Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 8
Foreldrar Davíðs, Katrín Kristjánsdóttir og Erlingur Davíðsson ritstjóri og rithöfundur. Þó skólinn væri orðinn stærri en hann hafði verið og sérstakir vistastjórar til umsjónar, þá lenti mikið á meistara. Hann var alltaf nærri á kvöldin og það var gerð krafa um stundvísi um það hvenær skólafólk gekk til náða og þá var skólanum læst og sá sem ekki var kominn heim við lokun gat lent í erfiðu máli. Þar kom að við áttum heima á Akureyri og ég gekk þaðan í skólann en var ekki á heimavist á seinni menntaskólaárum mínum. Sumir áttu heima á mis- jöfnum leigustöðum út í bæ og sáu sjálfir um sinn aga og sitt uppeldi. Þegar fúllorðið fólk, jafnvel trúlofað eða gift fólk á þrítugsaldri, kom í skólann til að sækja sér menntun, þá gat verið erfitt að beygja sig undir svona heimavistarreglur. Þórarinn var ekki í eðli sínu strangur en sá sig stundum nauðbeygóan til þess. Þetta var agi, þeir sem brutu skólareglur alvarlega gátu verið reknir úr skólanum og það var ekkert gamanmál.“ Kvefhræddur kennari „Brynleifur Tobíasson kenndi okkur latínu og var nokkuð fommannlegur í sniðum sínum. Hann kenndi með yfirheyrsluaðferð og við nemendumir komumst fljótt að því að það þurfti ekki annað en látast vera með kvef til að tekið yrði létt á manni í tímum því að hann var kvefhræddur og vildi þá ekki hafa mann nærri sér upp við púlt. Brynleifur var alltaf óaðfinnanlega klæddur og bar sig með reisn. Hann var templaraboðberi mikill þó hann væri ekkert að innprenta okkur þaó úr hófi fram og aldrei í kennslustundum. Það horfði öðruvísi við ef þaö var einhvem tíma haldinn salur um slík málefni að hann lagði eitthvað til málanna. Jóhann Láms Jóhannesson hreppsstjórasonur úr Blönduhlíð í Skagafirði og stærðfræðingur frá Kaupmannhöfn kenndi okkur dönsku. Eg minnist hans að öllu góðu en hann hafði ekki mikinn áhuga á dönskunni sem slíkri þó hann kynni hana vel, hann hefði líklega viljað kenna stærðfræði, en það vom aðrir kennarar sem kenndu okkur hana, en einhverjum öðmm bekkjum kenndi hann þó aö ég held stærðfræði.“ Hef lítið uppáhald á uppáhöldum Þegar ég spyr Davíð um uppáhaldsnámsgrein hans í menntaskóla segist hann alltaf hafa haft lítið uppáhald á uppáhöldum. Hann valdi þó máladeild sem hann segir stafa af þeim misskilningi sem var í tísku á þeim dögum, aö telja að það væri til fólk sem gæti ekki tileinkað sér stærðfræði. Segist hafa talið sjálfum sér trú um að hann gæti ekki lært hana, enda haföi hann þá þegar áhuga á tungumálum sem varð til þess að hann valdi þá deild. „A þessum ámm þóttu það meiri mannsefni sem fóm í stærðfræðideild, það lá í landi á þessum dögum upp úr 1950, það voru þeir sem urðu til dæmis verkfræðingar og læknar. Mér stóð eiginlega ekki hugur til neinna þessara greina sem viturlegar máttu sýnast frá sjónarhóli Ijárhags. Niðurstaðan varð því að ákvarðast af að ég hafði alltaf áhuga á að reyna að skilja eitthvað í menningu þó ég viti ekkert hvar eða hvenær sá áhugi kviknaði og ekki heldur hvenær ég hafi verið orðinn svo andlega burðugur að ég myndi hafa skilgreint áhugasvið mitt á þessa leið. Ég hefði að minnsta kosti ekki haft vit á því að orða þetta svona í þá daga en ég held að það hafi nú samt verið þessi heimspekilegi áhugi sem réði stefnunni. Ég endaði með því að fara í grein sem ég vissi raunar þá þegar að mundi aldrei verða mér til sæmilegrar afkomu efnahagslega. Um slíkt hugsaði fólk á þessum dögum og hlaut að gera það en ég fann mig ekki í slíkri grein svo ég valdi að fara í íslensk fræði við Háskóla íslands. Mestan hluta námstíma míns var ég hér á landinu og ég held nú að það hafi í raun og veru verið misráðið. Síðan hef ég kennt ýmislegt þessu skylt og það hefur gefið mér tækifæri til að hugsa um þetta meira en áður og eftir að hafa verið erlendis bæði við nám og kennslustörf, held ég hatl skilið afstöðuna betur en meðan ég var hér heima og skilið það, að enda þótt nokkrar greinar íslenskra fræða væru vel stundaðar af örfáum fræðimönnum og kennurum við háskólann hérna, vantaði margt til, að þetta fræðakerfl gæti orðið fólki góð akademía - og þjóðinni þá. Þótt það megi víst heita rétt sem forsvarsmenn þessa íslenska háskóla í íslenskum fræðum sögðu sumir, stundum, að það væri ærið ævistarf að halda uppi rýninni hugsun um tungumál, bókmenntir og sögu heillar þjóðar (því þetta var “heilög þrenning” sem kölluð var) þá er það líka staðreynd í mannlegu lítl að ekkert af þessu skilur sá sem aldrei hefur komist út úr því. Ég lagði ýmislegt af hinu mikilvæga námi á 440 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.