Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Page 12

Heima er bezt - 01.11.2005, Page 12
ég sé líf mitt fyrir mér sem farandmanns er þó ekki auðvelt að hafa fé á fóðrum. Fyrst kom ég á Strandir fyrir um það bil tuttugu árum og skakaðist hérna eftir þessum vegum þar sem grjótið stóð allsstaðar uppúr og endaði í Norðurfirði. Eg lærði það þá, að þegar bílar mætast á fáfömum vegum þá stöðvar fólk bílinn, skrúfar niður rúðuna og tekur tal saman, og mér líkaði það vel. Mér þótti svæðið fallegt og alveg sérstaklega í Trékyllisvík og á fleiri stöðum hér um slóðir. Eg gerði tilraunir með byggrækt hér í fyrrasumar. A undantekningasumrum eins og nú hafa verið þrjú í röð, er hægt að láta allt vaxa, þar á meðal bygg. Það mistókst þó samt hjá mér. Þegar komin voru hálfgulnuð öx þá skipti plantan um stefnu og fór að koma með nýja stofna af rótinni, en hálfgulnuðu öxin stóðu í stað og fóru aldrei lengra. Ef ég hefði strax í upphafi gefíð þeim aðeins meiri áburð hefði þetta tekist en það gengur bara betur næst. Þetta er líklega nyrsti og kaldasti staður á landinu þar sem slík tilraun hefur verið reynd. Þá finnst mér til dæmis að við Islendingar þyrftum að flytja inn perúsk lamadýr, ullhærðar skepnur, því að einhvem tíma kemur að þeim degi að við þurfum að eiga öðmvísi hár heldur en em á sauðkindinni. Nú segja menn að rekaviðurinn sé hættur að berast en það er náttúrulega komið undir atvinnurekstri í öðmm heimshlutum. Þá hef ég áhuga á að reyna að koma til æðarvarpi héma uppi á ströndinni.“ Davíð segist líka vel við umhverfíð og staðinn og hafa skoðað nokkuð landsbyggðina áður en hann festi kaup á þessari jörð. „Eg var með augun allsstaðar, meira að segja austur á tjörðum. Einhvern veginn dróst hugur minn hingað að sjávarsíðunni. Það er tiltölulega stutt héðan til Reykjavíkur og þar á ég heimili svo þetta er bærilega í sveit sett. Eg er ekki hræddur við fámenni, ég hef alltaf verið einfari og maður lærir að verða sjálfbjarga. Það getur að vísu verið hættulegt að líða betur í sínum eigin félagsskap en annarra, því maðurinn er félagsvera og það er ég auðvitað líka í raun og vem.“ Aldrei tími fyrir hjástund Eftir að hafa kennt íslensk fræði við háskóla bæði hérlendis og erlendis og síðustu 20 árin við Háskóla íslands, nýtir Davíð nú tímann við lestur ýmissa bóka og greina, sem hann segist ekki hafa haft tíma til meðan hann var í föstu starfi. „Ég hef haft greindarmannslega afstöðu til hlutanna, en það þýðir það að viðfang mitt við kennslu í ýmsum greinum bókmennta og mennta í íslenskum fræðum hefur verið algleypandi viðfangsefni og aldrei hægt að kenna eða fást við sama hlutinn með sömu nálguninni tvisvar. Kennsla upptekur hugarfarið og það hefur valdið því að ég hef aldrei haft tíma fyrir neitt hjástund fyrr en núna. Til dæmis um eðli háskólastarfs lít ég í Skírni frá 1919. Mannalegur með pípu. Þar skrifar Sigurður Nordal eftirmæli eftir Björn M. Ólsen fyrsta rektor Háskóla íslands. Af því skrifi er alveg ljóst hvað Sigurður Nordal telur skipta mestu máli í háskóla. Það er að halda sífellt áfram að vera maður sem beitir greind sinni af alefli til að skilja heiminn. Það er í raun og veru enginn tími til fyrir kennslu sem slíka, heldur er hún aukaatriði. Það sem er aðalatriðið er, að fólk talist við af alvöru og þurfi ekki að drepa niður krafta sína í einhverju striti.5 Eiginlegur háskóli í merkingunni akademía hefur ekki kennslu að aðalhlutverki. Það hefur verið mér lífgjafi að fá tækifæri til að eltast við mínar eigin grillur og við sannleikann og kennsluhlutverkið, sem ég hef ekkert sérstaklega verið hneigður til, hefur þá getað verið náttúru- legur fylgifiskur þessa og ómissandi þáttur í því, enda verður lítið úr greindarmanninum nema hann vinni öðrum, reyni að vinna samfélagi sínu,“ sagði Davíð Erlingsson að lokum. 5 Sigurður Nordal 1919, s. 5. 444 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.