Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Qupperneq 4

Heima er bezt - 01.11.2005, Qupperneq 4
Guðjón Baldvinsson ' - Ágætu lesendur. Einn með stærri þáttum í mannlegu Lífi eru minningar af öllu tagi, góðar, slæmar og allt þar á milli. Minningar geta verið mjög tilfinninga tengdar, því sagt er að hæfileikinn til þess að muna sé mjög tengdur því að minningin geti verið tengd tilfinningum. Mjög frægt dæmi um það er t.d. sá atburður sem varð árið 1963, þegar John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna var myrtur. Sú frétt flaug eins og eldur í sinu um allan heim, eins og gefur að skilja, því þama var um að ræða einn valdamesta mann heims, mikinn sjarmör, sem almennt heillaði fólk með framkomu sinni og útliti. Morðið á honum varð því mörgum hálfgert tilfinningaáfall og eitthvað sem enginn gat búist við. Og það má heita nær undantekningarlaust að þeir sem komnir voru til einhvers vits og ára, þegar þessi atburður varð, muna nákvæmlega, enn í dag, 42 ámm síðar, hvar þeir vom staddir og að gera, þegar þeim barst fréttin. Þama má telja mjög líklegt að sterkar tilfmningar hafi spilað stórt hlutverk í því að festa umhverfi og athafnir í langtímaminninu, með svo afgerandi hætti. Heili okkar mun vera í sífelldu starfi við það að vinna upp minningar, og er langt frá því að allt það starf festist í huga okkar. Þar virðist jafnan eitthvað annað þurfa að koma til, t.d. tilfinningamar, eins og áður segir. Minningar eru líka gmnnefni þess sem fjallað er um í Heima er bezt, og svo sem eðlilegt er þá verða minningarnar alltaf stærri og stærri þáttur í lífi hvers einstaklings eftir því sem árin færast yfir. Minningamar sköpum við með daglegu lífi okkar, og athöfnum, og það er oft gaman að sjá hvað venjulegustu atburðir, sem svo má kannski kalla, geta orðið tengdir sterkustu minningunum þegar fólk fer að rifja upp liðna tíma. í hópi vina og ættingja er þá gjaman byrjað á því að segja sem svo, manstu þegar... og spinnast svo nær undantekningalaust margslungnar minningar út frá því, og sem búið hafa í langtímaminni fólks þó ekki hafi þær endilega verið uppi á yfirborðinu, svona dags daglega. Svo birtast hlutirnir gjarnan í allt öðru Ijósi þegar frá líöur og við getum horft yfir sviðið, ef svo má segja, og séð upphaf og endi þess sem verið er að fjalla um. Segja má að hvert eitt skref sem við tökum búi til minningu eða sögu. Þú kemur að slóð eða sporum, í sandi eða snjó, og ferð ósjálfrátt að velta fyrir þér hver eða hvað muni hafa verið þar á ferð, og hvert erindið hafi verið. Þú kemur að eyðibýli og það er næstum sama hvað lítið er eftir af því uppi standandi, oftast kemur upp í hugann spurning um hverjir hafi búið þarna, hvað þeir störfuðu, hvernig var lífið, hvernig ininningar eiga þeir um dvölina. Þær minningar hljóta að vera markaðar af umhverfinu, aðstæðunum, fólkinu sem með var, og svo framvegis. Og þannig verða minningarnar alltaf mælikvarði á það hvernig við höfum lifað lífmu, gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Þeir, sem trúa á framhaldslíf að loknu þessu sent við þreyjum hér á jörðinni, vilja margir meina að uppskeran, þegar komið verður að því að horfa tilbaka úr æðri heimi, verði í formi tilfinninga, og þær verði þá gjarnan í svipuðu íormi og hlutfalli og við lifðum lífinu á jörðinni. En hvað sem því líður, þá má segja að hverja stund séum við að skapa þær minningar sem geymast í minni, þegar horft er til baka, langt eða skammt. Tíðarandinn verður líka að minningu. Hann er eins og annað í lífinu, sífelldum breytingum háður, fylgir háttum kynslóðanna, og breytist jafnvel örar en þær ganga hjá. En hann verður engu að síður afgerandi þáttur í þeim minningum sem viðkomandi kynslóð riíjar upp þegar hún lítur tilbaka yfir sitt tímaskeið. Sérhver minning er því ekki eitt stakt fyrirbæri, hún er heill vefur margvíslegra þátta, sem spunnist hafa inn í líf og athafnir einstaklings, þjóða, og alls heimsins. En eitt eiga minningarnar þó sameiginlegt, og það er að þær ná yfirleitt yfir svið sem aldrei verður stigið á aftur. Þær eru ilmur liðinna stunda, sem ekki verða endurteknar, og því ætti það að vera keppikefli flestra að reyna að skapa sér líðandi stund með þeim hætti að minningarnar um hana megni að ylja þeim um hjartarætur þegar tóm gefst til þess að riíja upp og horfa til baka. Það hygg ég samt að flestum okkar vilji gleymast, því miður, þegar hæst ber hverju sinni. En það er svo sem aldrei of seint að byrja, og væri það ekki bara ágætis markmið í lífinu, að hugsa sér að reyna að haga því þannig að minningarnar um það verði jákvæðar og upplífgandi þegar frá líður. Það myndi ég telja og hygg að rnargt vitlausara væri nú hægt að taka sér fyrir hendur í amstri daganna. Með bestu kveðjum, Guðjón Baldvinsson. 436 Heima er bezt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.