Gátt - 2016, Page 25

Gátt - 2016, Page 25
Aldrei of seint að byrja. Réttindi styrkja Raunfærnimatið er alger snilld og það ættu Námskeiðið var frábær upplifun og Samtal við námsráðgjafa breytti góð leið til að komast út og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar sem það er statt og mæta þeim sem eru les-, eða talnablindir og eiga Námskeiðið hefur styrkt mig persónulega í vondar minningar úr skóla. leik og starfi. Námskeiðið gjörbreytti mér og mínu lífi, það gaf mér mikið sjálfsöryggi. Sjálfsstyrking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög mikilvægur. 25 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 A N D S TÆ Ð A R U M R Æ Ð U R U M A N N A Ð H V O R T E Ð A Við erum enn föst í neti eilífra umræðna um hvort nám á net- inu sé betra eða verra en hefðbundin bekkjarkennsla, hvort rafbækur séu betri en prentaðar bækur og þar fram eftir göt- unum. Umræðurnar bera engan ávöxt, þvert á móti leiða þær okkur dýpra í skotgrafirnar. Tony Bates kemur fram með betri nálgun í ritröð sinni um nám á netinu, t.d. í Nám á netinu fyrir byrjendur: 2. Er nám á netinu lakara en hefðbundin kennsla í kennslustofu? Samanburðurinn er oftast ekki gerður á sam- bærilegum grundvelli (þ.e. á sams konar námsmönnum með álíka þarfir) og tekur sjaldnast mið af því að ólíkar aðferðir henta ólíkum hópum námsmanna (ungum stúdentum í fullu staðnámi og eldri námsmönnum í ævinámi). Eilífar umræður um hve stór hluti lýkur náminu skauta algerlega fram hjá þeirri staðreynd að námsmenn, sem stunda nám sitt í fjar- námi, búa við kringumstæður sem eru afar ólíkar kringum- stæðum stúdenta í fullu staðnámi sem ljúka yfirleitt námi sínu óháð gæðum af þeirri einföldu ástæðu að til þess að njóta áfram styrkja verða þeir að standast prófin. Yfirleitt er leitað svara við röngum spurningum í samanburði af þessu tagi, sbr. hér að neðan. H E F Ð B U N D I N M E N N T U N S J Á L F - G E F I N Sönnunarbyrðin liggur í langflestum tilvikum á námi á netinu en samtímis hafa fáir rannsakað hvort hefðbundnar aðferðir virka raunverulega eins vel og við höldum. Eru aðstæður í bekkjarkennslu alltaf þær sem best henta opinni umræðu? Við vitum hins vegar að þeir sem njóta þess að vera í sviðsljósinu koma vel út í umræðum og að þeim sem kjósa að íhuga nánar svör sín líður illa í hópi og þeir leggja sjaldnast neitt til málanna. Fyrirlesarar hafa leikið meginhlutverk í æðri menntun um aldir en þýðir það að við lærum af þeim? Hvers konar nám er metið í prófum? Ég myndi kjósa að hægt væri að létta sönnunarbyrðinni og viðurkenna að við þurfum að fella saman hefðbundnar kennsluaðferðir og nám á netinu til þess að geta boðið upp á blæbrigðaríkari nálgun í menntun. S P Y R J U M R A N G R A S P U R N I N G A Sú staðreynd að við erum enn þá föst í sömu hjólförunum eins og lýst er hér að ofan þýðir að við spyrjum alltaf rangra spurninga. Málið snýst ekki um dreifingaraðferð, tæknilegan vettvang eða gamalt á móti nýju heldur um að hanna nám þannig að það höfði til sem flestra og geri þeim kleift að nýta öll verkfæri, aðferðir og kennslufræði sem völ er á (þar með taldar hinar hefðbundnu!). Enn og aftur býður Tony Bates upp á að við einbeitum okkur að tveimur lykilspurningum: Reyndar, ættum við að vera rannsaka breytileg skilyrði fyrir árangri fremur en einungis afhendingu í gegnum tækni. Með öðrum orðum þá ættum við að leita svara við spurning- unni sem Wilbur Schramm varpaði fyrstur manna fram fyrir margt löngu eða árið 1977: Hvaða kringumstæður og hvaða ólíkir miðlar henta námi best? Þegar kemur að því að taka ákvörðun um á hvaða Alastair Creelman ALASTAIR CREELMAN N Á M Á N E T I N U – H V E R T S T E F N I R ? Um mitt sumar fjarar undan fréttaflutningi mínum vegna þess að flestir í geiranum fara í sumarfrí og ef til vill er þetta hentugur tími fyrir mig að staldra við og íhuga stöðu náms á netinu um þessar mundir og geta mér til um þróunina fram undan. Ég hef starfað við nám á netinu undanfarin tólf ár og þótt markverðar framfarir hafi átt sér stað á vissum sviðum erum við samt föst í sömu hjólförunum og glímum við sömu hleypidóma og þegar við hófum vegferðina árið 2004. Hér fyrir neðan er listi yfir endurtekin þemu í skrifum mínum sem ég verð að viðurkenna að ég er orðinn frekar þreyttur á að fjalla um (þau eru ekki í neinni ákveðinni röð).

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.