Gátt - 2016, Síða 50

Gátt - 2016, Síða 50
stöðu manns á vinnumarkaði. allir a ð fara í það sem hafa kost á því. góð leið til að komast ú t og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar se m það er sta tt o g mæta þeim sem eru les-, e ða talnablindir o g eiga Námskeiðið hefur sty rkt mig persónulega í Námskeiðið gjörbreytti m ér og mínu lífi , það gaf m ér m ikið Sjálfssty rking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög Gott a ð hafa stu ðning vinnustaðarins til að sækja námskeiðið. Námskeiðið var fjölbreytt og skemmtilegt og það hefur veitt m ér in nsýn í hvar mínir sty rkleikar lig gja og hvað ég þarf að gera til a ð komast í 50 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 F L I P T H E C L A S S R O O M Flip the Classroom er eitt þeirra verkefna sem MSS tekur þátt í á þessu ári. Verkefnið, sem er Erasmus+ verkefni, hófst í desember 2014 og er því tveggja ára. Samstarfsaðilar að verkefninu Samstarfsaðilar að Flip the Classroom eru Íslendingar, Pól- verjar, Ítalir, Norður-Írar og Lettar. MSS fer með verkefna- stjórn í verkefninu. Verkefnið Verkefnið snýst um að kennarar læri að beita aðferðum vendi- kennslu. Til að ná þessum markmiðum voru haldnar fimm daga vinnubúðir fyrir kennara í hópi samstarfsaðilanna. Vinnubúðirnar voru haldnar á Íslandi í mars 2015. Dagskráin var mjög fjölbreytt og var farið yfir hugtakið vendikennslu og ýmsar kennsluaðferðir sem nýta má við vendikennslu. Þátttak- endur fengu kennslu og kynningu á kennslu- og samskipta- kerfunum Lync, Smartboard, Livescribe, Moodle, Book creator og Educreations. Þátttakendur sóttu fyrirlestur hjá Aaron Sam og Jonathan Bergmann sem og vinnustofur á ráðstefnu sem Keilir hélt og var hluti af Evrópuverkefni sem starfsmenn þar leiða. Þekkinguna sem þátttakendur öðluðust nýttu þeir til að búa til námsefni í tungumálakennslu sem samsvarar 12 kennslustunda kennslu. Tvær ráðstefnur voru haldnar á vegum verkefnisins. Önnur af samstarfsaðilum í Eistlandi og hin í Pól- landi. Þátttakendur í báðum löndum voru um 60 manns bæði innlendir og erlendir aðilar í fullorðinsfræðslu. Samstarfsaðilarnir eru sammála um að með verkefninu hafi þekking aukist á vendikennslu innan stofnunarinnar og notkun á aðferðinni aukist. Heimasíða verkefnisins er http://flippedclass.weebly.com/ Facebooksíða verkefnisins er https://www.facebook.com/ fliptheclass/?fref=ts L I N G U A C A F É Á V E G U M M S S O G N O R D P L U S ( N B C L ) Á síðasta ári hófst mjög spennandi verkefni sem ber heitið Lingua café. Eins og nafnið bendir til er hér um að ræða fjöl- menningarmót á kaffihúsi, þar sem einstaklingar frá ólíkum GUÐJÓNÍNA SÆMUNDSDÓTTIR OG SVEINDÍS VALDIMARSDÓTTIR E V R Ó P U V E R K E F N I Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) hefur tekið þátt í Evrópuverkefnum frá stofnun miðstöðvarinnar. Evrópuverkefni hafa haft áhrif á þróun verkefna og þjónustutilboða til viðskiptavina. Verkefnin eru afar ólík og er ávinningur stofnunarinnar sömuleiðis mjög misjafn og fer algerlega eftir verkefnum. Árangur verk- efna stjórnast líka af því hversu vel starfsfólki sem tengist verkefnunum tekst að nýta þau inn í sitt dag- lega starf hjá stofnuninni. Þau verkefni sem MSS hefur tekið þátt í hafa sum breiðst út um allt land og sum hafa orðið að námskeiðum eða þjónustu sem er í boði hjá MSS. Það er sammerkt með flestum verkefnum að þau gagnast sem sí- og endurmenntun fyrir starfsfólk MSS. Við fáum tækifæri til að læra af öðrum Evrópu- þjóðum og staðfæra góð verkefni frá þeim yfir á íslenskar aðstæður. Jafnframt fáum við tækifæri til að miðla okkar þekkingu, kenna öðrum og færa öðrum þjóðum verkefni okkar. Í dag tekur MSS þátt í nokkrum erlendum verkefnum og verður sagt frá tveim þeirra. Sveindís ValdimarsdóttirGuðjónína Sæmundsdóttir

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.