Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Blaðsíða 65

Heima er bezt - 01.07.2001, Blaðsíða 65
• • •**#* arstrono - £ l /1/1_ sÁáícfsaya 6. fiíuti - Nei. - Hvað viltu meira? - Eg vil fá að vita við hvað hann vann hjá þér síðustu mánuði. Ég veit ekki betur en að Sigmundur hafi verið íjarverandi í allan vetur. Sigmundur og Jökull litu hvor á annan. - Þú þegir þá sýslumaður. Kristján yppti öxlum. - Lát heyra. Það kom hálfgerður vandræðagangur á Jökul. Eins og hann vissi ekki hvar hann ætti að byrja. Sigmundur faldi andlitið í höndum sér. - Jæja. Sigmundur fór suður til Reykjvíkur um leið og Sigríður. Ég réð hann til að líta eftir henni fyrir mig. En þú skalt ekki voga þér að segja frá því, allra síst þeim mæðgum, Borghildi og Sigríði. Kristján starði á Jökul. - Var Sigmundur á launum hjá þér í Reykjavík að líta eftir stúlkunni. Þú vissir þá um hana allan tímann, vissir að hún var ófrísk og allt það. Jökull kinkaði kolli. - Því í andskotanum léstu þá eins og þú værir búinn að tapa vitinu þegar Halldór sagði þér að hún hefði alið son? Jökull glotti dálítið. - Ég átti ekkert að vita um það. Mér datt heldur ekki í hug að hún færi að þjóta hingað norður. Ég vissi ekkert að hún myndi ætla að fæða barnið á Strönd. Kristján var dolfallinn. Þetta samfélag var flóknara en það sýndist í fyrstu. Að sumu leyti skildi hann Jökul og vissi hvað hann var að fara með þessu athæfi sínu. Hann var stórlátur og hafði látið ljót orð falla, en hann elskaði barnið sitt og gat ekki sleppt af henni hendinni. - Ég borgaði allt fýrir hana og Sigmundur lét mig vita einu sinni í viku. Þá fór ég á pósthúsið og hringdi suður. Það vissi enginn um það. Sigmundur hérna á lífið í stelp- unni minni og hann átti skilið að fá vel borgað fyrir það. Kristján hristi höfuðið. - Þetta var nú ekki fallega gert gagnvart Borghildi. Hún hélt allan tímann að ekkert hefði fféttst af Sigríði. Jökull yppti öxlum. - Æ, ég var stundum að hugsa um að segja henni þetta, en þá hefði ég líka orðið að segja henni að stelpan hefði tekið uppundir áður en hún fór. Sigríður hefði lítið lært á því. Þá hefði móðir hennar rokið upp til handa og fóta og farið til Reykjavíkur. Ég þekki mína kerlingu, ég veit al- veg hvernig hún hefði brugðist við. - Mér finnst þetta samt illa gert. - Það kemur þér ekkert við, Kristján minn. Það sem að þér snýr er það að nú veistu hvernig Sigmundi áskotnað- ist féð. Farðu frekar út og finndu hinn raunverulega þjóf. Kristján var ekki ánægður. - Jökull, ertu þá til í að koma með mér að Strönd og hitta þær mæðgur. Þetta gengur ekki. Hvernig heldur þú að þér gangi einn hér á Klettstanga. Borghildur hefur alltaf séð um allt í landi á meðan þú ert á sjónum. Jökull skellti í góm. - Hún kemur heim. - Ekki er ég nú viss um það. - Heldurðu að hún verði á Strönd það sem eftir er? Kristján hristi höfuðið. - Nei, Jökull minn. Hún fer að Hóli. Borghildur kom í morgun og keypti Hól af dánarbúinu og allt með, fénað og verkfæri. Jökli brá. Þessu hafði hann ekki reiknað með. Hann vissi þó að bankabókina hafði Borghildur tekið. Hún átti sosum nóg fyrir þessu koti og meira en það. Jæja, hún var þá svona reið. Hann horfði í gaupnir sér. - Sýslumaður, væri þér sama þótt þú geymdir þessa vit- neskju hjá þér? Kristján játti. - Það er satt sem þú segir Jökull. Mér koma þín einka- mál ekkert við. Ég vona bara að þið Borghildur farið ekki að skilja á gamals aldri. - Hún fær aldrei skilnað. - Vertu ekki of viss um það. Kristján gat ekki stillt sig um að gefa Jökli umhugsun- arefni. Hann var eitthvað svo sjálfumglaður karlinn og viss í sinni sök. Það gerði ekkert til þó að hann svitnaði Heima er bezt 305
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.