Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 19
Aftari röð: Auðurin og Fred Netidere. Fremri röð: Elín, móðir Auðuns, og
Þóra. Myndin er tekin í janúar 1946.
hann ferðaðist á til Reykjavíkur. Við
vorum þar með viðskila við sjálfan
húsföðurinn, og urðum að bjarga
okkur sem best gegndi. Héldum
að Björnólfsstöðum, skammt frá
verslunarstað Austur-Húnvetninga. Þar
skyldi Þóra Kristin, systir mín, dvelja
næsta vetur. Þar var dvalist nokkra
daga. Þá bjó þar Bjami Gestsson (f.
1903). Hann var ókvæntur þá, en
hafði ráðskonu, Guðlaugu að nafni.
Átti hún soninn, Elliða G. Norðdahl,
á aldur við mig. Á bænum var þá
heimilisfastur faðir húsbóndans, Gestur
Guömundsson að nafni, aldraður. Hann
sat löngum, tuggði tóbak og hrækti í
stóran dall við fætur sér, og var fremur
viðskotaillur, fannst mér. Las stanslaust
bækur, helst skáldsögur. Á bænum var
öldruð móðursystir Bjarna húsbónda,
Steinvör Bjarnadóttir að nafni (fædd
1872). Hún var mjög skjálfrödduð, það
man ég. Bjó hún ein í þakherbergi til
austurs. Húsakynni
voru góð á bænum og ratVnagnsljós
alls staðar, en raflýst var frá
heimarafstöð úr læk skammt suður
og upp frá bænum. Hús þetta hafði
byggt Björn Leví, bróðir Bjarna bónda.
Hann hafði séð um að raflýst væri á
tveimur öðrum bæjum í Langadal,
Miðgili og Fremstagili. Björn var
mikill framkvæmdamaður og duglegur
að hverju því verki, sem hann tók að
sér.
Þá voru ekki víða samkomuhús í
sveitum landsins og voru skemmtanir
tíðum haldnar á bæjum, þar sem
húsakynni voru í betra og rýmra lagi.
Meðan við dvöldum á Bjömólfsstöðum
var ball haldið á bænum, sem margir úr
sveitinni sóttu. Eg svaf víst ekki mikið
nóttina þá eða systir mín. Fannst mér
hávaðinn keyra úr öllu hófi. Drukkið
var fast og mikið reykt. Bar húsið
merki þessa marga daga á eftir. Fólk
svældi, einkum karlmenn, aðallega
vindlinga, sem þeijuðu mjög sterkt
og illa og voru víst tyrkneskir, “de
resk” (framburður). Konur reyktu ekki
almennt enn. Einn maður lét sér í lagi
illa á skemmtun þessari. Læsti hann
sig inni á salemi, ásamt kvenmanni,
og vita menn ekki, hvað þar muni hafa
gerst.
Allt íbúðarhúsið var í raun
undirlagt. Guðlaug og móðir mín,
Elín Guðmundsdóttir, vom um stund
á ballinu.
Guðlaug var snotur stúlka, enda orti
faðir minn um hana:
Gullið kvenna Guðlaug var;
græt ég enn í leyni,
af því hennar ástin var
öll úr brennisteini.
Elliði var, eins og fyrr segir, sonur
Guðlaugar ráðskonu. Hafði hún átt
þennan son með Vali Norðdahl frá
Elliðakoti við Reykjavík, en hann var
um skeið svonefndur töframaður og
sýndi listir sínar víða hér og erlendis.
Elliði var ljörugur strákur. Við lékum
okkur þó ekki mikið saman, því við
vorum mjög ólíkir. Hann borgarbarn,
en ég úr afdal. Ef rafstöð heimilisins
var eitthvað í ólagi, eins og vegna
krapa, er olli
trutlun í vatnshverflinum, fór Elliði
upp eftir og lagfærði allt saman. Fór
ég að minnsta kosti eina slíka för með
Elliða og hafði gaman og lærdóm
af. Elliði var tæknilega sinnaður,
enda mun hann hafa fengist við
tæknistörf og átt hlut að einhverjum
uppfinningum. Hann átti reiðhjól og
Heima er bezt 451