Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 50
Hér vil ég una hinstu lífs um stundir
og hvílast eftir runnið æviskeið.
I bjarkaskjóli blöðum visnum undir
og blunda sœtt og laus við alla neyð.
Náttgalinn ansar andlátsstunum mínum
og aftangolan feykir þeim með sér,
en heimurinn með heimskupörum sínum
hann hlær þá dátt og veit ei grand af mér.
Og þá er sól að sœvardjúpi líður
og síðsta geisla slær á þennan lund,
þá fram minn svífur svipur angurblíður
og situr hér um þögla nœturstund
og brosir móti blíðum stjörnuljóma
sem brosti ég fyrr um mærrar æsku tíð,
og hverfur svo í beði lágra blóma,
er bjarmi morguns roðar fjallahlíð.
Allra síðast sendi ég ykkur, kæru lesendur, stutt ljóð sem
ég setti saman íyrir meira en fjórum áratugum. Það er ort
undir lagboðanum „Ég vildi, að ung ég væri rós“, sem
Þorsteinn Ögmundsson Stephensen orti á sínum tíma og
margir eflaust muna. Ljóðið er á þessa leið :
Eg vildi 'eg gœti gefið þér
þá gleði, sem égjýndi,
og allt það besta í heimi hér
og huggun, von ogyndi.
Eg veit mér gleði veittist þá,
og vakna mundi lífsins þrá.
Þá léki allt í lyndi.
Með þessu ljóði kveð ég að þessu sinni. Hittumst svo heil
í september, þegar næsta hefti kemur út að sumarfríum
loknum, sem ég vona að veiti mörgum lífsfyllingu og
unað.
Kærar kveðjur til ykkar,
Auðunn Bragi Sveinsson,
Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík
Sími 552-6826.
Vísnamál
Fyrsta ljóðið í seinni hluta þáttarins er eftir Bjarna Th.
Rögnvaldsson, sem um ævina hefur m.a. starfað sem
múrari, kennari, skólastjóri og sóknarprestur. Faðir hans
var Rögnvaldur Freysveinn Bjarnason og móðir Elísabet
Theódórsdóttir, yngsta dóttir Theódórs Friðrikssonar, rit-
höfundar. Bræður Bjarna eru Sveinn Freyr og Pétur, sem
var lengst af kunnur frjálsíþróttamaður, keppti m.a. á
Olympíuleikunum í Róm 1960, og lék í kvikmyndinni
Leyndardómar Snæfellsjökuls.
Bjami hefur gert talsvert af því að yrkja og það er okk-
ur ánægjuefni að birta þetta ljóð, og vonandi fleiri eftir
hann síðar, sem hann nefnir
/ ferskum blœ
Golan unga blæs í vatnsins bárum,
blœrinn hlær á fagurskyggðri grund.
Ain með sinn nið und nýjum gárum
nœrir sál á hljóðri ögurstund.
Oskir þá í raun og veru rætast,
rósemd yljar hug við sendna strönd.
I fögru veðri fagna hjörtu og mætast,
finna vatnsins kyrrð með ár í hönd.
Tæri blœrinn tekur senn að hlýna,
tjörn oss veitir skjól á hægri ferð.
Þegar sól á föllin fer að skína
fuglinn kveður Ijóð afýmsri gerð.
Daginn lengir, dýrðlegt er að gleðjast,
draga andann léttar - nema hvað!
Þar til allir saman koma og kveðjast
kyrr við munum dvelja á þessum stað.
Margt var afdalabýlið á árum áður og á þeirn tíma þegar
samgöngur og fjölmiðlar voru ekki með þeim hætti sem
nú er orðið. Þá þurfti fólk að treysta meira á mátt sinn og
megin, og sjálfsagt búa sér eigin hugar ævintýri.
Pétur Aðalsteinsson frá Stóru-Borg yrkir hér í næsta
ljóði um börn í afskekktum dal og nefnir það
Afdalabörn
Afdalur inn milli fjalla
og í honum bœir tveir.
Undir hömróttum hlíðum
á hjöllunum standa þeir.
A þessum afskekktu býlum
í einangrun fólkið býr.
Beri þar gesti að garði
það gleður, sem ævintýr.
Og stúlkan sem stendur í dyrum
og starir um þveran dal
er rósin, sem ber sín blómstur,
bjarthœrð og kvenna val.
A bænum þar beint á móti,
broshýr og fríður sveinn
dokar, uns dimma tekur
og drauminn sinn ræður einn.
Og kannski í kvöld við ána
þau kyssist og faðmist heitt.
Margt hefur myrkrið að geyma
en mun ekki segja neitt.
290 Heima er bezt