Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Side 57

Heima er bezt - 01.07.2001, Side 57
sem ekki vilja láta þetta eins og vind um eyrun þjóta, vilja sjálfir komast að raun um hvort þetta sé satt eða ekki. Er það ekki skringilegt að predikar- arnir í dómkirkjunni skuli standa á öndinni út af þessu? Er það ekki kyn- legt að þeir skuli segja sem svo: „Ef þið trúið ekki sögunum um Móse, Elías, Krist og postulana og allan þann fjölda í gamla og nýja testamentinu, sem við dularfull fyrir- brigði voru riðnir, þá eru þið á glöt- unarinnar leið, en sérstaklega er það samt ljótt og óguðlegt af ykkur, ef þið reynið að fá sannanir fyrir því að þær sögur geti vel hafa gerst, sem sagðar eru af Móse, Elíasi, Kristi og postul- unum. Og athugum því næst málið frá annarri hlið, sem liggur að minnsta kosti eins beint við. Hingað til hefur það verið og enn er það talið ekki óverulegur þáttur í predikunar- og fræðslustarfi presta, að koma inn hjá mönnum trú á annað líf, ekki aðeins á það að maðurinn lifi, þótt hann deyi, heldur og á hitt, að annað líf sé að minnsta kosti að því leyti áframhald af þessu lífi, að þar uppskeri maðurinn það sem hann sáir hér. Prestarnir munu að öllum jafnaði manna fúsastir til að viður- kenna að ekki hafi reynst svo auð- hlaupið að þessu, að minnsta kost sé það ekki ávallt auðséð á breytni mannanna, að sannfæringin um þetta sé mjög rík í hugum þeirra. Og jafn- frarnt munu fæstir prestarnir þess al- búnir að neita því að ef mannkynið væri verulega sannfært um annað líf, jafn sannfært eins og til dæmis að taka, píslarvottarnir voru í hinni fyrstu Kristni, þá mundi dauðinn missa brodd sinn að mjög miklu leyti og þá mundi mönnum verða auðveld- ara en nú verður raun á að jafnaði, að líta skynsamlega á gæði og raunir þessa lífs. Nú eru milljónir manna úti um heiminn sem segja: „Við VITUM að annað líf er til. Fyrir okkur er það ekki trúaratriði, heldur þekkingaratriði. Við vitum al- veg jafnvel að annað líf er til eins og að þetta líf er til. Við vitum að breytni mannanna og hugarfar hér í lífi hefur afar ríkar afleiðingar fyrir þá í öðru lífi. Við vitum að ástvinir okkar í öðru lífi bera í brjósti heita þrá eftir að komast í samband við okkur, gera okkur viðvart um hvern- ig þeim líður og sérstaklega gera okk- ur viðvart um það að þeir elski okkur enn heitar en þeir gerðu áður, meðan við nutum líkamlegrar návistar þeirra. Og við vitum líka að allir aðrir geta fengið að vita þetta, ef þeir vilja.“ Nú eru hér í Reykjavík nokkrir menn, sem þykir fróðlegt að forvitn- ast um hvort þetta sé satt. Sumir, sennilega allir, hafa þeir misst ástvini einhvern tíma á lífsleiðinni. Og öllum þykir þeim þessi staðhæfing milljón- anna þess verð, að menn leitist við að fá vitnsekju um hvort hún kann að vera sönn, eða hvort hún er ekki ein- ber heilaspuni. Er það ekki skringilegt að predikar- arnir í dómkirkjunni skuli taka þetta svona óbeint upp. Er það ekki skringilegt að eina predikunarfram- förin sem þeir taka, skuli vera sú að vara menn við því sem hinu óguðleg- asta athæfi, að reyna að fá óbifanlega sannfæringu íyrir því að maðurinn lifi, þótt hann deyi? Já, það er skringilegt. En það gerir ekkert til. Sannleikanum er ekki fisjað saman. Hann stenst heimatrú- boðið hérna í Reykjavík. Og alveg eins fyrir því þó að það fari upp í predikunarstólinn í dómkirkjunni. Loks er mótblásturinn frá alþýðu manna. I raun og veru er hann ekki teljandi. Allur þorri skynsamra manna virðist hafa tekið rannsóknun- um vel. Og við tilraunir eru menn víða farnir að fást, eins og ég skal minnast nokkru betur á síðar. En nokkuð af fáfróðum mönnum hefur látið æsast og fylla sig ijarstæðum. Einkum hafa þeir menn fengið DÁ- LEIÐSLU-fælni. Þeir hafa heyrt dá- leiðslu nefnda á nafn, vita auðvitað ekkert hvað hún er, halda að þeir, sem kunni þá list að dáleiða menn, geti beitt henni hvar og hvenær sem er, þurfi ekki, til dæmis að taka, ann- að að gera en líta á menn úti á götu, þá séu þeir dáleiddir. Og þeir gera sér í hugarlund að það sé hræðilegt að verða fýrir öðru eins. Stundum nota gárungar þessa kyn- legu fælni til þess að leika á menn. Nýlega var einn tekinn fyrir. Einn af samverkamönnum hans segir við hann að það sé ljótt að sjá í honum augun, hann hafi víst verið dáleiddur. Manninum þótti það furða, því að hann kenndi sér einskis meins. Þá kemur annar gárunginn og svo hver af öðrum, og allir segja það sama. Manninum fer ekki að verða um sel. Hann fer að reka minni til þess að hann hefur nýlega úti á götu, talað við stúlku, sem sé til alls vís og hefði horft beint framan í hann. Og svo sannfærist hann um að dáleiddur hafi hann sjálfsagt verið. Félagar hans segja honum að ekki sé á annað hættandi fýrir hann en að leita sér læknis. Maðurinn hlýðir því og fer til homopata. Læknirinn selur honum meðul fyrir 3 krónur og segir honum að liggja næsta dag í rúminu. Út um landið hafa verið bornar miður trúlegar kynjasögur af rann- sóknunum. Ég ætla að geta einnar að- eins. í eina sveit landsins var flutt sú saga og henni trúað af ýmsum, að úr einu húsi hér í bænum væri fortepí- anó flutt á hverri nótt út í kirkjugarð- inn til þess að leika þar á það fýrir einn framliðinn mann, sem þar er jarðaður. Við hljóðfærasláttinn kom maðurinn upp úr gröfinni, settist á leiði sitt og hlustaði á. Þeim, sem trúðu þessu, þótti athæf- ið í meira lagi óguðlegt. Svona er mótspyrnunni háttað. Þeir menn mættu vera óvenjulega við- kvæmir, sem geðu sér mikla rellu út af öðru eins, furðu ístöðulitlir þeir, sem finnst þetta ægilegt. Áreiðanlega er engum svo farið, þeirra er við þessar rannsóknir eru að fást. En nú sé ég að þetta er þegar orðið lengra mál en fjallkonan getur með góðu móti séð af í einu blaði. Og samt er ég ekki kominn að efninu. Ég bið lesendur mína velvirðingar á þvi og kemst að efninu næst. Einar Hjörleifsson Heirna er bezt 297

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.