Gátt - 2016, Blaðsíða 7

Gátt - 2016, Blaðsíða 7
Aldrei of seint að byrja. Réttindi styrkja Raunfærnimatið er alger snilld og það ættu Námskeiðið var frábær upplifun og Samtal við námsráðgjafa breytti góð leið til að komast út og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar sem það er statt og mæta þeim sem eru les-, eða talnablindir og eiga Námskeiðið hefur styrkt mig persónulega í vondar minningar úr skóla. leik og starfi. Námskeiðið gjörbreytti mér og mínu lífi, það gaf mér mikið sjálfsöryggi. Sjálfsstyrking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög mikilvægur. 7 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 2015. Samstarfsaðilar Fræðslusjóðs í þessu verkefni á árinu 2015 voru 13 símenntunarmiðstöðvar. Vottað nám er skil- greint sem nám samkvæmt námsleiðum sem hafa verið sérhannaðar fyrir fólk á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið framhaldsskóla og sem metnar hafa verið til eininga á fram- haldsskólastigi. Árið 2015 voru þátttakendur 2.706 talsins í 215 vott- uðum námsleiðum sem Fræðslusjóður fjármagnaði. Um 66% þátttakenda komu af landsbyggðinni en 34% þeirra sem sóttu námið komu frá höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendum hjá fimm símenntunarmiðstöðvum fjölgaði á milli áranna 2014 og 2015 en fækkaði hjá átta stöðvum. Í heild fækkaði þátttakendum úr 2.804 í 2.706. Fleiri konur en karlar eru þátttakendur í vottuðum náms- leiðum. Á síðustu árum hefur körlum fjölgað nokkuð og árið 2015 var hlutfall þeirra 34% sem er 1% hærra en árið áður og töluvert hærra en árið 2008 þegar hlutfall karla var aðeins tæp 20%. Samanburður áranna 2014 og 2015 sýnir að í vottuðu námi, greiddu af Fræðslusjóði, fækkar nemendastundum um rúmlega 36 þúsund, á meðan nemendastundum í vottuðu námi, greiddu af öðrum, fjölgaði óverulega, eða um rúmlega 500 nemendastundir. Samanlagt fækkar nemendastundum í vottuðu námi fyrir markhóp FA um tæplega 36 þúsund eins og mynd 1 sýnir. Á árinu 2015 nam kostnaður við framkvæmd náms- og starfsráðgjafar alls tæpum 114,2 m.kr. Árið 2015 héldu átta af þrettán fræðsluaðilum samtals 108 kynningarfundi í náms- og starfsráðgjöf en þar af fóru 84 kynningar fram á vinnustöðum, eða 78%, en aðrar kynningar voru 24, eða 22%. Heildarfjöldi ráðgjafarviðtala hjá símenntunarmiðstöðv- unum og fræðslumiðstöðvum iðngreina árið 2015 var 8.319 viðtöl á móti 9.467 árið 2014 sem er fækkun um 1.148 viðtöl eða um 12%, sbr. töflu 1 hér á eftir. Sjö miðstöðvar skila fleiri viðtölum heldur en árið 2014 en sjö eru með færri viðtöl en árið áður. Mest fækkun viðtala var hjá Mími-símenntun, Mið- stöð símenntunar á Suðurnesjum og Fræðsluneti Suðurlands. Af þessum 8.319 viðtölum flokkast 55,5% sem hefð- bundin viðtöl, 17,8% voru í hópráðgjöf, 16,9% fólust í raf- rænni ráðgjöf og símaráðgjöf, 4,4% voru hvatningarviðtöl og 5,3% flokkast undir færnimöppugerð í raunfærnimati. Skipting eftir kyni hefur tekið nokkrum breytingum á undanförnum árum. Árið 2007 voru karlar 39% þeirra ein- staklinga sem sóttu ráðgjöf og konur 61%, næstu ár óx hlut- fall karla jafnt og þétt og árið 2011 var hlutfall karla komið í 59%. Árið 2015 var hlutfall karla 57% og kvenna 43%, sem er sama skipting og árið á undan. Aldurssamsetning í ráðgjöfinni fyrir árið 2015 sýnir að helmingur ráðþega eru á aldrinum 26–40 ára (50%), og stór hluti þeirra er á aldrinum 41–55 ára (28%). Litlar breytingar hafa orðið á aldurssam- setningu síðustu árin. Árið 2015 voru 80% viðtala náms- og starfsráðgjafa við einstaklinga sem hafa ekki lokið námi á framhaldsskólastigi, þ.e. hafa aðeins lokið grunnskóla eða hafið nám í framhalds- skóla og ekki lokið. Hlutfall viðtala við einstaklinga sem höfðu lokið iðn- eða starfsmenntun var 11%. Árin 2009 og 2010 jókst þjónusta náms- og starfsráð- Mynd 1. Nemendastundir í vottuðu námi fyrir markhóp FA, 2007–2015 500.000 450.000 400.000 350.000 300.000 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 0 2007 151.230 168.358 273.165 439.217 418.814 429.727 467.942 477.894 442.213 Vottað nám greitt af Fræðslusjóði Vottað nám greitt af öðrum Samtals 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 Tafla 1. Fjöldi ráðgjafarviðtala árin 2010–2015 Fræðsluaðilar 2010 2011 2012 2013 2014 2015 Símenntunarmiðstöðvar 8.552 8.316 7.403 7.517 6.691 5.661 Fræðslumiðstöðvar iðngreina 2.247 2.552 2.814 3.347 2.776 2.658 Samtals 10.799 10.868 10.217 10.864 9.467 8.319
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.