Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 54
þrungin af eldi og þakin af snœvi,
Þrúövangi svipuð með mjallhvíta brá.
Eykonan forna og alkunna stendur,
œttarland sögu ogfrelsisins skjól,
þar sem að marghœfir mæringar endur
menntunar vermdust af geislandi sól.
En margt annað þjóðkunnra kvæða orti Kristján á þessum
skólaárum sínum og komu ýmis þeirra jafnóðum út í
blöðum bæjarins og eins voru sjö þeirra birt í ljóðasafn-
inu „Snót.“
„Hann bar höfuð og herðar yfir samtíðarmenn sína í
skólanum og var mikils metinn af okkur sveinum,“ sagði
Indriði Einarsson, „hann var þýður í vin-
áttu og ljúfur í umgengni. Hann var
sómi Latínuskólans út á við.“
Að þessum eina vetri loknum í Lat-
inuskólanum, mátti glöggt greina hve
bráðsnjalla hæfileika Kristján hafði á
mörgum sviðum og hve mikils hefði
mátt vænta af honum sem skáldi og
mikilsmetnum embættismanni, ef hann
hefði öll skólaár sín unnið þar með sama
hætti. En því miður varð reyndin allt
önnur, eins og bráðum verður sagt frá,
og átti áfengið þar stóran hlut að máli.
Enn er þó sitthvað til frásagnar um
það að Kristján Jónsson hafi notið álits
og vinælda langt út fyrir hinn þrönga
hóp skólabræðra sinna. I janúarmánuði
1861 er sett á laggirnar í Reykjavík
leynilegt málfundafélag, sem fyrst heitir
Leynifélag andans, en síðar Kvöldfélag-
ið. Stofnendur eru fyrst 12 ungir menn, að langmestum
hluta stúdentar, sem hafa fundið hjá sér þörf og löngun til
að safnast saman einstöku sinnum eftir erfiði dagsins, til
þess að lífga anda sinn á þann hátt er samboðinn sé and-
lega og siðferðilega menntuðum ungmennum.
Kvöldfélagið var jafnan fámennt, enda þröngt inn-
göngu. Kaus það sér félagsmenn að vandlega íhuguðu
ráði og átti í raun úrvalsmönnum einum á að skipa.
Þetta félag, sem svo sjaldan heyrist nefnt, lætur sér ekki
nægja að ræða listir og vísindi. Það kemur upp minnis-
varða yfir Sigurð Breiðtjörö, og er það fyrsta verk þess.
Það gengst fyrir leiksýningum, kemur m.a. Útilegumönn-
um Matthíasar á framfæri, veltir alvarlega fyrir sér hvern-
ig afla megi leiklistinni þaks yfir höfuið, og leggur auk
þess fram fé í því skyni. Þá styrkir það Jón Ólafsson til
útgáfu Göngu-Hrólfs, hefur frumkvæði að samningu
fræðirita eftir Jón Amason til þjóðsagnasöfnunar. Er þá
fátt eitt talið af því sem félagið hratt af stað. Starfsemi
þess var frá upphafi leynileg.
Það gefur að skilja að Latínuskólapiltur, sem er svo til
nýkominn úr vinnumennsku norður á Hólsljöllum, hefur
mátt telja sér mikinn vegsauka að vera kosinn í þennan
félagsskap helstu mentamanna, en sá frami hlotnaðist
Kristjáni Jónssyni. Var hann þessi árin einn þriggja skóla-
pilta í Kvöldfélaginu, en hinir voru þau skáldin Valdimar
Briem og Jón Ólafsson, síðar ritstjóri.
Kristján lét mikið að sér kveða í Kvöldfélaginu. Þar
flutti hann ljóð í óbundnu máli, svo sem „um háttu
manna og sveitarbrag“ í Þingeyjarsýslu.
Allt þetta hefði átt að vera til þess fallið að vekja ung-
um manni metnað og sjálfstraust. En mest var um það
vert að þarna komst Kristján í náin kynni við ýmsa gáfu-
og áhugamenn, sem höfðu í senn góðan skilning á hæfi-
leikum hans og vilja og getu til að verða honum að liði.
Þetta hlýtur að hafa verið honum ljóst og líka auðséð að
hann hefur borið góðan hug til félagsins.
Aður en hann fór úr bænum vorið
1868, hefur hann falið félaginu til ráð-
stöfunar allt „það sem eftir hann væri
ritað, ef hann hrykki upp af, meðan
hann væri fjarverandi.“
En Kristján Jónsson á ekki aftur-
kvæmt. En ráðstöfunin leiðir til þess að
Jón Ólafsson safnar ljóðum hans saman
og gefur þau út árið 1872, með ljár-
hagslegum stuðningi Kvöldfélgsins.
Vinir hans þar hafa ekki sleppt af hon-
um hendinni, þó að sjálfur sé hann all-
ur.
IV
Er nú senn komið að hinum miklu
þáttaskilum og örlagahvörfum í ævi
Kristjáns Fjallaskálds, sem alltaf munu
hafa búið í huga hans frá æskuárum.
I minningabók sinni „Séð og lifað,“ hefur Indriði Ein-
arsson lýst þessum fornvini sínum af samúð og virðingu:
„Hann var einhver sá af skólabræðrum mínum, sem ég
ber hlýjastan hug til enn í dag. Ég virti hann mjög, bæði
vegna skáldskapar hans og skynsemisþroskans, sem hann
hafði fram yfir okkur hina, enda var hann 9 árum eldri en
ég. Hann verndaði mig ef ég átti sökótt við stærri piltana,
og kallaði mig „fóstra sinn“ (fósturson).“
En þannig mælist honum einnig frá:
„Mér er enn minnisstætt síðasta kvöld Kristjáns í Lat-
ínuskólanum. Hann var heimasveinn og las í 2. bekk, en
var í 3. bekk A. Mánaðarfrí hafði verið um daginn, og
sumir piltar komu drukknir upp eftir kl. 8. Hann var einn
af þeim og kom svo seint að umsjónarmaðurinn sá hann
og sagði að hann mundi fá nótu.
Ég sat hjá honum uppi við efsta borðið allt kvöldið. Ég
hefði viljað hugga hann, en þess var ekki kostur. Hann
orti um kvöldið kvæðið „Ekki er allt sem sýnist,“ en ég
las það úr penna hans. Það er eitt af miklu ljóðunum
hans, en yfirkomið af heimsþjáningu.
Morguninn eftir, þegar við gengum frá bænum kl. 8,
hneig hann niður í dyrum Alþingissalarins. Hann sagði
að sér hefði sýnst maður stinga sig í hjartað. Hann var
Voriö 1863 tekst Kristján
ferð á hendur til Reykja-
víkur, til náms í Latínu-
skólanum, aö ráói frænda
sinna og vina fyrir norö-
an. Veröur hann samferða
frœnda sínum, Jóni Sig-
uróssyni á Gautlöndum,
og fara þeir Sprengisand.
Má fullvíst telja að í þeirri
ferð hafi í fyrsta sinn
heyrst sú vísa, sem síðan
mun hafa verið suitgin og
höfó yfir á íslandi oftar en
nokkur önnur.
294 Heima er bezt