Heima er bezt - 01.07.2001, Page 59
Um nóttina gisti ég hjá frændfólki
mínu á Fáskrúðsfirði.
Esjan kom daginn eftir á áætluðum
tíma og fór ég strax um borð með
farangur minn, sem hvorki var mikill
að vöxtum eða fyrirferð. Ég fékk
pláss á öðru farrými og fór strax í
koju, því ég var alltaf sjóveikur ef ég
fór nokkuð á sjó. Mig minnir að ég
keypti mér sjóveikitöflur hjá læknin-
um á Fáskrúðsfirði áður en ég fór.
Sjóveður var gott undir Ingólfs-
höfða og ég ekki teljandi sjóveikur.
Allmargir komu um borð úti fyrir
Flornafirði. Mér var sérstaklega
starsýnt á einn farþegann. Hann
var áberandi stór vexti, talaði mik-
ið og hátt. Brátt fóru margir að
safnast í kringum hann, enda
var sýnilegt að það þekktu
hann margir. Maðurinn var
Einar Eiríksson frá Hvalnesi.
Þannig stóð á að það var mat-
málstími og þjónarnir í óða önn
að bera á borð. En Einar hafði
stillt sér upp í matsalnum á öðru
farrými. Þjónarnir áttu í erfið-
leikum með að komast framhjá
honum og félögum hans og báðu
hann vinsamlega að færa sig frá, því
þeir ættu erfitt með að sinna störfum
sínum.
Ekki veit ég hvort Einar var svo
upptekinn af frásögnum sínum eða
hann vildi ekki færa sig þangað sem
hann truflaði ekki vinnu þeirra,
nema einn þjónninn stjakaði lítillega
við Einari. Hann brást illa við og
krækti vísifingri hægri handar í smá
gat sem var á jakkaermi þjónsins og
reif all stóra rifu á hana, síðan hló
hann tröllahlátri og færði sig til, svo
að hann var ekki lengur fyrir þjónun-
um.
Sumir hlógu að þessu tiltæki en
aðrir voru undrandi á þessari fram-
komu Einars.
Eftir að ég var búinn að fá mér smá
bita, fór ég niður og háttaði mig. Eft-
ir svo sem tvo tíma fór skipið að
rugga meira og meira, svo ég skilaði
matnum í ælupokann. Veðrið fór
versnandi og sjóveikin líka, en nú
hafði ég litlu að æla nema grænu
gallinu.
Ekki gat ég sofið þrátt fyrir sjó-
veikitöflurnar. Aðeins náði ég þó að
festa blund meðan Esjan stansaði í
Vestmannaeyjum.
Eftir 36 klukkustunda sjóferð kom-
um við til Reykjavíkur.
Ég hraðaði mér í fötin, tók farang-
ur minn og fór upp á Grundarstíg 15,
en þar bjuggu hjónin María Olafs-
dóttir, sem var náfrænka mín, og
hennar maður, Ríkarður Jónsson
myndskeri og fjölhæfur listamaður.
Þar var mér tekið með kostum og
kynjum. Ég dvaldi þar í góðu yfirlæti
fram á næsta dag, eða þangað til
flóabáturinn, sem gekk milli Borgar-
ness og Reykjavíkur, kom. I Borgar-
nesi tók Runólfur Sveinsson skóla-
stjóri á móti mér og bauð mig vel-
kominn. Hann tók mig í bíl sinn og
ók mér í Hvanneyri.
Þegar þangað kom fylgdi hann mér
upp á herbergi númer 8 á annarri
hæð og vísaði mér á rúmið sem ég
átti að sofa í en fjögur rúm voru í
herberginu, þar af tvær hákojur og
átti ég að sofa í annarri. Síðan segir
hann við mig:
„Nú skalt þú fara úr sparifötunum
og fara í hversdagsfötin, því hér er
það föst venja að sá nemandi sem
kemur síðastur í yngri deildina hvert
haust, er tolleraður og þá er vissara
að vera ekki í betri fötunum, því
yngri deildar piltamir reyna að verja
eldri deildungum að tollera þann síð-
asta og þá vilja fötin stundum rifna
utan af honum.“
Svo gekk skólastjórinn út.
Ég flýtti mér að hafa fataskipti, fór
í gamla milliskyrtu og líka gallabux-
ur, svo fór ég í níðsterka lopapeysu.
Stuttu seinna var kallað á skólapilt-
ana í kaffi. Mér kom það svolítið á
óvart, því skólastjórinn var búinn að
segja mér hvenær matar og kaffitím-
ar væru. Matsalurinn var í kjallaran-
um á íbúðarhúsi skólastjórans og
starfsfólksins.
Þennan vetur voru nemendur um
60.
Þegar ég kom upp fyrir skólahúsið
stóðu allir nemendurnir í hóp framan
við dyrnar á matstofunni. Ég kastaði
á þá kveðju og var henni vel tekið.
Þegar ég nálgaðist hópinn hlupu fram
þrír stórir og vasklegir piltar og gripu
mig. En svo kom allur hópurinn og
allsherjar áflog hófust. Eldri deildar
piltar reyndu að tollera mig en alltaf
héngu yngri deildar piltar í mér.
Stundum tókst að fleygja mér upp að
ofan og stundum að neðan, en alltaf
tókst einhverjum að hanga í mér.
Fötin voru öll úr lagi gengin,
axlaböndin slitin og buxurnar að
verða komnar niður fyrir rass.
Ég bað þá að gera smá hlé, svo
ég gæti lagfært fötin, og gerðu
þeir það. Síðan hófust átökin aft-
ur og lauk eins og venjulega,
með sigri eldri deildunga, en
orrustan var búin að standa í
hálftíma.
Lopapeysan mín var öll teygð
og toguð, skyrtan gersamlega ónýt og
axlaböndin slitin. Þannig lauk þeim
leik og höfðu margir gaman af.
Herbergisfélagar mínir voru Guð-
mundur Garðar Brynjólfsson frá
Hlöðutúni í Staflroltstungum, Sigur-
jón Björnsson frá Osi í Skilamanna-
hreppi og Jóakim Arason frá Selja-
landi í Gufudalssveit.
Það olli mér dálitlum erfiðleikum
til að byrja með að kennslan var
hafin fyrir tveimur vikum og hafði
ég misst af henni. Ekki kom það þó
að teljandi sök, nema á fyrsta
skyndiprófinu sem tekið var, en þá
var ég með lægstu einkunn herberg-
isfélaga minna og spáði Jóakim því
að ég fengi lægstu einkunn þeirra
um vorið. Það fór nú þó svo að
hann varð sjálfur með lægstu ein-
kunina af okkur herbergisfélögun-
um.
Á Hvanneyri var mikið félagslíf,
tvö málfundafélög sem héldu fundi
vikulega og ræddu ýmis málefni. Oft
var það þannig að tveir framsögu-
menn voru, annar sem var hlynntur
Hann brást illa við og krækti
vísifingri hægri handar í smá gat
sem var á jakkaermi þjónsins og reif
all stóra rifu á hana, síðan hló hann
tröllahlátri og færði sig til, svo að
hann var ekki lengur fyrir
þjónunum.
Heima er bezt 299