Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 46

Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 46
Jón R. Hjálmarsson Qlr fróáíeiÁs árunni GULL OG PENINGAR Verslun og viðskipti hafa menn stundað frá alda öðli. Lengi vel var notast við vöruskipti og komu menn sér þá saman um tiltekna verðeiningu til viðmiðunar. Hjá for- feðrum okkar var þessi verðeining nefnd kúgildi, sem var ein kýr eða eitt hundrað á landsvísu, en það var sá hluti í jörð sem framfleytt gat einni kú. Kúgildi var einnig metið til jafns við sex ær, loðnar og lembdar, eða 120 álnir vað- máls, en á þjóðveldistíma var vaðmál helsta útflutnings- vara landsmanna. Síðar varð fiskur mikilvægur í útflutn- ingi og jafngiltu þá 240 fiskar einu kúgildi. En þótt þessar verðeiningar væru í gildi og menn tækju mið af þeim um aldaraðir, þá hafa peningar og þá einkum silfur verið í notkun frá því að land byggðist. Hefur svo verið í aldanna rás að peningar af ýmsu tagi hafa verið í umferð, þótt lengi vel væri það ekki í miklum mæli. Sú mynteining sem við notum núna, krónur og aurar, er ekki mjög gömul. Árið 1873 gengu í gildi ný peningalög í Danaveldi, sem ísland var þá hluti af, og var þá tekin upp krónumynt í stað ríkisdals. Jafnframt var ákveðið að gull skyldi vera undirstaða peningakerfisins og sett nákvæm ákvæði um verðmæti silfur- og koparpeninga. Þessi nýja mynt öðlaðist gildi hér á landi hinn 1. janúar 1875. Síðan hefur krónan verið mynteining okkar, þótt verðgildi hennar hafi oft reynst óstöðugt og ekki sé lengur hægt að fara með slíka peninga í banka og skipta þeim þar fyrir gull. Gullið notuðu menn sem sé í öndverðu sem grund- völl peningakerfis, en gull hafði samt verið uppgötvað löngu áður en menn fundu upp að nota peninga. Það voru hinir fornu Egyptar sem byijuðu að grafa eftir gulli og vinna það um 3000 f. Kr., enda var gull víða að finna í berglögum í landi þeirra. Frá því fyrsta var þessi guli málmur í afar miklum metum og seldur háu verði. Ástæður þess að gull þótti svo verðmætt voru margar, en þó einkum þær að málmur þessi var fágætur. Þá heldur gullið sér vel, ryðgar hvorki né tærist og er auk þess svo auðvelt í meðforum að smíða má úr því fagra gripi og listmuni, án þess að hita það í eldi. Frá elstu tímum hefur þessi göfugi málmur verið notaður til að smíða úr honum alls kyns skrautmuni og skartgripi og verið afar eftirsótt- ur. En gull er fremur fágætt og til dæmis, var lítið um það á sléttunum frjósömu við fljótin Evfrat og Tígris. En á þeim slóðum tóku menn aftur á móti að nota silfur. Þegar Sargon konungur stofnaði þar stórveldi Akkada meira en 2000 árum f. Kr. hóf hann mikla landvinninga sem fyrst og fremst miðuðu að því að ná yfirráðum yfir auðugum silfurnámum. Gullið náði þó með tímanum einnig fót- festu í Mesopotamíu og breiddist það út um heiminn ásamt silfrinu. En gullið var alltaf miklu dýrmætara, svo að verðhlutfallið var oftast einn á móti níu eða tíu gagn- vart silfri. En þótt Egyptar væru auðugir af gulli í fornöld, þá komust þeir aldrei upp á lag með að slá mynt og taka upp peninga í viðskiptum. Samt lærðist þeim sem og ýmsum öðrum fornþjóðum að nota gullstangir af tiltekinni þyngd sem gjaldmiðil og má segja að slíkt væri skref í áttina. Eiginleg mynt var ekki fundin upp fyrr en um 700 f. Kr. og þá í Lydíuríkinu í Litlu-Asíu. Peningar þeir sem þar voru slegnir í öndverðu svara að flestu leyti til þeirrar myntar sem hringlar í vösum manna nú á dögum. Á annarri hlið peninganna kemur fram verðgildi þeirra og á hinni stendur hver lét slá þá sem jafnframt gefur til kynna í hvaða landi þeir eru gjaldgengir. Þessir elstu peningar voru gerðir úr málmblöndu af gulli og silfri sem fannst í jörðu í Litlu-Asíu og Grikkir nefndu elektron. En með því að hlutfall þessara góð- málma var breytilegt og ekki hægt að treysta á vægi þeirra, þá fann Krösos hinn auðgi, konungur í Lydíu, upp á því á 6. öld f. Kr. að slá sérstaklega gerða bæði gull- og silfurpeninga. Voru þá gullpeningar hans tíu sinnum verðmeiri en silfurmyntin. Krösos lenti um síðir í ófriði við Kyros Persakonung og tapaði í mikilli orrustu árið 540 f. Kr. Síðan lögðu Persar Lydíuríkið undir sig og tóku þá í notkun peningakerfi heimamanna eða áðurnefnda gull- og silfurmynt. En Persaríkið varð ekki eilíft fremur en önnur stórveldi, því að á 4. öld f. Kr. sigraði Alexander mikli það og stofnaði heimsveldi Hellena. Þar eystra komst Alexander yfir afar mikinn auð og óhemju magn af gulli. Breiddist þá notkun peninga og þá einkum gullmyntar mjög út í al- þjóðlegum viðskiptum. Rómverjar urðu með tímanum arftakar heimsveldis Alexanders mikla. En á Ítalíu var lít- ið um gullnámur og Rómverjar höfðu ekki mikið gull undir höndum fyrr en þeir höfðu lagt undir sig nálæg Austurlönd, Egyptaland, Spán og Gallíu sem og fleiri lendur. í Róm náði Júlíus Cæsar öllum völdum um miðja síðustu öld f. Kr. og lagði þá grunninn að rómverska keisaradæminu. Hann hafði átt drjúgan þátt í að vinna 286 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.