Heima er bezt - 01.07.2001, Síða 56
Af blöðum fyrri tíðar
Qluggað í gömul blöð og rit og forvitnast um það, sem
efst var á baugi fyrir nokkuð margt löngu
Fjallkonan 12. janúar 1906
Eg ritaði greinarstúf seint í fyrravetur
hér í blaðið með þessari fyrirsögn.
(Sjá HEB, desemberhefti 1997. Rit-
stj.) Eg geri ráð fyrir að ýmsa af les-
endum Fjallkonunnar muni reka
minni til hennar, því að ég hef úr
ýmsum áttum fengið sannanir fyrir
því, að henni hefir verið veitt tölu-
verð eftirtekt - og eins til tilefnisins
til hennar, móblástursins gegn ran-
sókn á þessum fyrirbrigðum, sem
þyrlað var upp hér i bænum. Nú virð-
ist mér kominn tími til þess að minn-
ast dálítið meira á þetta efni.
Aðaltilefnið er samt ekki í þetta
sinn, mótblásturinn. Ég met hann
ekki mikils. Engin líkindi eru til þess
að hann geti orðið til fyrirstöðu því
mikilvæga málefni, sem hér er um að
tefla. En fyrst ég fer að minnast á
málið á annað borð, get ég ekki stillt
mig um að geta hans með fáeinum
orðum. Ég geri það „skynsömum
mönnum til fróðleiks og skemmtun-
ar,“ eins og stundum hefur verið sett
framan á rit um þau efni, sem hvorki
gera til né frá og eru ekki ætluð til
annars en vera mönnum til mein-
lausrar dægrastyttingar.
Ekki svo að skilja að ALLUR mót-
blásturinn sé af svo meinlausum
hvötum runninn. Ég get, til dæmis að
taka, ekki hugsað mér annað öllu
ógeðslegra en mótblástur stjómar-
blaðanna. Hvergi bregður þar fyrir
nokkru orði í fróðleiksáttina,
nokkrum glampa af þekkingu eða
sannleiksást. Málið er eingöngu not-
að til þess að svívirða mótstöðumenn
í stjórnmálum. En því fer fjarri að
þetta geri nokkuð til, öðrum en þeim
sem eru að ata sjálfa sig út á óþverr-
anum. Skynsamir menn sjá hvar fisk-
ur liggur undir steini, þegar farið er
að gera rannsóknarlöngun og þekk-
ingarþrá að pólitísku ofsóknarefni,
jafnvel ekki skirrst við af einu blað-
inu að fara hinum svæsnustu óvirð-
ingarorðum um saklausar konur fyrir
það eitt, að þær eru að fást við rann-
sóknir á andlegum efnum í samvinnu
við þá menn, sem ekki líta á stjórn-
mál sama veg og landstjórnin!
Lengra verður naumast komist í
því er miður má fara. Slíkt athæfi er
ekki hætt við að verði sannleikanum
til falls.
Þá er golan úr dómkirkjunni. Þar er
predikað jafnt og þétt gegn rannsókn-
um á dularfullum fyrirbrigðum af
sumum, alls ekki öllum samt, er þar
stíga í stólinn. Dómkirkjupresturinn
er raunamæddur út af tilraununum til
að afla sér þess þekkingarauka. Og
einn óvígður predikari hefur nýlega
gerst svo svæsinn í munninum í dóm-
kirkjustólnum, að ummæli hans
hefðu áreiðanlega verið talin guðlast,
ef þau hefðu verið viðhöfð um guðs-
hugmynd þeirra manna, sem eru að
þenja sig á móti rannsóknum.
Að einu leyti má telja þetta fram-
för. Það hefur, svo sem kunnugt er,
tíðkast mjög í kirkjum þessa lands,
að sneiða hjá öllu því sem söfnuður-
inn hefúr verið að tala um dags dag-
lega og á einn eður annan hátt borið
fyrir brjósti. Prestarnir hafa með
predikunum sínum átt nauðalítinn
þátt í hugsunar- og menningarlífi
þjóðarinnar, þó að þeir hafi oft lagt
töluverðan skerf til þess utan kirkju.
Þeim hefur hætt við að bjóða mönn-
um guðrækilegt hjal, sem hefúr farið
fýrir ofan garð og neðan og fæstir
hafa munað stundu lengur.
Ofstækismennirnir í dómkirkjunni
eru að reyna að hjala um það sem
óneitanlega er verið að tala um hér í
Umsjón: Guðjón Baldvinsson
bænum. Þegar þeir fara að tala um
rannsókn á dularfullum fyrirbrigðum,
er tekið eftir því sem þeir segja. Fyrir
því má líta svo á, sem þetta sé ofurlít-
il framfor.
En skringileg framför er það.
Prestamir hafa, öld eftir öld, verið
að beijast við að koma því inn í höf-
uðin á mönnum, að fyrir mörgum,
mörgum öldum, hafi dularfull fyrir-
brigði gerst austur í Asíu. Jafnvel
frjálslyndustu og gætnustu prestamir
hafa haldið því ffam, að það væri að
minnsta kosti mjög viðsjárvert fyrir
sálarheill mannanna, ef þeir fengjust
ekki til að trúa því, að þessi fyrir-
brigði hefðu gerst. Og ofstækisfullir
prestar hafa haldið því að mönnum
að slíkt trúleysi bakaði þeim ævar-
andi ófarsæld.
Prestunum hefur gengið mjög mis-
jafnt að koma þessari trú inn hjá
mönnum. Og á síðustu tímum hefur
þeim gengið það sérstaklega þung-
lega.
Nú stendur svo á, að úti um heim-
inn eru milljónir manna, menntaðra,
sannsögulla og góðra manna, sem
segja:
„Ekkert á að vera því til fyrirstöðu,
að heimurinn trúi þessum fornaldar
fyrirbrigðum, sem prestunum þykir
svo mikið varið í. Okkur er kunnugt
um að sams konar fyrirbrigði eru að
gerast nú, og hvers vegna hefðu þau
þá ekki eins átt að geta gerst fyrir
1900 árum eða 4000 árum?
Hver sem vill leggja tíma í og alúð
við að rannsaka málið, getur sjálfur
komist að raun um að fyrirbrigðin
gerast enn í dag.
Prestarnir hafa í þessu efni rétt að
ntæla. Leitið og þér munuð finna.
Knýið á og hliðum himnaríkis mun
að nokkuru verða lokið upp fyrir
yður.
Svona er talað úti um heiminn. Og
hér í Reykjavík eru nokkurir menn,
296 Heima er bezt