Gátt - 2016, Side 40

Gátt - 2016, Side 40
stöðu manns á vinnumarkaði. allir a ð fara í það sem hafa kost á því. góð leið til að komast ú t og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar se m það er sta tt o g mæta þeim sem eru les-, e ða talnablindir o g eiga Námskeiðið hefur sty rkt mig persónulega í Námskeiðið gjörbreytti m ér og mínu lífi , það gaf m ér m ikið Sjálfssty rking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög Gott a ð hafa stu ðning vinnustaðarins til að sækja námskeiðið. Námskeiðið var fjölbreytt og skemmtilegt og það hefur veitt m ér in nsýn í hvar mínir sty rkleikar lig gja og hvað ég þarf að gera til a ð komast í 40 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 HILDUR BETTY KRISTJÁNSDÓTTIR S J Ó S Ó K N – TÆ K I F Æ R I O G Á S K O R A N I R Í Í S L E N S K U M S J Á V A R Ú T V E G I A Ð D R A G A N D I O G U N D I R B Ú N I N G U R Markhópur framhaldsfræðslunnar eru einstaklingar sem ekki hafa lokið formlegu námi á framhalds- skólastigi. Aðgengi að námi er misjafnt eftir starfi, stöðu eða búsetu. Innan SÍMEY vakti það athygli hversu lágt hlutfall sjó- manna sótti um nám innan framhaldsfræðslunnar. Ákveðið var að finna leið til að nálgast sjómenn og koma til móts við þarfir þeirra í námi. Þarfagreining var gerð af verkefnastjóra og leiddu niðurstöður greiningar hans meðal annars í ljós að gefinn hafði verið út dvd diskur, Þitt val – þín leið, náms- og starfsráðgjöf fyrir sjómenn. Þá hafði einnig verið unnin skýrsla fyrir Sjómennt, þar sem greindar voru fræðsluþarfir sjómanna og hafði Sjómennt Fræðslusjóður verið kynntur fyrir félagsmönnum. Þar kom í ljós að sumir þeirra höfðu stundað fjarnám í framhalds- og háskólum. Að loknum fundi með stjórn Sjómenntar var ákveðið að sækja um fjármagn til Fræðslusjóðs framhaldsfræðslu fyrir raunfærnimati og námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinulífs- ins, ásamt því að þróa bóknám fyrir sjómenn byggt á grunn- fögum framhaldsskólanámskrár. Starfsmenn SÍMEY héldu utan um verkefnið og var formlegur samstarfssamningur við Sjómennt undirritaður. Í framkvæmd var fyrsta skrefið að fá samstarfsaðila á landsvísu til að koma að verkefninu, þeir urðu Mímir- símenntun, Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum, VISKA – fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja, IÐAN fræðslusetur og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Útgerðarfyrir- tækin sem lagt var upp með voru Samherji hf. á Akureyri, Vísir hf., Þorbjörn hf. í Grindavík, Ísfélagið hf., Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum og HB Grandi í Reykjavík. Á sameiginlegum fundi var meðal annars farið yfir kostn- aðaráætlun, fjármögnun og leiðir til að útfæra raunfærnimat og námsleiðir að því loknu. Fjármagnið fékkst frá Fræðslusjóði framhaldsfræðslu- nnar og var hafist handa. Verkefnið fékk heitið Sjósókn – Tækifæri og áskoranir í íslenskum sjávarútvegi. Finna varð leið til þess að nálgast þá sjómenn sem hefðu áhuga á að fara í nám. Útgerðarfélögin ásamt símenntunarmiðstöðv- unum tóku þátt í að kynna þessa nýjung fyrir sínu fólki með því til dæmis að senda tölvupóst, smáskilaboð og sendibréf, með því að hringja og benda á kynningar í símenntunarmið- stöðvunum og um borð í skipum. Einnig var vakin athygli á þætti um verkefnið á sjónvarpsstöðinni N4, á sérstakri Í janúar 2015 gerði Sjómennt samning við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (SÍMEY) um verkefnið Sjósókn – Tækifæri og áskoranir í íslenskum sjávarútvegi. Verkefnið var nýlunda innan framhaldsfræðslunnar þar sem margir aðilar störfuðu saman að því að nálgast sjó- menn sem ekki höfðu lokið formlegu námi. Markmiðið var að hvetja þá sem ekki höfðu lokið framhaldsskóla en höfðu reynslu af sjómennsku til þess að taka þátt í Sjósóknarverkefninu. Þátttakendur í raunfærnimatinu urðu rúmlega 150 en 30 þeirra fóru síðan í nám Mennta- stoða fyrir sjómenn. Hildur Betty Kristjánsdóttir Hildur Betty Kristjánsdóttir og Valgeir Blöndal Magnússon, starfsmenn hjá SÍMEY, undirrituðu samninginn ásamt Gissuri Péturssyni hjá VMST og Kristínu Njálsdóttur frá Sjómennt.

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.