Gátt - 2016, Síða 41

Gátt - 2016, Síða 41
Aldrei of seint að byrja. Réttindi styrkja Raunfærnimatið er alger snilld og það ættu Námskeiðið var frábær upplifun og Samtal við námsráðgjafa breytti góð leið til að komast út og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar sem það er statt og mæta þeim sem eru les-, eða talnablindir og eiga Námskeiðið hefur styrkt mig persónulega í vondar minningar úr skóla. leik og starfi. Námskeiðið gjörbreytti mér og mínu lífi, það gaf mér mikið sjálfsöryggi. Sjálfsstyrking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög mikilvægur. 41 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 Facebooksíðu fyrir sjómenn og loks á greinum í Sóknarfæri og öðrum miðlum. M A R K M I Ð Markmiðið með verkefninu Sjósókn var að starfandi sjómenn fengju reynslu sína og þekkingu formlega metna til náms, sem veitti þeim aðgengi að frekara námi samhliða starfi. Einnig var markmiðið að sjómenn fengju upplýsingar um ýmiskonar námsleiðir ásamt aðstoð við leiðarval sem gætu stuðlað að því að þeir yrðu hæfari og öflugri starfsmenn. Til að nálgast þessi markmið var boðið upp á raunfærnimat í ýmsum greinum, svo sem iðngreinum, skipstjórn, starfsnámi fyrir til dæmis matartækna og matsveina, fiskveiðum, fiskeldi og fiskvinnslu og í almennum bóklegum greinum, svo sem dönsku, íslensku, ensku og stærðfræði. S K I P U L A G O G F R A M K V Æ M D Í S Í M E Y – S Ý N V E R K E F N A S T J Ó R A N S Mikilvægt er að hafa tengilið við alla aðila. Anna María Krist- insdóttir starfsmannastjóri Samherja var tengiliður SÍMEY. Aðgengi að sjómönnum var gott á svæðinu og haldnar voru um sjö kynningar á vegum SÍMEY, á Akureyri og á Dalvík. Sjómenn Samherja fengu send smáskilaboð reglulega, skip- stjórar hvöttu þá til þátttöku og Sjósóknarbæklingur fór um borð í skipin. Alls komu um 70 sjómenn á vegum Samherja á kynningar hjá SÍMEY sem gengu vonum framar. Um 55 sjó- menn skráðu sig í raunfærnimat og alls 44 þeirra luku raun- færnimatsferlinu. Mikilvægt þótti að koma til móts við þarfir sjómannanna þegar kom að skipulagningu og framkvæmd á raunfærni- mati. Matið var sniðið að þörfum hvers og eins. Sumir þátt- takenda fengu færnimöppu og gátlista senda í tölvupósti, aðrir unnu færnimöppu og gátlista hjá SÍMEY. Þegar kom að því að meta raunfærni einstaklinganna voru sumir staddir úti á sjó og var í þeim tilvikum notast við SKYPE myndsímtöl. Einnig fóru viðtöl fram á Akureyri. Náms- og starfsráðgjafi var viðstaddur í öllum raunfærnimatsviðtölunum. Hjá SÍMEY fóru sextán sjómenn í raunfærnimat í fiskveiðum, tíu í fisk- vinnslu, sex í matartækni/sjókokk, fjórir í skipstjórn, sjö í netagerð og fjórir í vélstjórn. Á meðan á raunfærnimatsferlinu stóð var unnið að því að þróa nám fyrir sjómenn. Námskrá Menntastoða varð fyrir valinu til að aðlaga námið að starfsumhverfi sjómanna. Við fengum til liðs við okkur kennara víðsvegar af landinu og var markmiðið að námið tæki mið af starfsumhverfi sjómanna, vaktavinnu, fjarveru og mismunandi námshraða. Námsgögn og verkefni voru sett á rafrænt formi til að sjómenn gætu nálgast þau í gegnum kennsluumhverfið Moodle. Kennslan byggðist að mestu á upptökum og kennslu- myndböndum. Sjómenn gátu tekið námsgögnin með sér á minniskubbi þar sem netsamband er ótryggt úti á hafi. Alls skráðu sig um 30 sjómenn í Menntastoðir. Námið tekur fjórar annir og lýkur vorið 2017. S J Ó S Ó K N Á L A N D S V Í S U Alls fóru 150 sjómenn í raunfærnimat. Misjafnlega gekk hjá símenntunarmiðstöðvunum að nálgast sjómennina. Til að vel takist til þarf að vera gott samstarf við sjávarútvegsfyrirtækin og þau þurfa að veita greiðan aðgang að starfsmönnum sínum. Hvati frá stjórnendum skiptir máli þegar kemur að sí- og endurmenntun starfsmanna en hún leiðir af sér hæfari og öflugri starfsmenn. Í L O K I N Sjósóknarverkefnið gekk vonum framar og er mikilvægt að halda því á lofti innan sjávarútvegarins sem leið til aukinnar menntunar sjómanna á Íslandi. Sjósóknarverkefnið hefur yfir- Skimun Færnimappa Færnimappa Færnimappa Fæ nimappa Metið hvort þú átt erindi í raunfærnimat. Þín reynsla, starfs- og lífaldur. Þú fyllir út með aðstoð ráðgjafa yfirlit yfir störf, nám og aðra reynslu sem nýtist þér. Þú metur með aðstoð fagmanna hvar þú stendur og móti við- miðum úr námsskrá. Þú hittir matsaðila sem leggja mat á færni og þekkingu þína. Oftast í samtali en þú gætir líka þurft að sýna hana. Upplýsingar hvað þú hefur staðist, hvað ekki og ráðgjöf um hvernig þú gætir lokið námi. Ferli í raunfærnimati

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.