartímann og ég veit varla hvernig maður hefði farið að því að þreyja þorrann og góuna án útvarpsins, í þessari miklu einangrun vetrarins, þegar póstur barst aðeins tvisvar til þrisvar í mánuði. Stundarhlé hjá verkamönnum við Skeiðsfossvirkjun. Eftir mislangan tíma slotar óveðr- inu, sem fyrr er nefnt. Daufar morg- unstjörnur depla framan í mann föl- um augum. Litli torfbærinn hvílir undir fönninni, aðeins húsmænirinn rís upp úr freranum eins og ávöl kryppa á dýri. Morgunreykurinn lyppast upp úr eldhússtrompinum og svertir mjöllina umhverfis. Ef til vill er það eina ábendingin um að þarna búi fólk. Heima er bezt 271

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.