Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Qupperneq 9

Heima er bezt - 01.11.2005, Qupperneq 9
Stóru-Hámundarstaðir á Arskógsströnd og sýn yfir fjörðinn. mig með píslum leiðinda sem voru óþarfar og ég gerðist sæmilega vel að mér í fræðunum á sínum tíma eins og til dæmis ýmsum hlutum málfræðinnar, sem misfórst síðan í gleymsku um tíma, þangað til ég fór að hugsa meira um samhengi fræðanna á fullorðinsárum. Satt að segja þarf nokkuð til að vera í senn nógu góóur sérfræðingur á einstakar greinar og samfræðingur til þess að neyta sín best til þeirra verka sem síðan reynast skipta máli.“ Með góðu fólki í háskóla Gróðrarstöóin Brúnalaug í Eyjafjarðarsveit á gráum degi. „Með mér í háskólanum var margt af góðu fólki en menn voru misjafnlega fastir við ástundun hinna íslensku fræða. Nokkurn spöl voru áleiðis komnir þegar mig bar þarna að, Ingvar heitinn Stefánsson, Einar Sigurðsson síðar landsbókavörður og Ólafur Pálmason einnig, bóka- vörður. Sumir hverjir sem að komu samtímis mér létu sig síga frá með tímanum, aðrir luku námi. Marga eftirminnilega kennara hafði ég á námsárum mínum við Háskóla íslands. Alexander Jóhannesson höfundur Islenzkrar tungu í fornöld og meðal annars höfundur allfrægrar bókar um uppruna mannlegs máls og íslenskrar orðsifjabókar á þýsku. Alexander var mér afar minnilegur kennari þótt hann kenndi mér aðeins hluta úr vetri. Sigurður Nordal var í burtu þann tíma sem ég var við nám þarna svo hann kenndi mér því miður ekki en meðal kennaranna var hann vitanlega mestur áhrifavaldur í þeim hluta þessara fræða sem ég hafði mestan áhuga á, sem var menntafræði, það er eiginlega bókmenntirnar og tungumálið og það annað sem sýnir manni rætur menningarinnar. Þegar ég settist í háskólann þá var sú stofnun til í íslenskum fræðum meðal nemenda sem hét rannsóknaræfingar. Við nemendur héldum þær og þegar Sigurður Nordal var á Islandi þá var það hefð að hann stjórnaði þessum æfingum þannig að við hittum hann og sumir okkar þekktu hann persónulega.“ Keltnesk fræði og kennslustörf „Eftir að ég lauk námi frá Háskóla íslands fer ég eiginlega beint frá prófborðinu og gerist kennari við minn gamla skóla. Þá var kominn ofurlítill vísir að útlendingaherdeildinni, ef ég má nota það orð. Útlend- ingum, sem vildu læra íslensku og nokkuð af íslenskum fræðum við HÍ, var fenginn einn kennari og það vildi svo til að eitt skólaár var það ég og þetta var nú ljóta meðferðin á útlendingunum því ég hafði svo sem enga reynslu. Þetta voru 10 til 15 nemendur í hóp sem komu víðsvegar aö úr heiminum og áttu lítið sameiginlegt og það gat verið mjög erfitt að kenna þeim.” Heimaerbezt 441
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.