Gátt - 2016, Side 45

Gátt - 2016, Side 45
Aldrei of seint að byrja. Réttindi styrkja Raunfærnimatið er alger snilld og það ættu Námskeiðið var frábær upplifun og Samtal við námsráðgjafa breytti góð leið til að komast út og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar sem það er statt og mæta þeim sem eru les-, eða talnablindir og eiga Námskeiðið hefur styrkt mig persónulega í vondar minningar úr skóla. leik og starfi. Námskeiðið gjörbreytti mér og mínu lífi, það gaf mér mikið sjálfsöryggi. Sjálfsstyrking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög mikilvægur. 45 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 dóttir útskýrir fjölmenningarlega kennslu þannig að hún sé hugtak um aðferðir sem geta nýst sem ákveðnar lausnir til að takast á við vanda í fjölmenningarlegum samfélögum (Guð- rún Pétursdóttir, 2003). Almennt séð má segja að Landnema- skólinn II geti nýst sem þess konar lausn. Mælt er með að kennsla fullorðinna námsmanna af erlendum uppruna sé fjöl- breytt og í forsendum Landnemaskólans II er ætlast til þess að kennsla sé einstaklingsmiðuð þannig að hæfileikar, færni og áhugi hvers og eins séu höfð að leiðarljósi. Sömuleiðis er því beint að leiðbeinendum að beita sveigjanlegum og fjöl- breyttum kennsluháttum og aðlaga námsþætti að þörfum námsmanna með ólíkan menningarlegan bakgrunn, reynslu- heim og námsgetu. Niðurstaðan er sú að Landnemaskólinn II er fjölmenningarleg námskrá og fjölmenningarlegar áherslur koma fram í henni. Þó eru þær takmarkanir á námskránni að í henni er ekki að finna beinar leiðbeiningar við gagnkvæma aðlögun, engar áherslur eru í henni gegn fordómum né fjöl- menningarleg fræðsla. Eftir á að hyggja hefði slík námsgrein verið gagnlegur þáttur í námskránni. 4. Markmið námskrárinnar Landnemaskólans II í framkvæmd. Landnemaskólinn II var kenndur í tilraunaskyni hjá Símennt- unarmiðstöðinni á vorönn 2010 og voru námsmenn alls ell- efu frá sex löndum. Sjö námsgreinar töldust uppfylla tilgang námsins, þ.e. að bjóða upp á hagnýtt nám til að auðvelda innflytjendum að taka þátt í íslensku samfélagi. Kennslumat var framkvæmt á fyrsta þrepi eftir líkani Kirkpatricks en þar sem nemendur höfðu verið virkir þátttakendur allan tímann og lagt sitt af mörkum var matið fremur óformlegt og í formi svo nefnds „rýnihóps“(Kirkpatrick og Kirkpatrick, 2006) . Verkefnastjóri skráði ummæli þátttakenda um Landnema- skólann II og voru þau jákvæð og bentu til þess að námið hefði verið gagnlegt. Hér má sjá nokkur dæmi um ummæli nemenda (munnlegar heimildir, júní 2010): • „Best var að læra um stéttarfélögin og fá að vita að ég gat fengið styrk til að kaupa gleraugu fyrir strákinn minn.“ • „Ég kunni allt um að stofna fyrirtæki, en ég lærði orðin og að tala um það á íslensku.“ • „Stella í orlofi var skemmtileg.“ • „Gott að læra um vegi og veður, og líka gott að vita um bensínlykil (innskot: dælulykil).“ • „Mjög gaman!“ • „Frábært að vita núna um Halldór Laxness.“ Ég sendi fyrirspurnir til forstöðumanna fræðslumiðstöðva um reynslu þeirra af námskránni Landnemaskólanum II. Svör bárust frá fjórum fræðslumiðstöðvum og miðað við upp- lýsingar frá þeim er ljóst að námsmenn þeirra voru almennt ánægðir með framkvæmdina á námskránni. Þrjár af þessum fræðslumiðstöðvum gerðu breytingar á útfærslum. Námsþáttum var sleppt, annars vegar vegna þess að nemendur höfðu fengið sambærilega fræðslu í öðru námskeiði og hins vegar vegna þess að íslenskukunnátta var ekki nægileg og nemendur þurftu meira á öðrum þáttum að halda. Heimsóknum á vinnustaði var bætt við í einu tilfelli og í öðru tilfelli var kennt meira í heilsufræði, sjálfstyrkingu, atvinnuleit og gerð ferilskráa. Í tveimur tilvikum, báðum í frumkvöðlafræði, var fengin aðstoð vegna tungumáls. Í öðru tilvikinu var fengin aðstoð hjá pólskum kennara og í hinu hjá túlki. Allir reyndu að aðlaga kennsluna eftir þörfum hópsins, innan ramma verkefnisins. Námskeiðsmat leiddi í ljós að nemendur voru ánægðir í heildina og gáfu námskeiðinu góða einkunn. Einn verkefnastjórinn lét þess getið að nemendur af erlendum uppruna tækju allri íslensku og samfélagskennslu fegins hendi. Það bendir til þess að þörfin fyrir fræðslu fyrir innflytjendur sé til staðar, eins og ætla mátti. L O K A O R Ð Tilgangur Landnemaskólans II, að bjóða upp á hagnýtt nám til að auðvelda innflytjendum að taka þátt í íslensku sam- félagi, hefur að mínu mati náðst en í ljós kom að talsvert svigrúm þarf að vera til þess að hægt sé að koma til móts við þarfir námshópa og einstaklinga. Aðstæður eru ólíkar eftir staðsetningu fræðslumiðstöðva, atvinnulífi, samsetningu námshópa og öðrum einstaklingsbundnum þáttum. Þegar námskeið eru skipulögð í fullorðinsfræðslu er sjaldan hægt

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.