Heima er bezt - 01.07.2001, Page 62
<í *W/ ----------------------
kM Auðunn Bragi Sveinsson
AMANMAL
Heyrt og munaö úr mannlífinu
Annar hluti
1.
Járna-Magnús var maður einn nefndur. Vann hann
lengi við að binda og beygja járn í steinsteyptar bygg-
ingar. Vel þótti honum vinnast við það verk. Var lag-
inn og dugandi. Eitt sinn vann sá, sem þetta ritar, með
Magnúsi við byggingar í Reykjavík. í matartíma
snæddu menn það matarkyns, sem þeir tóku með sér.
Einn af verkamönnunum snæddi dilkakjöt úr hnefa.
Beininu henti hann síðar til Magnúsar og hitti hann
fremur harkalega. Ekki reiddist Magnús þessu, en
sagði:
„Sjaldan reiðist hundur beinshöggi!“
2.
Bræður tveir norðlenskir lögðu eitt sinn leið sína á
ball í sveit sinni. Dans var þar stiginn lengi nætur,
eins og títt var fyrrum. Annar bróðirinn, sem að jafn-
aði var latur við vinnu, tróð dansinn hvað ákafast.
Þegar bróðirinn sá þennan dansglaða bróður sinn
löðrandi í svita og mjög að niðurlotum kominn aftir
linnulausan dansinn, varð honum að orði:
„Osköp þreyttur, auminginn, ósköp sveittur, bróðir
minn. Þú værir ekki svona sveittur ef þú stæðir við
orfið þitt! “
3.
Svo virðist sem auðvelt sé að blekkja fólk. Eftirfar-
andi frásögn sýnir það ljóslega. Eitt sinn auglýsti ein-
hver hugkvæmur náungi í fjöllesnu blaði í Bandaríkj-
unum þannig:
„Sendið mér einn dollara, og sjáið hvað gerist“
Um ein milljón manns beit á agnið og sendi mannin-
um umbeðna upphæð. En ekkert gerðist. Allir þeir,
sem sendu umgetna fjárhæð, töpuðu peningum sínum,
en náunginn varð milljónamæringur í dollurum! Hann
hafði haft eina milljón manns að ginninmgarfíflum og
þénað vel á því!
4.
Maður nokkur vann með konu, sem lýsti því yfir, að
hvers konar áfengisneysla væri böl og annað ekki.
Barst neysla áfengra drykkja í tal á milli þeirra. Voru
þau mjög á öndverðum meiði í þessu máli. Konan
sagði, að banna ætti allt bölvað áfengi. Og til að gera
konuna orðlausa, varpaði maðurinn eftirfarandi fram:
„Það er helvíti gaman að vera fullur!“
5.
I æsku var þeim, sem þetta ritar, sagt frá manni ein-
um, er ekki hafði þvegið sér í fjóra áratugi. Þetta var
ungum dreng að vonum mikið undrunarefni. Spurði
hann föður sinn hvernig maðurinn hefði eiginlega get-
að lifað þetta af. Maðurinn hefði verið orðin ærið söl-
ugur áður lauk. En faðir drengsins átti svar, sem koma
að notum í þessu efni og var nægileg skýring:
„Ætli það hafi ekki rignt eitthvað af honum öðru
hverju?!“
6.
Löngum hafa Húnvetningar verið taldir framgjarnir og
fúsir til forystu á opinberum vettvangi. Sunnlendingur
einn var eitt sinn að því spurður, hvað hann segði um
Húnvetninga þá, er tekið hefðu sér bólfestu á Suður-
landi. Því svaraði hann eitthvað á þessa leið:
„Það er nú svona með þessa Húnvetninga, sem koma
hingað til okkar, að þeir eru komnir í hreppsnefnd eft-
ir árið!“
7.
Sá, sem þetta ritar, spurði eitt sinn ungan mann, sem
hann vann með, hvort hann hefði lesið eitthvað af
þeim mörgu bókum, er þá voru á markaðnum og
nefndust „How to...“ og gripu á mörgu.
Maðurinn var ekki lengi að afgreiða þetta og sagði:
„Mér er illa við allar bækur, sem byrja á „How to!“
8.
Þorsteinn eldri Magnússon í Höfn í Borgarfirði eystra
hjálpaði eitt sinn fátækum manni um hey í poka sinn.
Þá spurði kona Þorsteins mann sinn að því, hvort
maður þessi borgaði ekki þennan greiða aðeins með
302 Heima er bezt