Heima er bezt - 01.07.2001, Blaðsíða 41
söguna móðir hennar Siggerður, er þá var ung stúlka hjá
móður sinni Sæbjörgu Jónsdóttur, en hún bjó á Sléttu í
Reyðarfirði, þá er saga þessi gerðist.
„Sá var hér siður áður viðhafður á Sléttu og sennilega
á bæjum öðrum, að hver heimamanna átti sína skál, er í
var matur skammtaður á málum og voru skálar þessar
misjafnar að lit og öðru útliti og tóku venjulega einn lítra
hver, svonefndar nrerkur-skálar. Á milli mála var þeim
gjarnan öllum raðað þannig, að hver kom í aðra niður og
voru allar hafðar á ákveðnum stað í búri eða í eldhúsi,
t.d. hillu í búrinu“.
Það kom einu sinni fyrir að kvöldlagi, er skammta átti
að venju kvöldmatinn, að tvær skálar, er raðað var hvorri
í aðra niður, voru á loft hafnar og sú þriðja þrifin og
henni hent í gólfið, svo að hún mölbrotnaði. Þessu næst
eru hinar tvær settar varlega á sinn stað í staflann aftur,
alveg eins og einhver ósýnileg hönd hefði þar að verki
verið, en sýnilegur var enginn.
Að þessum fyrirburði voru vitni ærið mörg, er öll sáu
þennan undarlega atburð eða allir þeir er inni voru staddir
í eldhúsinu, er þetta kom fyrir.
Seinna um kvöldið kom maður utan frá Vaðlavík og
bað um gistingu.
Móðir mín sagði að lokum:
„Þessa sögu sagði mér mamma mín og amma þín Sig-
gerður, en hún var með afbrigðum sannsögul kona“ .
Höggið
Frásögn Sigríðar A. Björnsdóttur
Á búskaparárum frænku minnar, Sigríðar á Sellátrum við
Reyðarijörð, háttaði svo til húsakynnum, að gengið var úr
útidyrum inn í gang eða forstofu. Fyrir enda hans voru
dyr að eldhúsi og úr eldhúsi var gengið inn í stofu, er var
í húsinu sunnanverðu.
Hurðir í dyrum voru stífar og þurfti til átak að þeim
dyrum yrði upp lokið.
Einu sinni bar svo til, er þær systur þrjár, móðursystur
mínar Sigríður og Margrét og Ásta móðir mín voru í
stofu inni staddar, en dyr lokaðar, að barið var bylmings-
högg í húsið svo mikið að upp hrukku hurðir í dyrum all-
ar og að eldhúsi og stofu er ríkar voru í stöfum.
Enginn var sýnilegur en afl mikið þurfti til svo hrokkið
gætu upp hurðirnar og dyrnar opnast. Þessa frásögn Sig-
ríðar staðfestu móðir mín og Margrét móðursystir.
Vísur Málfríðar
Ortar til móður minnar sem barns og Herúlfs móður-
bróður mins
Málfríður hét kona sem mun hafa verið á heimili Sig-
gerðar ömmu minnar í Seljateigi.
Henni þótti afar vænt um móður mína eins og þessar
vísur sýna, sem hún orti til hennar. Amma mín Siggerður
kenndi henni:
Gýgju vina, góða mín
Guði sértu falin.
Geymi hann og gœti þín
gegnum táradalinn.
Asta mærin Málfríðar
mikið ber af hinum.
Er með sóma alls staðar
indœl fagnar vinum.
Málfríður þessi átti pípu og varð Herúlfi móðurbróður
mínum, er þá var ungur, það óvart á að brjóta pípuna.
Gamla konan fór þá að gráta, enda var á þeim tímum,
vont að ná í slíka hluti.
Herúlfur gaf henni skaftpott (kastarholu) í raunabætur.
Þá kvað Málfríður:
Kastarholu i kaupið
kerling á að fá,
rœr hún sér með raupið
raunastúfnum á.
En nú skal farga grát með graut
og gleðja baugagná.
Siggerður amma mín kenndi móður minni einnig þessa
Leiðrétting
Rangt var farið með myndatexta, vegna mislesturs
úr handriti, í grein Kristjáns G. Magnússonar um
minningarhátíðina í Geirþjófsfirði, á bls. 216 í síð-
asta hefti.
Undir efstu mynd til hægri á að standa:
Séð til Langabotns yfir áreyrarnar þar sem hátíðin
fór fram.
I miðju undir efstu myndunum tveim á að standa:
Ibúðarhúsið að Langabotni, eins og það var 1930.
Undir mynd hægra megin á miðri mynd á að standa:
Tekið úr fjörunni utan úr Otradal yfir Suðurfirði.
Geirþjófsjjörður til vinstri, Trostansfjörður til
hægri.
í fyrri tveimur tilfellunum hafði verið skrifað Laug-
arbotn í stað Langabotns og í því þriðja Geirþjófs-
dalur í stað Geirþjófsfjarðar.
Biðjum við hlutaðeigendur velvirðingar
á þessum misritunum.
Heima er bezt 281