Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2001, Blaðsíða 66

Heima er bezt - 01.07.2001, Blaðsíða 66
örlítið. Kristjáni fannst hann hafa komið lúalega ffam við konu sína og dóttur. Jökull stóð upp. - Getum við þá farið? - Já. Jökull hvarf á braut og Sigmundur á eftir. í dyrunum sneri hann sér við og leit á Kristján. - Ég hef ekkert á móti þér sýslumaður, en ég gat ekki brugðist trúnaði Jökuls. Ég svík ekki vini mína. - Ég veit. Ég held við skiljum hvorn annan. Sigmundur kinkaði kolli og kvaddi, en Kristján settist við skrifborðið sitt. Hann faldi andlitið í höndum sér. Hann var svo óstjórnlega þreyttur. Stuttu seinna kom Lína inn. Hún iðaði í skinninu. - Hvar er Sigmundur? Þú tókst hann fastann, var það ekki? Kristján stundi. - O, þú forvitna kona. Ég lét Sigmund lausan vegna þess að ég fékk óyggjandi sannanir fyrir því að hann framdi ekki verknaðinn. - Hvar fékk hann þá peningana? - Það ætla ég ekki að segja þér, góða mín. Ykkur vin- konunum væri nær að hjálpa til við að upplýsa málin en að sitja og slúðra. Lísa lyfti brúnum. Hún reiddist ekki að þessu sinni, enda búin að fá útrás á manni sínum fyrr um daginn. Hins vegar hafði hann gefið henni hugmynd sem vert var að skoða. Hún ákvað að hóa í vinkonurnar, hún hafði þó fréttir. * * * Sigmundur rölti við hlið Jökuls að Brekkubæ. Skip- stjórinn benti honum að koma inn. Hann átti koníakstár í skáp sínum og fannst tilvalið að gauka því að Sigmundi. Hann helti í tvö staup og rétti Sigmundi annað. - Þakka þér fyrir hollustuna, Sigmundur. - Það er sjálfþakkað. Ég held að karlinum honum Krist- jáni komi lítið við hvar ég fæ peningana mína. - Hann hefði aldrei hætt. - Ég hefði aldrei sagt honum það. Það hefði sosum ekk- ert væst um mig í kjallaranum hjá honum, en ég er feginn að þú komst. - Ég þarf að biðja þig að gera mér greiða. - Hvað sem er. - Ég vil að þú farir að Strönd og komist að því hvað þessar kerlingar eru að bralla. Það er ekkert skrýtið þótt þú lítir við og viljir sjá hvernig Sigríði litlu reiðir af eftir volkið. Þú átt nú í henni lífið. - Ekki ég heldur þú, en ég skal fara. - Hittu mig svo þegar þú kemur til baka. Sigmundur kláraði úr staupinu. - Viltu ekki meira? - Ekki núna, ég ætla að vera klár í kollinum er ég kem að Strönd. Þeir kvöddust og Sigmundur hélt af stað. 8. Kafli. Það var hlýtt og notalegt í húsinu á Strönd. Piltamir voru í gegningum og Kristín að mjólka kúna. Jakobína sat og prjónaði í eldhúsinu og Alda hafði tyllt sér hjá henni. Hún var eitthvað svo eirðarlaus stúlkan. Allt í einu hafði svo margt gerst í annars fábreytileika daganna. - Amrna. - Já, rýjan mín. - Heldurðu að menn sem drepa sig komist til Guðs? - Örugglega. Hann er ekki vanur að fara í manngreinar- álit. Af hverju ertu að hugsa um það? - Bara. - Segðu mér. Alda stundi. Hún vissi ekki alveg hvað hún átti að segja við ömmu sína. - í gær, mér fannst ég sjá Kjartan á Hóli hérna í eldhús- inu. Hvernig má það vera? Jakobína prjónaði í gríð og erg. - Það má vera. - Hvað meinarðu, amma? - Ég meina það, barnið mitt, það má vera að hann hafi litið inn hjá okkur. En það þýðir ekki að hann komist ekki til guðs. - Sást þú hann kannski? - Má vera. En þú þarft ekkert að vera hrædd þótt þú sjáir Kjartan eða einhvern annan sem er kominn yfir móðuna miklu. Þeir gera okkur ekkert þessir svipir. Kjartan var góður maður, hann hefur bara lent í einhverri ógæfu sem við vitum ekki um. Hann hefur eflaust orðið fyrir mótlæti sem hann gat ekki lifað með. - En amma. Presturinn segir að naður fari til helvítis ef maður drepi einhvern. Jakobína dæsti. - Þú spyrð of mikið. Ég er viss um að presturinn okkar segir það ekki á laugardaginn þegar hann fer að lesa yfir vesalings manninum, ég skal lofa þér því. Annars eigum við ekki að vera að velta okkur of mikið upp úr þessum hlutum. Við vitum að algóður guð vakir yfir okkur og verndar okkur. Við skulum heldur hugsa um þá sem eru á lífi og framtíðina. Svona ungar stúlkur eiga ekki að vera að velta fyrir sér dapurlegum hlutum. - Ég vildi að dauðinn væri ekki til. - Dauðinn er ekki til. Ertu búin að gleyma því að Jesús Kristur lét lífið fyrir okkur. Hann var krossfestur svo að við mættum auðnast eilíft líf. - Æ, amma. Þú veist hvað ég meina. Stúlkan sat hugsi dálitla hríð. Hún gat ekki hætt að hugsa um dauðann og þessa undarlegu sýn. Það hafði verið svo skrýtið að horfa á Kjartan í eldhúsinu. Hann var ekkert hræðilegur, ekkert blár eða tungan út úr honum eins og Hrafn hafði sagt. Hrafn hafði auðvitað ekkert séð hann en einhver hafði sagt honum það. Það fór hrollur um stúlkuna. - Amma, af hverju hengdi hann sig? Jakobína hristi höfuðið. 306 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.