Heima er bezt - 01.07.2001, Page 70
hefði mátt saumnál detta. Það var loksins Kristján sýslu-
maður sem rauf þessa miklu þögn.
- Hvað ertu að segja manneskja? Hvernig veist þú það
og hver er það?
Gunna brosti lítillega.
- Eg ætla ekki að segja þér það í dag, sýslumaður góð-
ur. Eg skal segja þér það á morgun. Það er sanngjarnt að
sá hinn seki fái tækifæri til að koma til þín af sjálfsdáð-
um. Ef hann hefur ekki komið til þín annað kvöld skal ég
svara spurningum þínum.
Það kom kurr í hópinn og margir tóku andann á lofti.
En Kristján lét ekki trufla sig.
- Ertu að segja að sá seki sé hér í veislunni?
- Hver veit...
Gunna sagði ekkert meir, kastaði kveðju á fólkið og fór.
Sigmundur hvarf fljótlega á eftir henni.
Fyrst eftir að Gunna fór sátu menn þöglir, en síðan
þurftu allir að tjá sig um þessa undarlegu hegðun. Það var
dæmalaust að manneskjan skyldi dirfast að mæta drukk-
in. Þetta hlaut að vera eins og hvert annað fylliríisröfl.
Hún Gunna hafði hvort sem var aldrei getað hagað sér
eins og siðaðri manneskju sæmdi. Hún var eins og versti
karlmaður, blótaði og drakk og reykti þar að auki stórsíg-
ar. Það var ekki von á góðu. Hvernig dirfðist hún líka að
gefa í skyn að einn af þeim, sem þarna voru, hefðu farið
ránshendi um bæinn á Hóli? Nei, þetta var einum of mik-
ið af því góða. Líklegast var að Gunna væri loks að verða
dálítið galin, hún hafði hvort sem var aldrei verið eins og
fólk er flest.
Lína, sem ekkert tók þátt í umræðunni, smeygði sér
fram að dyrum og tók yfirhöfnina sína. Hún hvíslaði að
manni sínum.
- Ég verð eiginlega að fara og gá að stelpunum. Vert þú
bara lengur, ég ætla að rölta heim.
Kristján kinkaði kolli. Það var ekki langt fyrir Línu að
fara, en hann var undrandi á hegðun hennar. Hún var ekki
vön að vera svona áhugalaus ef eitthvað krassandi var í
gangi. Manneskja, sem lagðist svo lágt að liggja á hleri,
stóð nú og þóttist ekki heyra allt sem sagt var. Hann trúði
varla að kraftaverkið hefði gerst. Það hlaut eitthvað að vera
að Línu. Hún hlaut að vera lasin. Helst hefði Kristján viljað
yfirgefa samkvæmið um leið og kona hans en hann varð að
vera lengur. Hann og presturinn stóðu fyrir þessu og því bar
honum að vera til enda. Það var öðruvísi með Línu. Hún
var vanfær og hafði því afsökun fyrir því að fara heim.
Vegna uppákomunnar hennar Gunnu dróst það á lang-
inn að fólk færi heim. Var svo langt gengið í umræðunni
um konugarminn að sumir voru búnir að rifja upp alla
helstu karlmennina sem hún hafði verið kennd við. Krist-
jáni var eiginlega nóg boðið, en vissulega voru það ekki
allir sem svo töluðu. Borghildur gerði hvað hún gat að
bera í bætifláka fyrir Gunnu. Henni hafði alltaf fallið vel
við hana og taldi hana vera einn besta starfskraftinn í
fiskvinnunni.
Það var komið langt fram á kvöld er Kristján kom
heim. Hann var heldur en ekki undrandi er Solla gamla
sat hálfdottandi yfir telpunum sem nú voru sofhaðar
hreinar og sælar að sjá. Hann ýtti við gömlu konunni.
- Hvar er Lína?
- Ó, hún þurfti að skreppa og hjálpa henni Siggu með
eitthvað blúnduverk. Hún bað mig að segja þér að vera
ekkert að vaka, hún kæmi kannski ekki mjög snemma
heim.
Kristjáni var órótt. Það var eitthvað undarlegt á seyði.
- Var hún nokkuð lasleg?
Solla gamla brosti.
- Nei, nei, öðru nær. Hún var mjög glaðleg og leit vel
út. Hafðu ekki áhyggjur af henni. Þú átt mjög hrausta og
fallega konu, sýslumaður.
Kristján hummaði eitthvað. Hann ákvað að vinna við
bókhald sýslunnar, hann þorði ekki að sofna fyrr en Lína
kæmi heim.
* * *
Eftir að Lína hafði sagt Sollu gömlu allt frá jarðarfor-
inni flýtti hún sér að heiman á ný. Hún vonaði bara að
Kristján færi ekki að hafa áhyggjur af henni. Hann mátti
bara ekki skemma allt ráðabruggið. Gunna hafði teflt á
tæpasta vað og gert sig að algjörum aula fyrir framan
alla. En henni Gunnu var sama. Best var ef erfidrykkjan
stæði sem lengst.
Allt var mjög vel undirbúið. Lína hafði tekið loforð af
Siggu að segja að hún væri hjá henni en kæmist ekki í
síma ef Kristján hringdi. Sigga vissi allt um ráðbrugg
þeirra og hún varð að treysta því að hún sæi um sýslu-
manninn ef hann færi að undrast um hana.
Lína flýtti sér sem mest hún mátti heim til Gunnu. Hún
smeygði sér inn um dyrnar. Gunna tók á móti henni og
faðmaði hana.
- Sástu svipinn á fólkinu. Það héldu allir að ég væri
pissfull.
Þær flissuðu.
- Það verður líklega eitthvað skrafað um mig á næst-
unni í plássinu og það ekki allt fallegt.
Lína hnussaði.
- Blessuð góða, það snýst allt þér í hag ef við gómum
hann.
- Eins og mér sé ekki sama hvað fólk skrafar. En farðu
nú inn í herbergi og vertu þar. Það er best að fólk haldi að
ég sé ein heima.
Þær horfðust í augu eitt andartak en síðan smeygði
Lína sér inn í herbergi inn af eldhúsinu og hallaði á eftir
sér.
Tíminn silaðist áfram og Gunna sýslaði í eldhúsinu.
Hún lét sem ekkert væri, raulaði fyrri munni sér og virtist
hin kátasta. Það var ekki fyrr en á tíunda tímanum að úti-
dyrahurðinni var hrundið upp og Bjami Bóla kom inn í
eldhúsið til hennar. Hann sagði ekkert strax en starði á
Gunnu.
- Bjarni, viltu snafs?
Hann hnussaði.
310 Heima er bezt