Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 35
Skýin hrönnuðust upp í austri, himininn varð grámó-
rauður, það hvein í fjallinu þar sem kolsvört hyrnan
rak nefið út í veröldina, regnið skall með afli á
hálfhruninn grjótgarð og vindurinn þvingaði sinustráin
niður í lárétta stöðu.
Maðurinn í hjólastólnum barðist á móti vindinum,
sinustráin flæktust fyrir hjólunum, sem frekar voru ætluð
grjóthörðu malbiki en sinuvöxnum úthaga. Þessi vesal-
ings sinustrá sem aldrei urðu þeirrar frægðar aðnjótandi
að verða almennilega græn. Hvers vegna? Já hvers vegna
eiginlega? Líklega vegna þess að bændur voru hættir að
nenna að brenna sinu. Einstöku letingi hengslaðist við að
kveikja í sinu löngu eftir 1. maí þó allir viti að það er
bannað að brenna sinu eftir 1. maí. Það var einna líkast
að bændur væru þess ekki meðvitaðir hvenær 1. maí
kom, hvenær þessi virðulegi dagur verkalýðsins hélt inn-
reið sína í dagatalið. Ella hefðu þeir varla farið að kveikja
í sinu eftir þennan merkisdag.
En bændur eiga engan dag í almanakinu og eru þess
vegna argir í sinni, öfunda verkalýðinn fyrir að eiga
einkadag fyrir sig. Framámenn í bændastétt fundu þó upp
bændahátíðir sem áttu að vera til jafnvægis við dag
verkalýðsins, þær fengu hins vegar aldrei fastan dag í
almanakinu og urðu að reikulli uppákontu upp úr miðjum
ágústmánuði.
Bændahátíðir höfðu ekki nokkur áhrif á sinubruna.
Ofagur úthaginn hélt áfram að vera drapplitaður, sinan
skreið fram, yfir bakka skurðgröfuskurðanna, ofan í
skurðinn og upp úr honum hinu megin og orsakaði
taugapirring hjá bóndanum sem bjó þeim megin skurðar.
Kannske var það orsök sinubrunans eftir 1. maí.
Taugatrekktur bóndi, sem laumaðist út að næturlagi og
kveikti í íjandans sinunni nágranna sínum til eilífrar
bölvunar.
Maðurinn í hjólastólnum stansaði, stundi, dró annað aug-
að í pung og leit skáhalt upp til himins.
„Bölvað óveður, andskotans rok.“
Hann steytti krepptan hnefa hægri handar út í loftið,
eins og til að ógna vindinum, hægja á ferð hans, fækka
vindstigunum. Hann dró djúpt andann, hrukkaði ennið,
stundi aftur, ofurlítið þyngra en fyrr, þreif þéttingsfast um
hjólin á hjólastólnum og mjakaðist af stað í rennblautri
sinunni.
Enn átti hann eftir langa leið niður að sjónum.
Hann var á að giska um tvítugt, með þunnt skollitað
hár, fíngert andlit, daufleg grá augu, þunnar varir. Húðin
á andlitinu var þunn og glær. Hann var klæddur í mol-
skinnsbuxur, mórauða peysu, brúnleitan mittisjakka utan
yfir; á fótunum hafði hann hvíta strigaskó.
Hann var staðráðinn í að komast á áfangastað, niður í
ijöru, finna nálægð hafsins, láta rjúkandi brimið berja
andlitið, öskra með öldunum þegar þær skullu á klettana.
Það var áliðinn morgunn, hann hafði lagt snemma af
stað heiman að, var næstum ekkert farinn að sofa eftir
partýið sem staðið hafði fram undir morgun. Þvílíkt
partý. Þvílíkar dömur. Þvílíkt gáleysi.
Hjólastóllinn rann til í rennvotu og sleypu grasinu,
skreið ofan í djúpt hjólfar og valt á hliðina.
Maðurinn hentist úr sætinu, hvoldist fram yfir sig og
lenti eilítið fyrir framan stólinn. Kúamykjuhlass sem lá
þarna í sakleysi sínu, varð stuðpúði höfuðs hans þegar
hann snerti jörðina. Hvítu strigaskórnir breyttu um lit.
„Fari það í heitasta,“ hvæsti hann, reysti sig upp með
erfiðismunum, hífði sig með handafli að stólnum, tókst
að reisa hann við. Erfiðara yrði að komast upp í hann aft-
ur.
„Nú ég get auðvitað alveg eins orðið úti hér eins og
niður í Qöru,“ sagði hann við sjálfan sig um leið og hann
reif upp handfylli af sinu og þurrkaði kúamykjuna framan
úr sér.
í dögun hafði hann ákveðið að fara niður í íjöru til að
verða úti. Hægðarleikur í þessu óveðri. Jafnvel þó hita-
stigið væri vel fyrir ofan frostmark. En nú varð hann lík-
lega að láta sér nægja að verða úti hér i miðjum úthagan-
um.
Hann teygði sig í köflóttan poka sem hékk á öðrum
armi hjólastólsins, kippti í hann af afli svo hankinn rifn-
Heima er bezt 275