Gátt - 2016, Qupperneq 16

Gátt - 2016, Qupperneq 16
stöðu manns á vinnumarkaði. allir a ð fara í það sem hafa kost á því. góð leið til að komast ú t og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar se m það er sta tt o g mæta þeim sem eru les-, e ða talnablindir o g eiga Námskeiðið hefur sty rkt mig persónulega í Námskeiðið gjörbreytti m ér og mínu lífi , það gaf m ér m ikið Sjálfssty rking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög Gott a ð hafa stu ðning vinnustaðarins til að sækja námskeiðið. Námskeiðið var fjölbreytt og skemmtilegt og það hefur veitt m ér in nsýn í hvar mínir sty rkleikar lig gja og hvað ég þarf að gera til a ð komast í 16 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 Síðsumars 2016 voru hafnar viðræður við þróunaraðila Innu um hugsanleg aðild FA og samstarfsaðila að Innu. M I Ð L U N U P P LÝ S I N G A U M S TA R F I Ð Í F R A M H A L D S F R Æ Ð S L U N N I Gátt er ársrit Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og ber undir- titillinn Ársrit um framhaldsfræðslu. Gátt kemur út í þrett- ánda skipti í tengslum við ársfund Fræðslumiðstöðvarinnar sem haldinn verður miðvikudaginn 30. nóvember 2016. Í ritinu er alhliða umfjöllun um framhaldsfræðslu á Íslandi og í Evrópu. Þema ársins er verkefni í þróun fullorðinsfræðslu og verður fjallað um það í fræðilegum greinum, reynslusögum og lýsingum á ýmsum möguleikum sem standa þeim til boða sem óska eftir fræðslu. Gátt, ársrit Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er dreift víða, meðal annars til símenntunarmiðstöðva, framhalds- skóla og bókasafna. Gátt er notuð til kennslu í þremur háskólum, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og Lista- háskóla Íslands, og er ritið einnig aðgengilegt á vef Fræðslu- miðstöðvar atvinnulífsins, www.frae.is. Upplýsingum er einnig miðlað með ýmsum öðrum hætti, meðal annars með kynningarbæklingum, fréttabréfum, útgáfu námskráa og dreifingu þeirra, þátttöku í ráðstefnum og móttöku gesta, bæði innlendra og erlendra. Í ár mun FA, í samstarfi við NVL, standa að þremur ráð- stefnum og námskeiðum, sjá nánar í kaflanum um Norrænt tengslanet um nám fullorðinna. Starfsemi FA var á tímabilinu kynnt fyrir á fimmta hundrað manns, þar á meðal fyrir hópum frá Norðurlöndum, Eystrasaltslöndum og Ungverjalandi. Kynningarnar hafa farið fram á fundum og ráðstefnum á Íslandi og erlendis. Umfjöll- unarefni kynninganna var starfsemi FA, ráðgjöf í raunfærni- mati, Fræðslustjóri að láni og starfsmenntasjóðir. Á árinu var fram haldið vinnu við að kynna það starf sem fram fer á vettvangi framhaldsfræðslu bæði fyrir almenn- ing og gagnvart öðrum skólastigum. Unnið hefur verið með fulltrúum Kvasis um þróun hugmynda um kynningarmál. Á fyrri helmingi ársins voru haldnir tveir fundir í hópnum. Þá var enn fremur unnið að kynningu á framhaldsfræðslunni í félagsmiðlum í upphafi árs í samstarfi við auglýsingastofuna ENNEMM. U N D I R B Ú N I N G U R A Ð K O M U N Ý R R A H Ó PA U M F R A M H A L D S F R Æ Ð S L U Eitt af markmiðum FA er að nýta samlegðaráhrif í starfi sínu til hagsbóta fyrir hópa sem standa utan vinnumarkaðar, sér- staklega innflytjendur, fatlað fólk og hælisleitendur. Lögð hefur verið áhersla á náms- og starfsráðgjöf fyrir innflytjendur, fatlað fólk og hælisleitendur og byggt á nálgun á upplýsingum úr Menntun núna verkefnum og GOAL, erlendu samstarfsverkefni sem lýst er sérstaklega hér á eftir. GOAL verkefnið (Guidance and Orientation for Adult Learners) er unnið samkvæmt umsókn/áætlun sem hlaut styrk úr Erasmus Key Action 3. Mennta- og menningar- málaráðuneytið fól FA að taka þátt í umsókn í verkefnasjóð Erasmus + Key Action 3: Stuðningur við stefnumótun um framtíðarverkefni. Sjóðurinn veitir styrki í verkefni þar sem þróaðar eru nýjungar í menntamálum á stefnumótunarstigi í gegnum alþjóðlegt samstarf. FA tók þátt í for umsóknar ferli og lokaumsóknarferli á árinu 2014 ásamt samstarfsaðilum. Verkefnið hófst formlega 1. febrúar 2015 undir forystu flæmska mennta- og menningarmálaráðuneytisins í Belgíu. Önnur samstarfslönd eru Holland, Tékkland, Slóvenía og Litháen. Að auki er matsaðili verkefnisins frá Bretlandi og fulltrúi frá Tyrklandi fylgist með þróuninni. Verkefnið er til þriggja ára og er unnið í samstarfi við Mímir-símenntun og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, á þeirra svæðum. Í gegnum samstarf landanna verða þróaðar leiðir fyrir heild- stæða þjónustu ráðgjafar sem beint verður að hópum sam- félagsins sem síður sækja í nám. Áskoranir eru ýmiss konar og gengur misvel að ná í markhópinn inn í verkefnið. Áætl- anir voru yfirfarnar og gögn útbúin fyrir fundi og þróuð áfram í kjölfar þeirra ásamt fundargerðum. Unnið var að fjármálum, samningar gerðir og upplýsingar skráðar fyrir ársskýrslu verk- efnisins. Unnið er að þróun tengslanets og að samstarfi tengdra hagsmunaaðila og stofnana fyrir þróun verkefnisins hér- lendis. Í verkefninu hefur hingað til verið haldið fast í þá hug- mynd að verið sé að færa námsráðgjöf nær hópum sem hafa ekki sótt sér ráðgjöf áður og sækja síður í nám. Í gegnum verkefnið eru hagsmunaaðilar nú upplýstari um þá þjónustu sem er til staðar og geta vísað hver á annan eftir þörfum hvers einstaklings. Unnið er að því að efla það samstarf í þágu markhópsins. Sérfræðingar FA hafa tekið þátt í að meta stöðu mála
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.