Gátt - 2016, Side 5

Gátt - 2016, Side 5
Aldrei of seint að byrja. Réttindi styrkja Raunfærnimatið er alger snilld og það ættu Námskeiðið var frábær upplifun og Samtal við námsráðgjafa breytti góð leið til að komast út og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar sem það er statt og mæta þeim sem eru les-, eða talnablindir og eiga Námskeiðið hefur styrkt mig persónulega í vondar minningar úr skóla. leik og starfi. Námskeiðið gjörbreytti mér og mínu lífi, það gaf mér mikið sjálfsöryggi. Sjálfsstyrking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög mikilvægur. 5 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 Góð grunnmenntun og möguleikar launafólks til að viðhalda og auka þekkingu sína og hæfni út starfsævina er mikilvæg forsenda virkrar þátttöku einstaklinganna í samfélaginu og á vinnumarkaði, öflugs atvinnulífs og samfélags velferðar. Samtök launafólks og atvinnurekenda hafa um langt skeið lagt mikinn og vaxandi þunga í starfi sínu á aukna menntun í atvinnulífinu. Síðustu ár hefur sérstök áhersla verið lögð á að skapa launafólki með litla formlega menntun möguleika til að afla sér grunnmenntunar og fá viðurkennda margvís- lega þekkingu og hæfni sem það hefur aflað sér. Markvisst hefur verið unnið að uppbyggingu framhaldsfræðslunnar þar sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur gegnt lykilhlutverki. Þá hefur verið byggt upp þétt net fræðslustofnana atvinnu- lífsins og símenntunarmiðstöðva um land allt sem lyft hafa grettistaki í menntun launafólks á undanförnum árum. Þetta samstarf og árangur þess hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Að baki búa sameiginlegir hagsmunir launa- fólks og atvinnurekenda. Til að ná markmiðinu um öfluga framhaldsfræðslu hefur í kjarasamningum verið samið um aukin framlög í fræðslu- sjóði og til fræðslustofnana atvinnulífsins til að fjárfesta í menntun fólks á vinnumarkaði. Jafnframt hafa aðilar vinnu- markaðarins knúið stjórnvöld til að leggja fram fjármuni í sama tilgangi. Í starfi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og fræðsluað- ila hafa verið þróuð og reynd öflug verkfæri í framhalds- fræðslunni. Hér er ég að vísa til náms- og starfsráðgjafar, vottaðra námsleiða og raunfærnimatsins sem sýnt hafa ótví- rætt gildi sitt í verki. Í því samhengi er sérstaklega ánægju- legt að sjá hversu öflugt og skilvirkt tæki raunfærnimatið hefur reynst. Næsta skref í þeirri vegferð er að þróa áfram raunfærnimatið á móti viðmiðum atvinnulífsins og hrinda því í framkvæmd. Og verkefnin framundan eru ærin. Með bókun, sem fylgir kjarasamningum verka- og verslunarfólks á almennum vinnumarkaði frá maí 2015 og vinnu við útfærslu hennar, hefur verið sett fram markmið um þróun raunfærnimats og námsúrræða fyrir þúsundir launafólks á næstu misserum og árum í fjölmörgum greinum atvinnulífsins. Greinum þar sem slík úrræði eru víða ekki til staðar í dag. Þegar hefur verið unnið að þróunarverkefnum í dagvöruverslun og sett hafa verið fram metnaðarfull markmið um öflugt menntaátak í ferðaþjónustunni og þeim fylgt eftir. Ef vel tekst til er þannig í augsýn ein stærsta aðgerð hér á landi í mennta- málum fyrir atvinnulífið frá upphafi. Það er sameiginlegt viðfangs- efni þeirra aðila sem málið varðar, samtaka launafólks og atvinnurek- enda, mennta- og menningarmála- ráðuneytisins, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Fræðslusjóðs, starfsmenntasjóða og fræðslu- aðila, að móta sameiginlega framtíðarsýn, forgangsraða verkefnum og ákveða hvernig þeim verði best fyrirkomið. Jafnframt er ljóst að stórauka þarf framlög á fjárlögum á næstu árum til fjárfestinga í framhaldsfræðslunni. Liður í þeirri vinnu er að endurskoða rammann sem settur var með lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010. Á þeim tíma sem liðinn er hefur fengist dýrmæt reynsla sem nauðsynlegt er að draga lærdóm af. Tillögur verkefnahóps um fullorðins- og framhaldsfræðslu frá því í maí 2015 eru meðal annars tilraun til þess. Einn mikilvægasti lærdómurinn er að líkt og frumkvæðið að uppbyggingu framhaldsfræðsl- unnar var í höndum aðila vinnumarkaðarins er forsenda áframhaldandi uppbyggingar og framþróunar að atvinnu- lífið, samtök launafólks og atvinnurekenda, leiði starfið með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Þar liggja hags- munirnir og þar mun öðru fremur ráðast hvernig til tekst með framkvæmdina. Síðast en ekki síst er rétt að halda til haga að nýlegt samkomulag um hæfniramma fyrir menntun hér á landi styður vel við framhaldsfræðsluna og tengingu yfir í formlega menntakerfið. Einnig er vinnan, sem hafin er við þróun og uppbyggingu fagháskólanáms hér á landi , mikilvægur liður í að efla og styrkja framhaldsfræðsluna og verk- og starfs- menntun almennt til framtíðar. HALLDÓR GRÖNVOLD F R A M H A L D S F R Æ Ð S L A N Á T Í M A M Ó T U M – M I K I LV Æ G V E R K E F N I F R A M U N D A N Halldór Grönvold

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.