Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Blaðsíða 63

Heima er bezt - 01.07.2001, Blaðsíða 63
því að herma eftir honum. Svaraði þá Magnús ósköp rólega: „Haim lifir nú ekki lengi á því!“ 9. í kaupstað einum úti á landi losnuðu samtímis skóla- stjóra- og yfirkennarastaða við grunnskóla. Er það út af fyrir sig að sjálfsögðu ekki í frásögur færandi. Annað var nokkru sérstæðara. Tveir kennarar við skólann, jafngamlir upp á dag, sóttu um þessar stöður, sumir sögðu á sama eyðublaðinu! Þeir hlutu báðir setningu í nefndar stöður. 10. Maður nokkur, ölvaður vel, vék sér að manni einum, sem hann þekki ekki nokkurn hlut, og gaf honum vel úti látinn löðrung. Þetta var á samkomustað úti á landi. Búast hefði mátt við, að maður þessi hefði sleg- ið duglega á móti Það gerði hann ekki. Hins vegar sagði hann við árásarmanninn: „Heyrði, góði, á ég að gefa þér eina „gleym -mér- ei !“ n. Árni gersemi var maður nefndur, en hét fullu nafni Árni Fríamnn Árnason og var úr Húnaþingi. Kvæða- maður var hann afbragðs góður, en fram úr öllu hófi drykkfelldur. Eitt sinn bar Árna að garði á bænum Skárðsá í Sæmundarhlíð í Skagafirði. Var hann þá mjög drukkinn. Lagðist upp í rúm á bænum, leysti frá sér buxurnar og sprændi upp í baðstofurjáfur. Ofbauð þá húsfreyjunni á bænum, henni Sigurbjörgu Jónsdótt- ur, sem var skáldmælt vel, og mælti hún þá fram eftir- farandi vísu til Árna gersemi: Svei þér, hlekkjastífur stáls, steyptur í rekkju svínsins, sem að ekki enn til hálfs áhrif þekkir vínsins ! 12. Maður nokkur átti son, sem var kröfuharður og skip- andi. Átti hann oft erfitt með að uppfylla óskir hans og þarfir. Einhverju sinni krafðist drengur þess, að faðir- inn keypti skellinöðru eða vélhjól handa sér, og það af dýrustu gerð. Lét faðirnnn loks undan heimtufrekju stráksa og skaffaði honum, skellinöðru. Þegar hann greiddi gripinn, kynnti hann sig þannig fyrir verslun- armanninum: „Eg átti víst að borga nöðrureikning hér!“ 13. Gunnar hét maður og var Sigurðsson Verslaði hann lengi í búð á Laugavegi 55, er hann nefndi VON. Var hann löngum kenndur við þá verslun, sem hafði alls kyns kjötvörur á boðstólum. Eitt sinn komu menn frá skattinum í búðina til Gunnars og vildu fá að líta á bókhaldið. Benti þá Gunnar á nagla tvo, er reknir voru inn í vegg þar. Mælti þá kaupmaðurinn eitthvað á þessa leið: „Á öðrum naglanum er allt sem inn kemur, en á hin- um allt sem út fer. Allt, sem þar er á milli, er gróði!“ 14. Kennari nokkur í Reykjavík, sem var mjög lágur vexti, fékk viðurnefnið Stubbur af nemendnum sínum. Þótti honum það ekki þægilegt, eins og nærri má geta. En sem mótvægi við uppnefni þessu tók hann að lesa sem framhaldssögu í bekknum bók eina, er ber heitið „Stubbur vill verða stór“ Eftir að kennarinn hóf að lesa sögu þessa, munu nemendurnir ekki hafa gefið kennaranum viðurnefnið Stubbur 15. Karl einn, er vann verkamannavinnu við höfnina í Reykjavík, vann eitt sinn sem oftar við uppskipun á fiski þar. Greip hann þá lúðu eina væna, er hann sá þar í fiskkösinni, batt hana á bak sér og klæddist síð- an sjóstakki. En því miður náði sjóstakkurinn ekki nógu langt niður eða lúðan verið það löng, svo að sporður hennar gægðist niður undan stakki karls. Allt komst sem sagt upp og karl varð að skila lúðunni. En það var ekki það versta. Eftir þetta hlaut hann viður- nefnið lúða. Var hann iðulega minntur á það af vinnu- félögum sínum. Undirritaður heyrði þá oft spyrja karl að því, hvernig lúðuveiðin mundi nú vera, eða hvort hann hefði verið á lúðuveiðum nýlega. Óneitanlega útsmogoin stríðni, sem þeir, er beittu henni, uxu lítt af. 16. Eftir að Danir höfðu endurheimt Suður-Jótland að lokinni fyrri heimsstyrjöld, reið Kristján konungur X yfir landamærin gömlu á hvítum hesti. Vakti það að vonum mikla athygli og hrifningu. Þetta gerðist í júlí 1920. Knútur prins, yngri sonur konungs, sem lifði bróður sinn í 4 ár (d. 1976), var viðstaddur athöfnina og sagði frá henni í danska sjónvarpinu, þar sem tekið var viðtal við hann. Lét Knútur prins þess þá getið, að hesturinn hefði í raun verið skjóttur, en litið út fyrir að vera alhvítur, en málað var yfir dökka díla, sem á honum voru. Fannst víst flestum sem á hlýddu og horfðu, sem mesti ljóm- inn færi þar með af hinum fannhvíta fáki. Heima er bezt 303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.