Heima er bezt - 01.07.2001, Qupperneq 47
gullauðug lönd og hóf því að láta slá gullmynt í ríki sínu.
Gullpeningingur Cæsars nefndist aureus og var það heiti
dregið af aurum sem er latneska nafnið á gulli. Þetta róm-
verska gullheiti kemur síðan glögglega fram í okkar máli
enn í dag, þegar við tölum um aura, þótt að vísu sé þar
ekki um neina gullpeninga að ræða.
ÁR OG DAGAR
Athuganir á gangi himintungla og útreikningar á tímatali
eru meðal elstu viðfangsefna mannkynsins í andlegum
efnum og marvíslegar útgáfur til á því reikningsdæmi.
Þegar Island byggðist á 9. og 10. öld höfðu landnáms-
menn með sér út hingað það tímatal sem þeir höfðu van-
ist í fyrri heimkynnum á Norðurlöndum og Bretlandseyj-
um. Þessir forfeður okkar skiptu árinu í tvö misseri eða
vetur og sumar og áraíjölda töldu þeir gjarna í vetrum.
Einnig skiptu þeir árinu í 52 vikur og 12 mánuði sem
nefndust: Mörsugur, þorri, góa, einmánuður, harpa,
skerpla, sólmánuður, heymánuður, tvímánuður, haust-
mánuður, gormánuður og ýlir. En þetta gamla tímatal var
ekki mjög nákvæmt og til að leiðrétta það fann Þorsteinn
surtur, breiðfirskur maður, upp sumaraukann á 10. öld,
svo sem Ari fróði greinir frá í íslendingabók. En eins og
landnámsmenn höfðu önnur heiti á mánuðum en þau sem
nú eru í gildi, þá voru daganöfnin líka nokkur önnur hjá
þeim. Þá hétu dagarnir á þessa leið: Sunnudagur, mána-
dagur, Týsdagur, Óðinsdagur, Þórsdagur, Frjádagur og
laugardagur eða þvottadagur. Þessi heiti daganna héldu
sér fram á 12. öld, er þeim var breytt í núverandi horf.
Voru'það kirkjunnar menn og þá mest Jón Ögmundsson,
fyrsti biskup á Hólum, sem beittu sér fyrir breytingunni,
þar sem þeir vildu ekki að daganöfnin minntu á hina
heiðnu guði Ásatrúarmanna.
Eftir að íslendingar sögðu skilið við heiðinn sið og
gengu til kristni árið 1000, meðtóku þeir jafnframt tíma-
tal kirkjunnar manna. Það tímatal sem við fengum með
kristninni og er að mestu það sama sem við höfum enn í
dag, á rætur sínar að rekja til spekinga og reiknimeistara
sem uppi voru fyrir 5-6 þúsund árum í Egyptalandi hinu
forna. í því landi tengdist jarðargróði og þar með tilvera
fólksins mjög reglubundnum breytingum á vatnsmagni
Nílarfljóts. Samkvæmt fornegypsku tímatali voru árstíð-
irnar þrjár og hver þeirra hafði því fjóra mánuði. Fyrst
var það flóðatíminn, þá sáningartíminn og loks uppskeru-
tíminn. Mánuðirnir tólf höfðu hver 30 daga, svo að það
gerir 360 daga í árinu. Það sýndi sig að vera of lítið, svo
að Egyptar bættu við í árslok fimm aukadögum til að
fylla upp í það sem á vantaði. Nýársdagur Egypta var
settur við upphaf stórflóðsins í Níl, en jafnframt miðaðist
tímatalið við reikistjörnuna Siríus eða Sóthis og afstöðu
hennar til sólarinnar. Þetta egypska tímatal, þótt gott
væri, reyndist í raun um einum íjórða úr sólarhring of
stutt til þess að vera nokkurn veginn rétt. Samt var við
það unað öldum og árþúsundum saman.
Babyloníumenn voru snjallir stjörnufræðingar og höfðu
komið sér upp allnákvæmu tímatali þegar um 2000 f. Kr.
Þeir studdust við 12 mánaða tunglár, enda er orðið mán-
uður dregið af öðru heiti tunglsins sem er máni. Þetta var
samt ekki nákvæmt tímatal og til þess að færa það til
samræmis við sólarárið þurftu spekingamir í Babylon að
bæta inn aukamánuði öðru hverju. Og þessir snjöllu
menn gerðu betur, því að þeir fundu upp að skipta mán-
uðinum niður í fjórar sjö daga vikur. Þeir gáfu líka viku-
dögunum nöfn og kenndu þá við sól og mána og þær
fimm reikistjörnur sem sýnilegar eru með berum augum
og heita, Merkúr, Venus, Mars, Júpiter og Satúrnus. Þessi
daganöfn Babyloníumanna hafa í meginatriðum haldið
sér í mörgum tungumálum til þessa dags. Þá byrjuðu þeir
líka að skipta sólarhringnum niður í 24 stundir og stund-
unum niður í mínútur og sekúndur.
Grikkir og Rómverjar höfðu líka tímatal fyrir sig.
Höfðu þeir fengið það úr ýmsum áttum og var það síður
en svo mjög nákvæmt. Þegar Júlíus Cæsar komst til valda
í Róm um miðja síðustu öld f. Kr., veitti hann athygli
miklu ósamræmi milli árstíðanna og tímatals prestanna.
Hann fékk þá lærdómsmanninn Sosigenes frá Alexandríu
til að setja með sér nýtt og áreiðanlegt tímatal sem þó
byggði í meginatriðum á því sem tíðkast hafði hjá Egypt-
um. Samkvæmt þessu nýja tímatali voru 365 dagar í ár-
inu, en bætt skyldi einum degi við febrúar ijórða hvert ár
sem þá nefndist hlaupár. Þetta nýja tímatal var kennt við
Júlíus Cæsar og nefnt júlíanskt tímatal. Var með því end-
anlega horfið frá tunglári og tekið upp sólarár. En þótt
mikil framför væri að því, þá uppgötvuðu menn þó um
síðir að með því yrði árið 11 mínútum og 14 sekúndum
of langt. Olli þessi skekkja miklum ruglingi í aldanna rás,
en var samt ekki leiðrétt fyrr en árið 1582, þegar Gregorí-
us 13. páfi fékk hóp lærdómsmanna til að gera á því um-
bætur. Lagfæringin var einkum fólgin í vissri hagræðingu
á hlaupársdögum, þannig að ekki er hlaupár á aldamóta-
ári, nema það sé deilanlegt með 400. Eftir þetta var tíma-
talið orðið harla nákvæmt.
Þetta tímatal páfans var fljótlega meðtekið í öllum róm-
versk-katólskum löndum og nefnt gregoríanskt tímatal í
höfuðið á Gregoríusi 13. En lengi vel var mikil andstaða
við að taka það upp í löndum mótmælenda vegna þess
mikla fjandskapar sem ríkti á milli kirkjudeildanna.
Þannig var það ekki fyrr en aldamótaárið 1700 sem það
var tekið upp í löndum Danakonungs og þá einnig hér á
landi. Var þá talað um að horfið væri frá gamla stíl til
hins nýja. Mörg önnur lönd urðu miklu seinni til, enn eru
lönd, þar sem notast er við júlíanska tímatalið og eru þar
á meðal sum, þar sem gríska réttrúnaðarkirkjan er við
lýði. I Rússlandi var gregoianskt tímatal tekið upp eftir
byltinguna 1917, en vegna ruglings sem áður var kominn
inn í tímatalsreikning þar í landi, er alltaf talað um októ-
berbyltingu, þótt hún byrjaði í raun ekki fyrr en 7. nóv-
ember.
Heima er bezt 287