Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 49

Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 49
Ljóðið „My happiness “ var vinsælt á æskudögum Helga, og jafnvel á mínum skólaárum í Reykjavík, skömmu eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk. Lag og ljóð eru ljúf og dreymin, en hvort tveggja heillar æskulýðinn mjög, eins og kunnugt er. Ljóð Helga er með sama marki brennt, og fer það hér á eftir : Húmblá minning muna í máir burtu sérhvert ský. Til hennar égfeginn flý; fjarri er sú tíð. Ljúfur blœr í laufi þaut; langt í burtu sérhver þraut. Koss af heitri vör ég hlaut. Horfn sú tíð. I vordýrð veraldar þá vöktum saman maíkvöldin blá. Þar hjartnanna unnum eið við ómþýðan töfraseið. Enn mig dreymir unaðinn; enn ég þessa töfra finn bera í sálu bjarma sinn; björt var sú tíð. Á sjötta áratug liðinnar aldar kom Elvis Presley (1934- 1977) fyrst fram með sína mögnuðu tóna. Hann hreif fólk með sér með sérstæðum hætti, og var nánast orðinn goð- sögn (myte) löngu fyrir dauða sinn, sem bar allt of snemma að. Vel man ég, er Elvis söng ljóðið „Love me tender“. Það hefur Helgi Seljan þýtt á íslensku, og fer ljóð hans hér á eftir: Astin besta, elskan min, unað hjá þér finn. Ætíð vakir þrá til þín, þýð sem vorblærinn Engri stúlku ertu lík, unga, fagra mœr, og af ástúð unaðsrík, öllum Ijúf og kœr. Ljómi þinna augna er undurhreinn og skœr. Hárið gullinn bjarma ber; bros þitt hjarta nœr. Veittu gleði veg minn á, vonir kveiktu mér. Aðeins þig ég elska má og una í faðmi þér. Já, hann Helgi Seljan yrkir Ijúf og fogur ljóð. Eg þakka honum framlagið að þessu sinni, og þætti gott að eiga hann að síðar meir. Til mín hringdi maður einn við aldur, frá Akureyri. Hann sagðist heita Grímur Sæmundsson og vera sonur Sæmundar skipstjóra Sæmundssonar, sem sagði Guð- mundi Gíslasyni Hagalín ævisögu sína, er ritaði hana síðan og nefndi „Virkir dagar.“ Grímur sagðist hafa lengi búið á Efstalandi í Öxnadal, en hefði fluttst þaðan til Ak- ureyrar 1966. Hann er fæddur 30. des. 1903, og er því orðinn 97 ára. Hár aldur, ekki satt? En hvert var þá erindi Gríms við mig? Jú, hann sagðist lesa Heima er bezt, þótt sjónin væri njög tekin að daprast, og hefði mikla ánægju af. Þá sagðist hann ekki sleppa dægurljóðaþættinum, sem honum fannst ánægjulegt að væri kominn aftur á sinn stað í ritinu. Hann bað mig að birta erindi úr ljóði Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds, er ber heitið „Veiðimaðurinn“. Fór hann orðrétt með nokkur erindi úr þessu mikilfenglega ljóði, og undraðist ég minni þessa aldraða manns. Sannast þar máltækið, að það sem ungur nemur, gamall temur. Ég sagðist gera þetta fýrir hann, en þar sem ljóðið er alls 12 erindi, yrði aðeins um hluta þess að ræða. Ég hef valið fimm erindi handa þér, Grímur, og vona, að það sé betra en ekki neitt. Þess skal getið, að ljóð þetta hefur verið sungið af karlakór í út- varpi við magnaðan lagboða. Veiðimaðurinn. Þar Missisippis meginjljót fram brunar í myrkum skógi' og vekur straumanið, þar aftangeisli' í aldingulli funar, og undarlegan hefja fuglar klið, þar sem að úlfar þjóta um skógargeima og þreyttur hjörtur veiðimanninn flýr, þar voðaleg með varúð áfram sveima í vígahug hin skæðu panþerdýr. Þar sat um kvöld, er sólin undurblíða í sigurdýrð að ægi hníga vann, og hvössum augum horfði' á strauminn stríða, er stöðugt gegnum bjarkasali rann, með höndum tengdum halur veiðilúinn og hafði byssu lagt á græna storð, rammlega vaxinn, röggvarfeldi búinn; við raust hann kvað og mœlti þessi orð: ,,Hver er svo einn og hjálparlaus í heimi? - hugur minn þannig ósjálfrátt að spyr. Hver er svo langt í lífsins öfugstreymi liðinn frá öllu, sem hann unni jyr? Horfiin er œska og æskuvina jjöldi og unglingssálar munardrauma líf. Líf mitt égyfir lít á þessu kvöldi og langt í geimi minninganna svíf. Síðan rekur skáldið minningar veiðimannsins, sem marg- ar eru dimmar og raunalegar, eins og margt sem Kristján orti, þetta skáld sorgarinnar og tregans. Hann lætur veiði- manninn að lokum mæla á þessa leið : Heima er bezt 289

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.