Gátt - 2016, Qupperneq 58

Gátt - 2016, Qupperneq 58
stöðu manns á vinnumarkaði. allir a ð fara í það sem hafa kost á því. góð leið til að komast ú t og hitta fólk. Kennsluaðferðirnar eru „alveg frábærar“ með að mæta fólki þar se m það er sta tt o g mæta þeim sem eru les-, e ða talnablindir o g eiga Námskeiðið hefur sty rkt mig persónulega í Námskeiðið gjörbreytti m ér og mínu lífi , það gaf m ér m ikið Sjálfssty rking og samskipti er stór þáttur í náminu og mjög Gott a ð hafa stu ðning vinnustaðarins til að sækja námskeiðið. Námskeiðið var fjölbreytt og skemmtilegt og það hefur veitt m ér in nsýn í hvar mínir sty rkleikar lig gja og hvað ég þarf að gera til a ð komast í 58 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 6 U P P H A F I Ð Upphafið á áhuga og beinlínis ástríðu greinarhöfundar fyrir samþættingu tungumálakennslu og starfsþjálfunar má rekja til tveggja verkefna. Annað þeirra nær allt aftur til vetursins 2000–2001 þegar undirrituð, ásamt Þorbjörgu Halldórsdóttur, kenndi á fyrstu starfstengdu íslenskunámskeiðunum á vinnu- stað á Íslandi. Það var á Landakoti og voru námskeiðin fyrir almennt starfsfólk í eldhúsi, ræstingu, býtibúri og umönnun. Kennt var á Landakoti í vinnutíma og meðal nýjunga voru svokölluð „vinnuverkefni“ í stað heimaverkefna sem nem- endur leystu af hendi í vinnunni. Verkefnin snérust um að taka viðtöl við samstarfsmann á íslensku og segja frá þeim í næsta íslenskutíma. Kennararnir tveir lögðu sig alla fram og luku námskeiðinu með ratleik um allan spítalann sem byggði á vísbendingum sem tengdust námsefni námskeiðanna. Verkefnið var samvinnuverkefni Námsflokka Reykjavíkur, menntamálaráðuneytis og öldrunarstofnana og naut styrks frá Starfsmenntaráði félagsmálaráðuneytis. Unnin var ítarleg þarfagreining og starfstengt námsefni var útbúið jafnhliða námskeiðunum. Afraksturinn var efnið Íslenska. Lykill að starfinu (höf. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir, 2002) sem var fyrsta heildstæða námsefnið í íslensku sem öðru máli þar sem kennsluleiðbeiningar, hljóðefni og ítarefni í formi leikja og samskiptaverkefni til að leysa á vinnustaðnum voru hluti af efninu. Starfsmenn voru almennt vel upplýstir um tilgang námskeiðanna og lögðu sig fram við að auðvelda erlenda starfsfólkinu að nota íslensku í vinnunni. Reynslan af verkefninu sýndi að jákvæðni og stuðningur á vinnustað við íslenskunám erlendra starfsmanna er lykill að góðum árangri. Það veganesti hefur fylgt greinarhöfundi allar götur síðan. Hitt verkefnið sem hafði mikil áhrif á undirritaða var Leonardo mobility verkefni er nefndist New opportunities in a new country sem Mímir-símenntun tók þátt í frá árinu 2010 til 2012. Samstarfsaðilar voru skóli og fyrirtæki í Antwerpen í Belgíu sem vinna náið saman (Tabora og Leerwerkplats Garage). Með þátttöku í verkefninu og námsheimsóknum til Belgíu fékkst dýrmæt innsýn í það hvernig hægt er að sam- þætta fagnám og tungumálakennslu, jafnvel fyrir byrjendur í nýja málinu. Fagnámið sem þarna var kennt var til að mynda SÓLBORG JÓNSDÓTTIR Í S L E N S K U K E N N S L A O G S TA R F S Þ J Á L F U N F Y R I R AT V I N N U L E I T E N D U R A F E R L E N D U M U P P R U N A Samþætting íslenskukennslu og starfsþjálfunar fyrir atvinnuleitendur af erlendum uppruna hefur verið í þróun hjá Mími-símenntun undanfarin ár. Verkefnið hófst sem þróunarverkefni fyrir lítinn hóp Pólverja árið 2012 þar sem þjálfun á vinnustað stóð yfir í eina viku. Síðan þá hafa margir hópar atvinnuleitenda stundað íslenskunám og fengið tækifæri til starfsþjálf- unar á fjölmörgum vinnustöðum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið hefur þróast í þá veru að 60 kennslustundum í íslenskukennslu er bætt við nokkrar námsleiðir FA, fagnámið er sam- þætt íslenskunáminu og í framhaldi af því fara nemendur í starfsþjálfun á vinnustöðum er tengjast fagnáminu. Árið 2014 fékk Mímir styrk frá Þróunarsjóði framhaldsfræðslunnar til að þróa íslenskunám og starfsþjálfun þar sem byggt væri á aðferðafræði Íslenskuþorpsins. Íslenskuþorpið er kennsluverkefni á vegum Háskóla Íslands og byggir aðferða- og hug- myndafræði verkefnisins á nýjustu rannsóknum á því hvernig tungumál lærast. Verkefnið kallaðist Vinna með börnum og var námsleið FA, Grunnnám fyrir skólaliða, notuð til að undirbúa þátttakendur undir störf á leikskólum. Í verkefninu var fléttað saman íslensku- námi og fagnámi auk þess sem þátttakendur undirbjuggu samskiptaverkefni til að leysa af hendi á leikskólunum á meðan á þjálfun stóð. Allir leikskólarnir voru undirbúnir undir mótttöku nemandans og fengu leiðbeiningar um hvernig allir starfsmenn gætu stutt við íslenskunám hans. Auk þess fór íslenskukennarinn í heimsóknir á leikskólana og leiðbeindi nemendum í raunverulegum aðstæðum þannig að það nýttist bæði þeim og öðru starfsfólki. Sólborg Jónsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.