Gátt - 2016, Síða 21

Gátt - 2016, Síða 21
Aldrei of seint að byrja. Réttindi styrkja Raunfærnimatið er alger snilld og það ættu Námskeiðið var frábær upplifun og Samtal við námsráðgjafa breytti góð leið til að komast út og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar sem það er statt og mæta þeim sem eru les-, eða talnablindir og eiga Námskeiðið hefur styrkt mig persónulega í vondar minningar úr skóla. leik og starfi. Námskeiðið gjörbreytti mér og mínu lífi, það gaf mér mikið sjálfsöryggi. Sjálfsstyrking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög mikilvægur. 21 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 • gerir fullorðnum með takmarkaða formlega menntun kleift að hefja nám að nýju og styrkja starfsgengi sitt • viðurkennir og þar með hvetur til óformlegs náms. (Field o.fl., 2012) Margar hindranir koma samt sem áður í veg fyrir að stað- festingarferlið sé skilvirkt. Menntastofnanir og fagmenn eru oft tregir til að samþykkja að hæfni sé hægt að afla við mismunandi námsaðstæður, og jafnvel á óformlegan hátt, og atvinnurekendur eru stundum tregir til að gera færni starfsmanna sinna of augljósa af ótta við að missa þá frá sér. Mat á fyrra námi er einnig töluvert vandamál því segja má að óformleg menntun sé í eðli sínu óskjalfest. Trú- verðugt og faglegt raunfærnimat er mjög kostnaðarsamt. Þessi málefni hafa verið rædd innan færniþróunarnetsins. Í skýrslunni Kompetanse sett fra arbeidslivet,7 sem lá til grund- vallar hugmyndaráðstefnu netsins í lok ágúst 2016, kemur fram að horfa verði á alla þætti sem varða færniþróun í atvinnulífinu; 1. Nám sem fer fram í atvinnulífinu. Hér er átt við nám starfsmanna og stjórnenda sem fer fram á vinnustaðnum og á jafnt við um skipulagða og vel uppbyggða færni- þróun sem og formlaust nám sem fer fram dags daglega í vinnunni. 2. Nám áður en farið er út á vinnumarkað. Hér er bæði átt við nám ungs fólks áður en það fer út á vinnumarkaðinn og nám fólks þegar það er milli starfa. Námið á sér stað í skóla eða hjá fræðsluaðila, eða jafnvel á vinnustöðum ef þeir eru notaðir til vinnustaðanáms. 3. Raunfærnimat og viðurkenning eða vottun á færni. Rætt hefur verið um raunfærnimat með hliðsjón af þeim kröfum sem þarf að uppfylla til að geta fengið vinnu, geta þróast í starfi og að geta skipt um starf. Raunfærni- mat þarf að vera áreiðanlegt, lögmætt og byggt á kröfum atvinnulífsins og jafnframt þarf það að vera hliðstætt því kerfi sem notað er innan formlega skólakerfisins. Lögð er áhersla á að vinnumarkaðurinn er ekki einn, heldur eru margar ólíkar gerðir innan vinnumarkaðar hjá einni þjóð 7 http://nvl.org/Portals/0/_dokumenter/2016/Underlag%20till%20arbets- konferens.pdf og sinna þarf þeim öllum. Í stuttu máli má skipta vinnumark- aðnum í þrjár tegundir: 1. Vinnumarkaður sem lýtur lagafyrirmælum um færni. Sem dæmi má nefna löggiltar iðngreinar eða háskólapróf til starfa, s.s. nám lækna og hjúkrunarfræðinga. 2. Opinn vinnumarkaður, þar sem krafa er gerð um ákveðið stig menntunar, en hún getur verið í ýmsum greinum. 3. Innri vinnumarkaður, þar sem formlegrar menntunar er ekki krafist heldur fremur ákveðinna eiginleika starfs- manna og viðhorfa. Í þeim tilfellum hefur formleg menntun litla eða enga þýðingu fyrir þá sem gegna sama starfi. Námslok úr formlegu skólakerfi annars vegar og færni sem aflað er í starfi innan fyrirtækja hins vegar hafa því ólíku hlutverki að gegna á ólíkum geirum vinnumarkaðar. Þriðji þátturinn nýtur ekki athygli stjórnvalda í samanburði við hina tvo, þar sem formlega menntakerfið spilar stórt hlutverk. Ein af niðurstöðum netsins er að stjórnvöld þurfi að byggja upp markvissa og góða færniþróunarstefnu, þar sem skapaður er samhljómur milli námsstaða og menntakerfis og athygli er beint að öllum geirum vinnumarkaðar: Þekking og athygli stjórnmálamanna er misskipt á milli mismunandi vinnumarkaða. Markviss og góð færnistefna verður að koma á jafnræði á milli mismunandi vettvangs náms og menntakerfanna sem eru fyrir hendi og til þess verðum við að hafa jafn mikla þekkingu á öllum gerðum vinnumarkaðar. (Kompetanse sett fra arbeidslivet, bls. 4) Færniþróunarnetið hefur ekki hvað síst beint sjónum að nauðsyn þess að atvinnulífið sjálft taki þátt í færniþróun, meðal annars með því að geta greint og lýst hvaða færni þarf og hvernig færniþróun er skipulögð fyrir þá sem eru í starfi eða nýráðnir til starfa þannig að fyrirtækið hafi aðgang að þeirri færni sem það þarfnast hverju sinni. Atvinnurekendur og stjórnendur þurfa því í ríkari mæli að hafa færni til að skapa aðstæður fyrir nám/færniþróun þannig að það sé fjár- hagslega mögulegt fyrir fyrirtækið og starfsmenn hafi tæki- færi til að taka þátt. Þar sem færniþróun kostar bæði tíma og peninga skiptir máli að hún sé skipulögð á forsendum fyrirtækjanna. Ekki er síður mikilvægt að hægt sé að meta hvernig fjárfesting í færniþróun skapar fyrirtækinu verðmæti. Í skýrslunni er fjallað um mikilvægi náms innan fyrir-

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.