Gátt - 2016, Side 37

Gátt - 2016, Side 37
Aldrei of seint að byrja. Réttindi styrkja Raunfærnimatið er alger snilld og það ættu Námskeiðið var frábær upplifun og Samtal við námsráðgjafa breytti góð leið til að komast út og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar sem það er statt og mæta þeim sem eru les-, eða talnablindir og eiga Námskeiðið hefur styrkt mig persónulega í vondar minningar úr skóla. leik og starfi. Námskeiðið gjörbreytti mér og mínu lífi, það gaf mér mikið sjálfsöryggi. Sjálfsstyrking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög mikilvægur. 37 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 innar í því að nota liti í stað þess að ræða um þrep. Í samtali við stjórnendur reyndist þessi útgáfa vel og auðveldaði sam- tal um ábyrgð og möguleika til starfsþróunar. F L O K K U N S TA R F A V I Ð K O R T L A G N - I N G U Störf sem komu fram við kortlagninguna voru fyrst flokkuð í yfirflokka og síðan undirflokka. Yfirflokkarnir eru sex tals- ins og sjálfstæð kort eru fyrir hvern þeirra. Þó að kortin séu sex talsins þá er mikilvægt að skoða þau saman. Víða má finna samræmi í uppbyggingu starfa og fagþekkingar sem þarf til að sinna störfum. Þetta á sérstaklega við um annars vegar grunnþekkingu (gestrisni, öryggi, þjónustu, menningu) og hins vegar um störf fyrir millistjórnendur og stjórnendur (mannauður, arðsemi, rekstur, markaður). Kort er sett upp fyrir hvern yfirflokk sem greinist í undir- flokka, sem aftur greinast í einstök störf. Heiti og fjöldi yfir- og undirflokka tóku töluverðum breytingum í byrjum verk- efnisins en eftir því sem viðtölum við stjórnendur fjölgaði komst stöðugleiki á kortin. Endanlegt kort með yfir- og undir- flokkum má sjá á mynd 3. G R E I N I N G U N D I R F L O K K A – E I N - S T Ö K S T Ö R F Við greiningu á störfum var, eins og áður sagði, lagt upp með að fá stutta lýsingu á starfinu, þar sem áhersla var lögð á sjálfstæði og ábyrgð. Dæmi um slíkar lýsingar á einstökum störfum má sjá hér að neðan og skýringar á litatáknum sem koma fram á kortunum er að finna í mynd 2, hér framar í greininni. Þegar störf höfðu verið tengd við flokka og síðan greind út frá sjálfstæði og ábyrgð, komu víða fram greini- legir möguleikar til starfsþróunar. Einnig komu fram mörg sambærileg störf og er mögulegt að byggja upp fræðslu í samræmi við það. Dæmi um slíkt eru framlínustörf í þjón- ustu, móttaka á gististöðum, sala og ráðgjöf um ferðir og afgreiðslustörf á bílaleigum. Annað dæmi eru stjórnunarstörf sem fela í sér mannaforráð, skipulagningu og ábyrgð á upp- lifun þeirra sem kaupa þjónustuna. Þessi störf koma víða fram við kortlagninguna. F R J Á L S L E G N O T K U N S TA R F S H E I TA O G „ H É R G Ö N G U M V I Ð Í Ö L L S T Ö R F “ Eitt af því sem lagt var upp með var að kortleggja starfsheiti en það reyndist erfitt. Þar kom tvennt til, annars vegar það að víða eru notuð sömu starfsheiti yfir margvísleg störf. Skýrustu dæmin um þetta eru líklega starfsheitin verkefnastjóri og fararstjóri. Mismikil ábyrgð og sjálfstæði fylgir þessum starfs- heitum. Hins vegar er mikið um að notuð séu ensk starfsheiti, (runner, agent, supervisor). Þegar spurt var um störf í minni fyrirtækjum var gjarnan svarað því til að þar gangi starfsmenn í öll störf. Starfsmenn eru fáir og sérhæfing er ekki valkostur. Til þess að fá skýr- ari mynd af þessum störfum voru stjórnendur beðnir um að nálgast þessi störf með því að hugsa þau sem hlutastörf. Það gafst vel. Niðurstaðan varð því sú að í stað þess að leggja áherslu á starfsheiti færðist áherslan yfir á stutta lýsingu á starfi, með áherslu á sjálfstæði og ábyrgð. V Í S B E N D I N G A R F E N G N A R F R Á S A M T Ö L U M O G K O R T L A G N I N G U Í heimsóknum á vinnustaði komu fram ýmsar ábendingar um ferðaþjónustuna sem starfsgrein. Þessar ábendingar voru Mynd 3. Yfir- og undirflokkar starfa í ferðaþjónustu Þjónusta Skyndibiti Hótel og ráðstefnur Hópferðabílar Bílaleigur Smærri bílar Farþegar Farangur og þjónusta Öryggi og flugvöllur Ferðahönnun Markaðssetning Skipulag og útfærsla Sala ferða Framkvæmd ferða Veitingar Fólksflutningar Flugstarfsemi á jörðu Ferðir og afþreying GististaðirHótel Hostel Ráðstefnur og viðburðir Ferðaþjónusta

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.