Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Page 16

Heima er bezt - 01.11.2005, Page 16
að sjá um. Þar ríkir gott skipulag og góður andi meðal íbúanna. Heimilinu er skipt upp í nokkur íbúasvæði, sem einkennd eru með mismunandi litum á húsunum og bömin eru í fatnaði í sama lit og húsin. Skólastarfið er Qölbreytt og mikill metnaður lagður í kennsluna, með þaó í huga að menntun er undirstaða velferðar einstaklingsins og þjóðar hans. I fréttabréfi ABC er sagt frá því að bamaskólinn sé í ágætu húsnæði en unglingaskólinn er í lakara húsnæði, en það stendur til bóta. Það er ótrúlegt hvað hjálparstarfíð hefur áorkað. í huga þess sem greinina ritar, hefur hjálparstaf alltaf miðast við að fæði, klæði og lyf fyrir öreiga. ABC barnahjálp sér fyrir meim, þannig að eftir unglingaskóla geta þeir sem eiga stuðningsforeldri á íslandi, farið í framhaldsskóla og búið sig undir starf. Á Heimili litlu ljósanna geta nemendur valið um að fara í menntaskóla eða verkmenntaskóla. I verkmenntaskólanum er stundað nám í hjúkrun, meinatækni, hótel- og veitingarekstri, fatahönnun, bifvélavirkjun og svo má lengi telja. Nemendur velja sér braut eftir áhugasviði í menntaskólanum, sem er undirbúningur fyrir háskólanám. Núna á þessu ári útskrifast fyrstu nemendurnir með BA, BSc og BCom gráðu úr háskólanum. I þorpinu er menntaskólinn og háskólinn í sömu byggingu. Einnig er starfræktur ökuskóli. Matsalur eldri stúlkna við verkmenntaskólann á Heimili litlu Ijósanna. Drengir komnir saman Jyrir myndatöku og skráningu. Hvað verður svo um þessi börn. sem em alin upp í litlu skólaþorpi og eiga enga að utan þorpsins, nema stuðningsforeldra norður við heimskautsbaug? Samuel Motupalli forstöðumaður og allt það góða fólk sem með honum starfar, hefur hugsað fyrir því. Stefnt er að því að setja upp bifvélaverkstæði á staðnum og ýmsir möguleikar hafa opnast t.d. við kennslu og ýmis konar störf. Víða í þorpunum á Indlandi em yfirgefnar trúboðsstöðvar. Nú er meiningin að þangað fari þetta unga fólk og komi þar undir sig fótunum, t.d með kennslu. Það verður spennandi að fylgjast með þessu öllu og sjá unga fólkiö vinna landi sínu og þjóð, gagn. Á Heimili litlu ljósanna Anœgður ogglaður drengur í Úganda, sem á atlæti sitt stuðningsforeldrum frá Islandi að þakka. 448 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.