Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Blaðsíða 48

Heima er bezt - 01.07.2001, Blaðsíða 48
Kviðlingar og kvæðamál Dægurljóð 98. þáttur Agætu lesendur Heima er bezt. Nú er tími sumarfríanna og fólk út um hvippinn og hvappinn. Þannig gengur þetta til í nútímanum. Eg man vel, er ég kom til Akureyrar sumarið 1983, með skólabörn frá Borgarfirði eystra, að ég hugðist hitta nokkra kunningja mína á þeim ágæta stað. Því miður brást mér sú von að mestu. Ekki er á vissa að róa á sum- arleyfistímanum. Reyndist líka svo, að aðeins einn af kunningjum mínum á Akureyri var heima, og var það Guðmundur Frímann skáld. Hann tók mér, gömlum granna, með alúð. Þá var hann nýlega orðinn 80 ára, og hafði misst ástkæra eiginkonu sína fyrir skömmu. Dóttir Guðmundar bar fram veitingar. Þau hjón eignuðust þrjár dætur. Ekki er sá, sem á afkomendur, alsnauður. En hvað þá um þau, sem enga eiga, jafnvel þótt í hjónabandi séu? En hví er annar háttur braga þinna og hrynjandin í þinni kvœðaraust? I hjartans leynum lengi mun égjinna laufvindanna seið í jyrrahaust, er eltu þeir hver annan lengi, lengi, um Ijósa smáravelli og bóndans engi og ortu endalaust. Að vitum mínum berðu barkarremmu, blóðbergsþef og lyngsins anganjong. 0, kveddu vorsins Vatnsdœlingastemmu, svo verði drápan eilíflöng. Af heiðum leystu martröð hvítra mjalla, lát mikil vötn í drottins nafni falla til sævarfram með söng. Þetta voru hugleiðingar um sumarfríin og það sem þeim fylgir: frávera fólks úr eigin ranni og starfi. I sveitinni voru sumarfrí ekki einu sinni nefnd á nafn. Þá var jafnvel mest unnið. Heyja varð handa skepnunum, en grösin falla snemma í dölum milli hárra fjalla. Ég minntist á Guðmnd Frímann skáld á Akureyri. Hann var fæddur i Hvammi í Langadal í Austur- Húnavatns- sýslu 1903 og andaðist 1989. Hann sendi frá sér nokkur ljóðasöfn, sem hlutu yfirleitt góða dóma. Hann var skáld drauma og fegurðar, ásta og unaðar, öðru fremur. Finnst mér fara vel á því að birta hér vor- og sumarljóð eftir Guðmund Frímann. Mér dettur í hug að ljóðið sé einmitt um dalinn hans, Langadalinn, þar sem Blanda rennur hægum straumi. Langidalur er mjög sumarfagur. Látum Guðmund tala sínu ljúfa ljóðmáli: Lengi hafa erlend ljóð verið sungin og jafnvel lærð hér á landi. En sem betur fer hafa mörg þessara ljóða verið þýdd á okkar ástkæra, ylhýra mál. Hér á eftir fara þijú ljóð, sem Helgi Seljan, fyrrum alþingismaður, hefur þýtt úr ensku máli. Er þá fyrst fyrir ljóðið „My heart cries for you“ : Sárt ág sakna þín, sakna þín, ástin mín. Heyr mitt hjarta slá, hrynja tár afbrá. Ungur var ég forðum og unni þér, ástin lifir jafnan í brjósti mér. Okkar leiðir skildu, en ástin bjó enn í hjörtum, saknandi þó. Sárt ég sakna þín . . . Sunnanátt Eg vakti í nótt, nú veit ég hvað því réði. Ég vœnti komu þinnar, sunnanátt. Hver biði ekki þín með glöðu geði, sem getur hlegið svona undurdátt? Eg heyrði œrsl þín sunnan yfir sanda; þú söngst og þuldir jafnt til beggja handa þinn hagkveðlingahátt. Arin hajá liðið ogýmsu breytt, yndi hefur draumsýn mér löngum veitt um að kæmirðu' aftur með kærleik þinn, kysstir gleði í huga mér inn. Sárt ég sakna þín . . . 288 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.