Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Qupperneq 45

Heima er bezt - 01.07.2001, Qupperneq 45
kampari, fór þessi aldursmunar hugsanadraugur sem ég lýsti hér á undan, að sækja að mér, ekki síst þegar ég sá jafnöldrur mínar og þaðan af yngri stelpur á lausu, þarna á ballinu. Ég gerðist því mjög fámáll og dró mig í hlé. Það var engu líkara en að Erla og allir þarna í salnum hefðu lesið hugsanir niínar, því ég vissi ekki fyrri til en að „deli“ noþkur úr Stjórnarráðinu hafði dregið Erlu frá borð- inu og hélt henni á dansgólfinu næstum því allan tímann sem eftir var af ballinu. Við Erla urðum samferða heim í Bjarkargötuna á eftir. En ég fann það og við ef til vill bæði, að einhver hlekkur hafði brostið í sambandi okkar og ekki var allt eins og áður. Við rifúmst víst mest það sem eftir lifði næturinnar, en út af hverju man ég nú ekki lengur. Morguninn efltir gekk ég með Erlu út að þvergötunni, sem lá upp að kaþólska sjukarhúsinu. „Vertu sæll og þakka þér fyrir samveruna,“ sagði Erla. Ég tók lítið undir það og hélt heimleiðis á Garðinn. Ekki urðu fleiri kvöldkaffisheimsóknir mínar i Bjarkar- götuna næstu vikuna, en næsta laugardagskvöld fór ég ein- samall i Klúbbinn. Ég drakk mikið og varð mjög ölvaður. Dansaði nokkrar syrpur við stelpu úr Verslunarskólanum, sem ég hafði kynnst austur á Reyðarfirði um sumarið, en missti af henni undir lokin. Eftir ballið settist ég dauðadrukkinn undir stýri á bjöll- unni minni, hugsandi sem svo, að nú væri gott að vera kominn í kvöldkafifið hjá Erlu. Ég gekk meira segja svo langt að aka framhjá gömlu lögregluvarðstofunni, sem þá var í Pósthússtræti, til þess að storka vörðum laganna. Ég nam ekki staðar fyrr en fyrir utan kjallaraíbúðina hennar Erlu. Útidyrnar voru læstar er ég knúði dyra, en Erla kom fram á ganginn og sá hver var kominn. „Viltu opna fyrir mér?“ kallaði ég. „Nei,“ sagði Erla, „við erum skilin að skiptum og þú ert drukkinn.“ „Ef þú hleypir mér ekki inn geri ég það sjálfur,“ kallaði ég á móti. Ég lét ekki sitja við orðin tóm, heldur rak hefann í glerið í hurðinni, braut það, og húgðist opna smekklásinn. Enda þótt ég væri dofinn af áfengisdrykkju, fann ég samt til lamandi sársauka í hnúanum, jafnframt því sem blóðið fossaði úr sárinu niður á glerbrotin á gólfinu. Bam- ið hennar Erlu grét, skelfingu lostið. En hvað var nú þetta? í fjarska heyrðist væl í sírenu sem nálgaðist. Fjandans bykkjan, hún hefur þá hringt á lögg- una. Ekki til setunnar boðið að koma sér héðan á burt sem fyrst, áður en þeir góma mann, hugsði ég um leið og ég hentist út í bílinn og ók af stað. Ég gerði mér ekki almenni- lega grein fyrir hvert halda skyldi, aðalatriðið var að stinga lögguna af sér. Ég ók á ofsahraða inn Hringbrautina, niður Snorrabraut og á móti rauðu ljósi inn á Laugaveginn. Vælið í sírenunni var stöðugt á eftir mér. Ef til vill hefur Erla sagt löggunni á hvernig bil ég væri og ég yrði þá auðveld bráð fyrir hina hraðskreiðu „grænu Maríu.“ „Hertu þig Volkswagen,“ sagði ég við sjálfan mig. „Láttu ekki andskotans lögguna nappa þig.“ En vælið kom stöðugt nær og nær, jafnvel þó ég stigi bensínið í botn. Þannig ók ég inn Laugaveginn, inn á móts við Sjónvarpshúsið og sló ekkert af. Ég man óljóst hvað gerðist, en skyndilega birtist ljósa- staur framundan, ógurlegt högg, og síðan allt kyrrt. Ég held að ffamhlutinn á Bjöllunni minni sé eitthvað úr lagi genginn. Hvað sjálfan mig snertir þá líður mér ekki illa. Það er eins og ég sé allur dofinn og finni ekki til sárs- auka. Þetta verður þó allt í lagi, því ég veit að Erla bíður eftir mér með kvöldkaffið á Bjarakargötunni. Daginn eftir mátti lesa eftirfarandi frétt í einu Reykjavík- urblaðanna: „Utanbæjarmaður, dauðadrukkinn á Volkswagen bíl, braust í nótt inn í íbúð við Bjarkargötuna til tveggja hjúkr- unarkvenna. Þær hringdu á lögregluna, sem veitti mannin- um eftirför inn á móts við Sjónvarpshúsið á Laugavegin- um, þar sem hann ók á ofsahraða á ljósastaur. Hann var fluttur mikið slasaður á slysavarðstofuna við Barónsstíg, þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann mun þó ekki vera í lífshættu.“ Og þar með lýkur þessari ástarsögu. Norður yfir hálendið sumarið 1937. Framhald afbls. 260 Við dvöldum þrjár nætur á Akureyri og gistum á Hótel Gullfossi. Fyrri daginn tókum við leigubíl út að Hjalteyri en þann seinni inn að Grund, bíllinn kostaði 12 krónur hvorn dag. Þann 8. júlí héldum við svo heim með rútu ffá Bifreiðastöð Akureyrar (hraðferð) eftir 12 daga ævin- týralegt ferðalag. Þá var um tvenns konar ferðir að velja suður: Annarsvegar ,,hraðferð“ sem fór til Akraness og ferja svo tekin til Reykjavíkur og hinsvegar akstur fyrir Hvalfjörð og tók sú ferð tvo daga. A leiðinni suður var fyrst stoppað í Bakkaseli í Öxnadal en þar var kaffisala, hádegismatur var borðaður á Blönduósi og seinna kaffið drukkið í Fornahvammi. í rútunni voru, meðal annarra, prestar að norðan á leið á prestastefnu í Reykjavík. Við félagarnir sátum aftast í bílnum, klæddir pokabuxum og anorökum, útiteknir og „túristalegir“ og spjölluðum saman um ferðalagið á okkar sunnlensku. Þá snýr einn prestanna sér að okkur og spyr: ,,Með leyfi, hvaðan úr veröldinni eruð þið, sem talið svona góða íslensku?“ Með þessum skemmtilegu orðum endaði Guðmundur söguna um Hálendisferðina sem farin var sumarið 1937. Um leið og ég lauk úr kaffibollanum, blikkaði ég Þóri frænda minn og spurði: Ættum við ekki að kalla saman hin börnin með „útivistargenin“ og fá þau til þess að ganga með okkur í fótspor feðranna? ^ Heima er bezt 285
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.